Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Vettvangur til góðra vefja

Alvöru góðir vefir

Hvað gerum við? Já, það er von að þú spyrjir. Í sem einföldustu máli þróum við vefi. Alvöru góða vefi. Hraðvirkar, öflugar og öruggar lausnir sem svara jafnt viðskiptalegum markmiðum þínum og viðmótslegum þörfum notenda þinna. Kerfi sem taka á verkefnum dagsins í dag en styðja við vöxt þinn og framtíðarsýn. Og það köllum við alvöru góða vefi

Hvernig förum við að því? Með því að styðjast við fjölbreytta tækni, öflug tól og þaulreyndar starfsaðferðir. Það höfum við gert til fjölda ára og kunnum því orðið vel til verka. Í raun svo vel að flestir okkar samstarfsaðila eru tilbúnir að skrifa um okkur jákvæðar umsagnir. Svo ekki trúa okkur, trúðu þeim. 

Og já, við erum tilbúin að gera það sama fyrir þig.

 

Alvöru góðir vefir

Góð nálgun

Á Vettvangi ertu laus við flöff og hugmyndafræðilegar flækjur. Við trúum á einfaldleikann. Við erum fólk sem nýtur þess að starfa með öðru fólki í krefjandi og metnaðarfullum verkefnum. Við köllum það samstarf og teljum það öruggustu leiðina til árangurs.

Stöðug þróun

Vinna við að þróa og móta árangursríkan vef er alltaf í gangi. Dag eftir dag, útgáfu eftir útgáfu. Það teljum við örugga leið til að ná árangri. Var það ekki annars planið?

Í nánu samstarfi

Í upphafi skal endinn skoða. Við skilgreinum loka afurðina, brjótum verkið niður í viðráðanlegar stærðir og kortleggjum hvernig við ætlum að komast þangað.

Til lengri tíma

Við þekkjum þig og þú þekkir okkur. Við gætum sameiginlegra hagsmuna. Þegar þér gengur vel, þá gengur okkur vel. Það er ekki flóknara en svo.

Góð verk

Verkefnin okkar eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Í því felst styrkleikinn. En öll eiga þau það þó sameiginlegt að vera unnin með það að markmiði að einfalda og bæta líf samstarfsaðila okkar og notenda þeirra. 

Verðlaunavefir

Vettvangur hefur komið að mörgum verðlauna verkefnum og enn fleiri verkefnum sem hafa verið tilnefnd til verðlauna.

Gott fólk

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem gaman er og ánægjulegt að vinna með. Við lifum og hrærumst í stafrænum heimi og jafnvel þó við séum enn ung og æskurjóð þá búum við yfir áralangri reynslu af þróun.

Góð orð