Þú þarft ekki að trúa okkur, trúðu þeim

Á Vettvangi hönnum við og þróum vefi. Alvöru góða vefi. Við vinnum hraðvirkar, öflugar og öruggar lausnir sem svara jafnt viðskiptalegum markmiðum þínum sem og þörfum notenda þinna.

Einstaklega lausnamiðað fólk á Vettvangi

Tinna Harðardóttir

Tinna Harðardóttir

Upplýsingatæknistjóri hjá Innnes

Samstarf Innnes og Vettvangs hófst árið 2017 með innleiðingu vefverslunar. Starfsemi Innnes og þjónusta við viðskiptavini er fjölþætt og síbreytileg og stafrænar þarfir í takt við það. Var því ljóst að verkefnið yrði ærið og krefjandi og því mikilvægt að velja traustan aðila. Við komumst fljótt að því að hjá Vettvangi starfar einstaklega lausnamiðað fólk sem hefur frá upphafi nálgast hugmyndir okkar af opnum hug en jafnframt með faglegri og heiðarlegri ráðgjöf, stílhreinni hönnun og vönduðum vinnubrögðum. Útkoman er vefur sem við erum afar stolt af í dag.

Þau vita hvað þau eru að gera og ganga hreint til verks

Guðmundur Magnason

Guðmundur Magnason

Framkvæmdastjóri Inkasso

Vettvangur sá um nýju heimasíðuna okkar og var samstarfið einstaklega gott. Þau vita hvað þau eru að gera og ganga hreint til verks. Kann sérstaklega að meta metnaðinn sem þau hafa fyrir hönd viðskiptavina sinna og að hugmyndir okkar séu ekki einfaldlega framkvæmdar heldur leggur starfsfólk Vettvangs sig fram um að bæta þær. Það er óhætt að segja að Vettvangur hafi skilað sínu því nýi vefurinn okkar var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna!

Lausnamiðuð nálgun og endalaus þolinmæði

Margrét Héðinsdóttir

Margrét Héðinsdóttir

Vefstjóri Heilsuveru

Fjölmargar áskoranir og álitamál hafa komið upp í tengslum við þróun þekkingarvefs heilsuveru. Við komum aldrei að tómum kofanum hjá Vettvangi, þar á bæ hafa menn lausnamiðaða nálgun, endalausa þolinmæði og góðar tillögur sem margar hverjar hafa slegið rækilega í gegn hjá notendum vefsins.

Snerpa Vettvangs við úrvinnslu verkefnisins aðdáunarverður

Sesselía Birgisdóttir

Sesselía Birgisdóttir

Forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum

Hagar ákváðu að fara í uppfærslu á heimasíðu félagsins í samstarfi við Vettvang. Tímarammi verkefnisins var aðeins 6 vikur og var snerpa Vettvangs við úrvinnslu verkefnisins aðdáunarverð. Verkefnastjóri verkefnisins frá Vettvangi var mjög virkur í samskiptum og hafði einstakt lag á að greina mögulegar þarfir okkar og koma með hugmyndir að útfærslu. Samstarfið við hönnuð Vettvangs og forritara var einnig mjög gott og var alltaf brugðist hratt við öllum athugasemdum, spurningum eða hugmyndum. Við gefum Vettvangi okkar bestu meðmæli og þá helst fyrir fagþekkingu, snerpu og sérstaklega gott viðmót í samvinnu.

Náið samstarf, hreinskiptin og heiðarleg samskipti

Pétur Vilhjálmsson

Pétur Vilhjálmsson

Stafrænn leiðtogi hjá Hugverkastofunni

Á meðal þess sem við vildum að yrðu leiðarljósin í samstarfi við Vettvang var náið og stöðugt samstarf, hreinskiptin og heiðarleg samskipti, greiður og beinn aðgangur að hönnuðum og forriturum, einfalt og aðgengilegt vefumsjónarkerfi og að uppsetning vefsins yrði þannig að við hefðum mikla stjórn á honum. Vettvangur hefur reynst frábær samstarfaðili, ekki síst vegna þess að aðferðafræðin þeirra féll fullkomlega að þessum væntingum okkar.

Ég mæli hiklaust með hönnunarsprettinum hjá Vettvangi

Maria Neves

Maria Neves

Samskiptastjóri Borgarbyggðar

Vinnan er faglega unnin frá A-ö og það er vel hlustað á allar ábendingar og athugasemdir á meðan á ferlinu stendur. Hönnunarspretturinn auðveldar áframhaldandi vinnu og flýtir fyrir þessari grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað áður en stofnanir láta forrita nýja heimasíðu.

Hönnunarspretturinn með Vettvangi gekk gríðarlega vel

Guðjón Elmar Guðjónsson

Guðjón Elmar Guðjónsson

Markaðsstjóri Netgíró

Góð samskipti og hröð vinnubrögð einkenndi þeirra starf. Þar að auki var vefurinn sem þau smíðuðu mjög vel heppnaður. Ég mæli hiklaust með þeim sem samstarfsaðila í litlum sem stórum verkefnum.

Þróun vefs og stafrænna lausna aldrei verið hraðari og betri

Egill Þorsteinsson

Egill Þorsteinsson

Head of digital Domino’s Íslandi

Samstarfið við Vettvang hefur verið gott og árangursríkt. Hjá Vettvangi starfar hæfileikaríkt fólk með mikinn metnað sem einstaklega gott er að vinna með. Við hófum samstarf snemma árs 2017 og hefur þróun vefsins og stafrænna lausna aldrei verið hraðari og betri. Við hjá Domino’s viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á eins góða þjónustu og hægt er og spila þar stafrænar lausnir lykilhlutverk. Teymið okkar hjá Vettvangi hefur reynst okkur mjög vel í þessari vegferð. Í sameiningu höfum við náð að yfirstíga tæknilegar áskoranir og þróað lausnir sem styðja við okkar viðskiptalegu markmið.

Góðar ráðleggingar, fagleg vinnubrögð og gott viðmót

Þóra Hallgrímsdóttir

Þóra Hallgrímsdóttir

Verkefnastjóri veflausna Epli

Þekking og hæfni starfsmanna Vettvangs á sviði veflausna og hönnunar hefur skilað Epli nýrri heimasíðu sem mikil sátt ríkir með. Samskipti og þolinmæði þeirra er til fyrirmyndar sem og einlægur vilji til að vefsíðan sé sem best á alla vegu. Góðar ráðleggingar, fagleg vinnubrögð og gott viðmót til viðskiptavinarins er það sem stendur uppúr í þessari vinnu.

Frá upphafi hefur Vettvangur verið órjúfanlegur hluti af okkar fyrirtæki

Sveinn Óskar & Tanja Dögg

Sveinn Óskar & Tanja Dögg

Eigendur Mín líðan

Þegar Mín líðan var enn bara hugmynd þá óraði okkur ekki fyrir hversu stórt og krefjandi verkefnið yrði fyrir vefstofuna sem tæki það að sér. Að færa sálfræðimeðferð úr hefðbundinni samtalsmeðferð og nær alfarið á veraldarvefinn reyndist vera mun stærri og flóknari vegferð en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi.

Við hittum margar vefstofur, forritara og hönnuði og fundum aldrei neinn sem skildi almennilega okkar þarfir. Þegar við loksins hittum teymið hjá Vettvangi þá small eitthvað frá fyrsta fundi og við fundum strax að við yrðum í góðum höndum. Vafalaust væri Mín líðan enn bara hugmynd ef við hefðum ekki gerst svo heppin að fá ábendingu um Vettvang vefstofu.

Frá upphafi hefur Vettvangur ekki bara verið samstarfsaðili Mín líðan heldur órjúfanlegur hluti af okkar litla fyrirtæki og það skín í gegn í allri þeirra vinnu að þeir líta samstarfið sömu augum og við. Þjónustan er persónuleg og fylgir Vettvangur þörfum viðskiptavina sinna.

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur