Vettvangur fyrir vandláta

Þetta er Vettvangur okkar. Hér hönnum við og þróum vandaða vefi og stafrænar lausnir fyrir kröfuhörðustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við elskum að leysa stafrænar flækjur og létta líf viðskiptavina okkar í leiðinni. Vegferðina eigum við saman, áskorunin er okkar allra. Með hverjum sigri vina okkar fögnum við. Þá er gaman.

Vettvangur fyrir einfalda nálgun

Þótt við elskum flækjur þá er það af því við elskum að leysa þær. Við viljum ekki flækja hlutina meira en til þarf. Því leggjum við áherslu á náið samstarf og heiðarleg samskipti fremur en hugmyndafræðilegar bollaleggingar eða snúna aðferðarfræði.

Þaulreynd nálgun okkar er þríþætt og byggir á eftirfarandi grunnstoðum:

 1. Stöðug þróun

  Við vinnum stöðugt að því að þróa og slípa lausnir okkar til, dag eftir dag, útgáfu eftir útgáfu. Í umhverfi stöðugra tækninýjunga tryggjum við viðskiptavinum okkar hraða aðlögun og nauðsynlegar uppfærslur.

 2. Náið samstarf

  Góðar lausnir kalla á náið samstarf þar sem gengið er saman í takt að skýru markmiði. Saman skilgreinum við lokaafurðina, brjótum verkið í hæfilega áfanga og kortleggjum vegferðina sem framundan er.

 3. Skuldbinding

  Góðir hlutir gerast stundum hratt, en oftar er betra að hugsa til lengri tíma. Við viljum ná árangri með þér bæði í bráð og lengd. Árangur þinn og velgengni til lengri tíma er okkar markmið. Þegar þér gengur vel, gengur okkur vel.

Vettvangur fyrir vandað verk

Verkefni okkar eru fjölbreytt og þannig viljum við hafa þau. Eitt eiga samstarfsaðilar okkar þó sameiginlegt: Vefurinn gegnir lykilhlutverki í starfseminni, núna og í framtíðinni, og viðskiptavinir þeirra gera kröfu um framúrskarandi notendaupplifun.

Gildir það sama um þína viðskiptavini?

Vettvangur fyrir gott samstarf

Vettvangur hefur þróað metnaðarfullar stafrænar lausnir fyrir mörg af öflugustu vörumerkjum landsins. Margar þeirra hafa fengið verðlaun og enn fleiri tilnefningar - en okkur þykir alltaf vænst um að heyra ánægjuraddir viðskiptavina okkar.

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

 • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
 • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
 • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur