Persónuverndarstefna Vettvangs

Vettvangi er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Vettvangs kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn.

Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir eða aðrir sem eru í samskiptum við Vettvang séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

Almennt

Vettvangi er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Vettvangs kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn.

Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir eða aðrir sem eru í samskiptum við Vettvang séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Vettvangs. Einnig er viðskiptavinum veittur kostur á að kynna sér persónuverndarstefnuna áður en þeir veita persónuupplýsingar.

Ef viðskiptavinir ákveða að gefa okkur upp persónuupplýsingar eftir að hafa kynnt sér persónuverndarstefnuna okkar munum við líta svo á að viðskiptavinurinn hafi veitt samþykki sitt.

Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Ábyrgð

Vettvangur, kt. 520813-0550, ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Vettvangur, með aðsetur á Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er löglegur stjórnandi persónuupplýsinganna sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við Vettvang um meðferð persónuupplýsinga með því að senda skriflega fyrirspurn á vettvangur@vettvangur.is.

Söfnun og meðferð upplýsinga

Vettvangur safnar persónuupplýsingum svo hægt er að veita þá þjónustu sem boðið er upp á. Þær upplýsingar eru:

Upplýsingar vegna viðskipta

Vettvangur safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.

Vettvangur safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína í þrenns konar tilgangi; til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.

Vettvangur safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er hugsanlegt að Vettvangur geti ekki veitt viðkomandi aðila þjónustu.

Starfsumsóknir

Vettvangur tekur við starfsumsóknum í gegnum tölvupóst og sérstakt umsóknarferli á LinkedIn. Í gegnum LinkedIn fær Vettvangur opinberar upplýsingar sem þú hefur skráð á eigin skráningarsíðu þar, en ferlið býður einnig upp á að hengja ferilskrá við umsóknina.

Fyrirspurnir, kvartanir, ábendingar

Hægt er að hafa samband við Vettvang með fyrirspurnir og ábendingar í gegnum í síma, vef Vettvangs, LinkedIn eða Facebook síðu fyrirtækisins. Vettvangur kann að safna grunnupplýsingum um fyrirspyrjandann í slíkum tilfellum, til að geta fylgt erindi hans eftir.

Fréttabréf og markaðssamskipti

Nöfn og netföng tengiliða vegna samskipta við viðskiptavini eru geymd á Mailchimp (The Rocket Science Group LLC). Vettvangur notar þessar upplýsingar til að senda út upplýsingar og tilkynningar sem snúa að þjónustu og fréttum af starfsemi fyrirtækisins.

Vettvangur sendir ekki markpóst eða tölvupóst nema viðtakandi hafi áður veitt samþykki fyrir því. Viðtakandi átt rétt á að afturkalla samþykki sitt til slíkrar vinnslu með því að senda tölvupóst á vettvangur@vettvangur.is, eða með því að smella á hlekk til afskráningar í póstunum.

Vefur Vettvangs

Þú getur skoðað og notað vefsvæði Vettvangs án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar, þar með talið netfangið þitt. Við notum hins vegar IP-tölur notenda til að greina vandamál á vefþjónum okkar og hafa umsjón með vef okkar. Þegar þú notar vef Vettvangs verða til upplýsingar um heimsóknina. Vettvangur miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.

Vafrakökur (e. cookies) eru notaðar til að telja heimsóknir á vefinn og til að þekkja aftur fyrri notendur. Vettvangur notar vafrakökur sparlega og af ábyrgð. Notendur geta sjálfir stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim alfarið.

Vettvangur notar Google Analytics til vefmælinga. Í hvert sinn sem vefurinn er heimsóttur eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning heimsóknar, leitarorð sem notuð eru til að finna vefinn, frá hvaða vef er komið og gerð bæði vafra og stýrikerfis þess sem heimsækir vefinn.

Upplýsingarnar sem safnað er eru notaðar til að þróa og bæta vefinn svo hann verði aðgengilegri og þægilegri í notkun. Engum öðrum upplýsingum um hverja komu er safnað. Upplýsingarnar sem safnað er eru ekki tengdar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Öryggi

Vefurinn notast við svokölluð SSL skilríki. Það þýðir að öll samskipti fara fram yfir dulritað burðarlag sem gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari. SSL skilríki koma í veg fyrir að þriðji aðili komist yfir gögn. Gögnin sem flutt eru á milli skila sér þannig á öruggan og réttan máta.

Miðlun

Rík áhersla er lögð á að varsla persónuupplýsinga sé ávallt með ábyrgum hætti. Persónuupplýsingar verða ekki aðgengilegar öðrum aðilum en starfsfólki Vettvangs.

Vettvangur selur, leigir eða deilir aldrei persónuupplýsingum um þig. Við miðlum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir.

Vettvangi er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um. Vettvangur afhendir vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi.

Þér er frjálst að hafna slíkri miðlun nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum þar sem það telst nauðsynlegt til að hafa uppi eða verjast réttarkröfu. Þó er athygli þín vakin á því að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar.

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Vettvangur trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Vettvangur leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini sína.

Þriðju aðilar

Þjónusta Vettvangs og efni á heimasíðu getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem Vettvangur stjórnar ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Vettvangur mælir eindregið með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir.

Persónuverndarstefna Vettvangs nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða annarri vinnslu þeirra á persónuupplýsingum.

Verndun upplýsinga

Vettvangur leggur mikla áherslu á að vernda allar persónuupplýsingar. Vettvangur mun tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar og hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig.

Með öryggisbroti er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum síður Vettvangs á samfélagsmiðlum.

Varðveisla upplýsinga

Vettvangur reynir eftir fremsta magni að hafa persónuupplýsingar um þig nákvæmar og áreiðanlegar, og uppfærir þær eftir þörfum. Persónugreinanlegar upplýsingar sem okkur er afhentar eru varðveittar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið persónuverndarstefnu Vettvangs, nema lög krefjist eða leyfi lengri varðveislutíma. Breytingar á persónuverndarstefnu Vettvangs

Breytingar á persónuverndarstefnu Vettvangs

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Vettvangur mun tilkynna um allar breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á heimasíðu sinni og öðlast þær gildi strax við birtingu. Ný útgáfa skal auðkennnd með útgáfudegi. Þegar efnislegar breytingar eru gerðar sem kunna að hafa áhrif á réttindi þín munum við tilkynna sérstaklega um þær.



Persónuverndarstefna fyrst samþykkt 28.10.2021.

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur