Þú þarft ekki að trúa okkur, trúðu þeim
Á Vettvangi hönnum við og þróum vefi. Alvöru góða vefi. Við vinnum hraðvirkar, öflugar og öruggar lausnir sem svara jafnt viðskiptalegum markmiðum þínum sem og þörfum notenda þinna.

Þróun vefs og stafrænna lausna aldrei verið hraðari og betri

Egill Þorsteinsson
Head of digital Domino’s Íslandi
Samstarfið við Vettvang hefur verið gott og árangursríkt. Hjá Vettvangi starfar hæfileikaríkt fólk með mikinn metnað sem einstaklega gott er að vinna með. Við hófum samstarf snemma árs 2017 og hefur þróun vefsins og stafrænna lausna aldrei verið hraðari og betri. Við hjá Domino’s viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á eins góða þjónustu og hægt er og spila þar stafrænar lausnir lykilhlutverk. Teymið okkar hjá Vettvangi hefur reynst okkur mjög vel í þessari vegferð. Í sameiningu höfum við náð að yfirstíga tæknilegar áskoranir og þróað lausnir sem styðja við okkar viðskiptalegu markmið.
Ómissandi samstarfsaðili

Fannar Ásgrímsson
Vef- og nýmiðlastjóri Sjóvár
Þegar við lögðum af stað í það risaverkefni að endurhanna vefinn okkar, skipta um vefumsjónarkerfi og yfirfara og endurskrifa allt efni þar inni, vissum við að okkar biði mikil vinna. Við fengum Vettvang með okkur í lið til þess að setja upp vefumsjónarkerfið og til að þróa með okkur veflausnir til að tala við kerfin okkar. Sú vinna sem öflugt teymi Vettvangs skilaði af sér fór fram úr okkar björtustu vonum og hafa þeir verið ómissandi samstarfsaðili í þessu verkefni.
Engin vandamál, bara lausnir á háu gæðastigi

Björgvin Brynjólfsson
Digital Marketing Manager @ Marel
Vettvangur kom inn í endursmíði heimasíðu Marel þegar verkefnið var búið að vera í gangi í tæpt ár. Helsta eftirsjáin er að hafa ekki fengið þá fyrr inn með okkur, þar sem þeirra sýn skerpti mjög á hvað var hægt að gera og hver var besta leiðin að því.
Sérfræðiþekking á Umbraco, vefkerfinu sem við vorum búin að velja, kom sér afar vel. Hjá Vettvangi starfa aðilar sem þekkja kerfið inn og út, sem gerði okkur kleift að fullnýta það sem hafði verið smíðað á þeim tímapunkti, endurnýta í gegnum vefinn og smíða snjallari viðbætur.
Góðar ráðleggingar, fagleg vinnubrögð og gott viðmót

Þóra Hallgrímsdóttir
Verkefnastjóri veflausna Epli
Þekking og hæfni starfsmanna Vettvangs á sviði veflausna og hönnunar hefur skilað Epli nýrri heimasíðu sem mikil sátt ríkir með. Samskipti og þolinmæði þeirra er til fyrirmyndar sem og einlægur vilji til að vefsíðan sé sem best á alla vegu. Góðar ráðleggingar, fagleg vinnubrögð og gott viðmót til viðskiptavinarins er það sem stendur uppúr í þessari vinnu.
Frá upphafi hefur Vettvangur verið órjúfanlegur hluti af okkar fyrirtæki

Sveinn Óskar & Tanja Dögg
Eigendur Mín líðan
Þegar Mín líðan var enn bara hugmynd þá óraði okkur ekki fyrir hversu stórt og krefjandi verkefnið yrði fyrir vefstofuna sem tæki það að sér. Að færa sálfræðimeðferð úr hefðbundinni samtalsmeðferð og nær alfarið á veraldarvefinn reyndist vera mun stærri og flóknari vegferð en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi.
Við hittum margar vefstofur, forritara og hönnuði og fundum aldrei neinn sem skildi almennilega okkar þarfir. Þegar við loksins hittum teymið hjá Vettvangi þá small eitthvað frá fyrsta fundi og við fundum strax að við yrðum í góðum höndum. Vafalaust væri Mín líðan enn bara hugmynd ef við hefðum ekki gerst svo heppin að fá ábendingu um Vettvang vefstofu.
Frá upphafi hefur Vettvangur ekki bara verið samstarfsaðili Mín líðan heldur órjúfanlegur hluti af okkar litla fyrirtæki og það skín í gegn í allri þeirra vinnu að þeir líta samstarfið sömu augum og við. Þjónustan er persónuleg og fylgir Vettvangur þörfum viðskiptavina sinna.
Einarður áhugi fyrir verkefnunum

Þórunn Edwald
Vefstjóri 66°Norður
Við höfum starfað með Vettvangi frá því árið 2014 og hefur samstarfið verið ánægjulegt og gefandi. Eins og í öllu koma bæði skin og skúrir en með því að eiga í góðu samstarfi höfum við náð að yfirstíga hindranir og þróa nýjar lausnir. Samskiptin eru góð og gott viðbragð og einarður áhugi fyrir verkefnunum skipta þar mestu.