Alvöru lausnir

Við erum hreint ekki alvarlegt fólk - nema síður sé - en við tökum verkefni okkar alvarlega. Viðskiptaumhverfi fyrirtækja og stofnana í dag er heldur ekkert til að grínast með.

Stafræn tækni tekur stökkbreytingum á nokkrum mánuðum, samkeppni um viðskipti harðnar stöðugt og væntingar viðskiptavina til framúrskarandi notendaupplifunar verða alltaf ákafari og meiri. Ef þú ert í alvöru rekstri þarftu alvöru lausnir - og þær færðu hjá okkur.

Hver er þín áskorun?

Ertu að hefja nýja og spennandi stafræna vegferð? Viltu taka í gegn B2B þjónustuvefinn, vefverslunina eða færa kerfin og gögnin í skýið? Eða þarftu bara að fríska aðeins upp á útlitið á vefnum?

Hversu flókið eða metnaðarfullt sem verkefnið er máttu vera viss um að við eigum lausnina. Við höfum gert þetta allt með glans og miklu meira til. Mundu að krísur fela í sér spennandi tækifæri - ef þau eru gripin í tæka tíð.

  1. Hönnun

    Í stafrænum heimi er vefurinn er mikilvægasta ásýnd vörumerkis þíns. Við köfum djúpt til að skilja þig, markað þinn og viðskiptavini. Áður en ráðist er í vefþróun tökum við kröftuga hönnunarspretti saman þar sem við skilgreinum verkefni og berum kennsl á tækifæri í þínu stafræna umhverfi. Við hleypum nýju og spennandi lífi í ásýnd þína á stafrænum miðlum.

  2. Vef-og viðmótsforritun

    Forritarar okkar eru listamenn. Þeir blása lífi og hreyfingu í myndir á hátt sem ögrar mannlegum skilningi. Við nýtum þá tækni sem hentar best hverju verkefni og höfum ávallt í huga ýtrustu þróunarmöguleika í síbreytilegum, stafrænum heimi. Vefir okkar eru framúrskarandi snarpir, aðgengilegir og notendavænir, og leiða notandann áfram á réttan stað. Upplifun hans er alltaf í fyrsta sæti. Alltaf.

  3. Bakvinnsla og gagnagrunnar

    Skapa fötin manninn? Kannski. Vindskeiðar og sportfelgur gleðja augað en það skiptir ekki minna máli hvað gerist undir húddinu. Samþætting ólíkra kerfa, gagnavinnsla og -öryggi er mikilvægur þáttur í rekstri alvöru vefja. Við erum sérfræðingar í að sækja, vinna og birta gögn þar sem þau þurfa að birtast. GDPR reglugerðin? Púff, við þekkjum hana allt of vel.

  4. Skýja- og kerfisþjónusta Azure

    Án nokkurs vafa liggur framtíð kerfislausna og gagnavinnslu í Skýinu. Og framtíðin er nú bara hér rétt handan við hornið. Í samstarfi við systurfyrirtæki Vettvangs, Well Advised, hjálpum við þér að færa kerfi þín og gögn að hluta eða í heild sinni í skýjaþjónustu Azure. Nú þegar eru nokkrir samstarfsaðilar okkar í skýjunum með kerfi sín. Það er ekki leiðinlegt. Eigum við að koma á flug?

Efnisvinnsla og -ráðgjöf

Góður og söluvænlegur vefur er notendavænn og skýr, snarpur og aðlaðandi. En það er alls ekki nóg. Til að vefurinn þjóni tilgangi sínum sem öflug framlenging af vörumerki þínu og skilvirkt sölutæki í harðri samkeppni þarf allt innihald og efni að vera framúrskarandi.

Við skrifum og vinnum áhrifaríkt efni, hámarkað fyrir leitarvélar, sem svarar spurningum sem brenna á vörum þeirra sem leita að lausnum eins og þær sem þú býður.

Hvers kyns stafrænar lausnir

Í samstarfi við mörg öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins höfum við leyst mjög tæknilega flókin verkefni og lært gríðarmikið á leiðinni. Við hönnum og smíðum háþróaðar tæknilausnir sem taka á erfiðustu áskorunum í viðskiptaumhverfi samtímans. Hina verðmætu sérþekkingu sem við höfum aflað okkur þannig hagnýtum við milli verkefna. Við lærum og allir njóta.

  • Upplýsingavefir

    Sumir vefir - eins og okkar - eru smíðaðir til að fræða og sannfæra. En það er ekki sama hvernig þeir eru hannaðir. Við gerum það vel.

  • Vefverslanir

    Neytendur gera kröfu um fyrsta flokks viðmót og öryggi í sínum netviðskiptum. Við þekkjum B2B og B2C vefverslanir inn og út.

  • Þjónustuvefir

    Vilja viðskiptavinir þínir afgreiða sig sjálfir? Við höfum þróað kynstrin öll af þjónustu- og sjálfsafgreiðslulausnum. Við kunnum þetta.

  • Öpp

    Við höfum komið að þróun verðlaunaappa sem hafa skapað viðskiptavinum okkar mikið samkeppnisforskot. Við stefnum hátt í öppunum.

  • Sérlausnir

    Engin stafræn áskorun er okkur framandi. Við elskum að leysa flækjur og setja saman hluti á nýjan hátt - nákvæmlega eftir þínu höfði.


Svona búum við til góðar lausnir

Nálgun okkar er einföld en markviss og hefur margsannað sig. Við smíðum okkar lausnir í náinni samvinnu við þig, skref fyrir skref, allt frá fyrsta spjalli, út allan þróunarferilinn og svo áfram með hverri ítrun lausnarinnar á eftir annarri. Við þróumst áfram með þér.

Spjall
Skilgreina
Prótótýpa
Rýna
Þróun
Útgáfa
Rekstur
Ítrun

Þétt samvinna alla leið og áfram

Við byrjum á því að kynnast - þú segir frá þér, við segjum frá okkur. Næsta skref er að skilgreina verkefnið nákvæmlega. Við höldum fjöruga hugarflugsfundi þar sem við stokkum spilin á nýtt og látum allt flakka. Þegar sameiginleg sýn er fædd er hægt að vinna prótótýpu af fullgerðum vef, sem dregur myndrænt fram allar snjöllu hugmyndirnar okkar.

Þegar sú frumútgáfa hefur farið í gegnum nálarauga allra hagsmunaaðila er vefurinn endanlega hannaður og vefarar okkar taka við keflinu. Að lokum rennur stóra stundin upp; vefurinn er gefinn út og heimurinn fær að njóta.

Á svona vegferð kvikna margar hugmyndir sem fljóta ekki endilega með í fyrstu útgáfu. Við vinnum náið með þér áfram að þróun vefsins samkvæmt óskum þínum og þörfum.

  • Ræðum saman

    Allt byrjar á kaffisopa og góðu spjalli. Við kynnumst hvert öðru og könnum grundvöll samstarfs.

  • Hugarflug og rýnivinna

    Við tökum hugarflugsfundi, veltum upp alls kyns möguleikum þar sem ekkert er heilagt.

  • Prótótýpa vísar veginn

    Hugmyndavinnan tekur á sig mynd í gerð prótótýpu. Vegferðin er teiknuð upp og afurðin skilgreind saman.

  • Útgáfa

    Að prófunum loknum komum við lausninni haganlega fyrir í því umhverfi sem við höfum skilgreint og heimurinn fær að njóta.

  • Ítrum og endurtökum

    Á vegferð sem þessari kvikna margar hugmyndir og tæknin þróast stöðugt. Við vinnum áfram saman að því að þróa vefinn.


Hvað er prótótýpa?

Prótótýpa er ferli þar sem við leysum úr flækjunni. Við skilgreinum allskonar og gerum ýmislegt skemmtilegt sem hjálpar þér við að skilja hvernig við komumst á endastað. Lesa meira

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur