Fréttir af Vettvangi
Það er alltaf eitthvað að frétta af Vettvangi. Hér má finna vefútgáfur af fréttabréfum okkar sem við sendum reglulega til viðskiptavina.
Kíktu. Láttu það eftir þér.

Nýir vefir, ókeypis LinkedIn námskeið, stand-up í beinni..
Maí 2023Í þessu fréttabréfi fjöllum við um lausnir sem hafa komið út síðustu mánuði, segjum frá stand-up á Vettvangi sem verður sent út í beinni útsendingu á Facebook, kynnum ókeypis LinkedIn námskeið fyrir viðskiptavini og fleira til..
King Binni, Apparatus tekur á loft, nýir starfsmenn..
Febrúar 2023Binni okkar gekk í frægðarhöll Vettvangs þegar hann náði 5 ára starfsafmæli. Við segjum líka frá nýju systurfyrirtæki Vettvangs í applausnum - Apparatus - sem var skotið á loft. Í byrjun árs komu líka nýir starfsmenn á Vettvang. Það er stuð.
Öflugir hönnunarsprettir á Vettvangi - tveir nýir vefir í loftið
Nóvember 2022Undanfarið höfum við skipulagt tvo metnaðarfulla hönnunarspretti; annars vegar fyrir Lyfju appið sem er í stöðugri þróun, hins vegar fyrir Reykjavíkurborg þar sem verkefnið snýr að því að hanna lausn og notendaupplifun fyrir ný, rafræn aðgangskort borgarbúa.
Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2022 - nema hvað?
September 2022Nú hefur Creditinfo bæst í hóp aðila sem viðurkenna góðan rekstur fyrirtækisins, en við fengum rétt í þessu útnefninguna „Framúrskarandi fyrirtæki 2022“. Við segjum líka frá nýjum rafrænum kortum Reykjavíkur sem við erum að hanna og þróa.
Vettvangur vinnur Umbraco Awards - nýir vefir spretta fram
Júlí 2022Þau frábærlega skemmtilegu tíðindi urðu nú á árlegri ráðstefnu Umbraco í Danmörku að Vettvangur hlaut fyrstu verðlaun í flokki heilbrigðislausna í árlegri samkeppni um bestu vefina sem smíðaðir eru í kerfi Umbraco. Lestu áfram!
Auðkenning í LiveChat, Fyrirmyndafyrirtæki VR og fleira og fleira..
Júní 2022Forritarar Vettvangs þekkja vel til flestra vefumsjónarkerfa á markaði, enda reynslumiklir sérfræðingar, sem hafa komið víða við. Eins og viðskiptavinir okkar þekkja vel er þó fyrsta val Vettvangs við smíði á nýjum lausnum langoftast Umbraco.
2022 fer vel af stað - nýir vefir, nýir starfsmenn
Febrúar 2022Það hefur aldrei verið meira að gera á Vettvangi. Þetta hefur líklega verið sagt áður, en það er bara svo gaman að segja frá því. 2021 var metár í sögu Vettvangs og 2022 lítur sannarlega vel út enda sækja til okkar fyrirtæki og stofnanir með ólík en mjög metnaðarfull verkefni.
Log4j veikleikinn - hvernig snertir hann þig?
Desember 2021Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum síðustu daga frá viðskiptavinum um Log4j veikleikann og hvort kerfi þeirra séu í hættu vegna veflausna Vettvangs og/eða skýjaþjónustu Well Advised.
Frábært fólk á Vettvang
Nóvember 2021Það er alltaf hreyfing á fólki í okkar geira, sem er hollt og jákvætt fyrir alla. Nýlega hafa horfið til annarra starfa og hokin af reynslu Viktor Pajdak og Hólmfríður (Fríða) Einarsdóttir, og óskum við þeim alls hins besta með þökkum fyrir frábært starf.
Verkefnasaga Domino's, LinkedIn handbókin
Oktober 2021Domino's hefur náð undraverðum árangri í sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla sem leysa síendurtekin og tímafrek verkefni. Domino’s er einfaldlega eitt tæknivæddasta fyrirtæki landsins.