Er stafræna umbreytingin framtíðartryggð? Rétta tæknin skiptir öllu.

Í einföldu máli snýst stafræn umbreyting um að flétta stafrænum lausnum inn í reksturinn til að ná meiri árangri - en í mörgum tilfellum hreinlega til að lifa af.  En er stafræna umbreytingin þín framtíðartryggð? Þar skiptir rétta tæknin sköpum.

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Covid-19 færði lagði á okkur ýmsar takmarkanir og hömlur, en opnaði á móti gríðarmikla möguleika á þróun í stafrænni tækni. Heimurinn breyttist hratt, ekki síst kröfur og væntingar neytenda og alls almennings til þjónustu í gegnum stafrænar lausnir, hjá fyrirtækjum sem stofnunum.

Stafræn umbreyting er alls staðar á dagskrá - en það er mikilvægt að veðja á réttu tæknina.

Stafræn umbreyting er óumflýjanleg

Stafræn umbreyting (e. digital transformation) er ekki tískufyrirbæri eða einkamál tæknifyrirtækja heldur forsenda fyrir lágmarks samkeppnishæfni í hvaða geira sem er í dag - og hér eftirleiðis. 

Ríki, sveitarfélög og félagasamtök um allan heim eru sömuleiðis flest á metnaðarfullri stafrænni vegferð til að bæta þjónustu og hagræða í rekstri.

En hvað felur stafræn umbreyting í sér nákvæmlega? ChatGPT gefur okkur þetta svar, lauslega þýtt:

„Stafræn umbreyting er ferli sem snýr að því að nýta stafræna tækni til að bæta og breyta í grundvallaratriðum rekstri skipulagsheilda, hvernig þau skila virði til viðskiptavina og ná markmiðum sínum. 

Hún felur í sér samþættingu stafrænna lausna, greiningu gagna, sjálfvirkni og annarra þróaðrar tæknilausna sem saman auka skilvirkni, sveigjanleika og samkeppnishæfni á öllum sviðum rekstrar sem og upplifunar viðskiptavina”

Í einföldu máli snýst stafræn umbreyting um að nýta stafrænar lausnir í rekstrinum til að ná meiri árangri - en í mörgum tilfellum hreinlega til að lifa af.

Dæmi um slíkar lausnir eru viðskiptamannakerfi, vefumsjónarkerfi, tölvupóstkerfi, bókhaldskerfi og verslunarkerfi. Þegar þessi ólíku kerfi eru tengd saman og vinna sem ein heild er hægt að umbylta rekstri til hins betra fyrir alla.

Það er markmiðið með stafrænni umbreytingu.

Stafvæðingin mikla

Mörg fyrirtæki eru komin vel á veg í stafvæðingu gagna og ferla. Stafræn umbreyting í rekstri er víðast efst á forgangslista stjórnenda. Mynd frá AndreyPopov/Canva.

Er stafræna vegferðin tryggð til framtíðar?

Það er erfitt að spá fyrir um nokkurn hlut - sérstaklega framtíðina. En ef eitthvað er að marka þróun síðustu ára er óhætt að gera ráð fyrir að hraði tækniþróunar muni aukast áfram sem og úrval sérhæfðra tæknilausna.

Þetta þýðir að lykilatriði hvað varðar stefnu í stafrænni umbreytingu er sveigjanleiki og aðlögunarhæfni gagnvart breyttum markaðsaðstæðum og nýrri tækni.

Þetta á ekki síst við svokallaðar markaðstæknilausnir (e. martech solutions). Á því sviði er mjög hröð þróun, meðal annars með margfalt öflugri tólum til gagnagreiningar og gervigreindarlausnum sem nýta stafræn gögn.

Stafræn kerfi fyrir þjónustuupplifun

Stafræn þjónustuupplifunarkerfi (e. digital experience platform, DXP hér eftir) eru safn lausna sem gera fyrirtækjum kleift að bjóða heildræna upplifun til viðskiptavina í gegnum stafræna snertifleti og lausnir eins og vefsíður, öpp, þýðingarforrit, markpóstakerfi, AI meðmælakerfi svo eitthvað sé nefnt.

Lykilatriði er að kerfin vinni saman sem eitt og bjóði heildstæða upplifun.

Tvær leiðir: Einingakerfi eða pakkalausnir

Gróflega er um tvenns konar kerfi að ræða:

 • Pakkalausnir (e. monolithic / suite solutions), eru þessi klassísku, allt-í-einum-pakka vefkerfi, sem bjóða fjölbreyttar innbyggðar lausnir til viðbótar við hefðbundna vefumsjón, eins og vöruupplýsingakerfi (PIM), markpóstakerfi og vefverslun.
 • Einingakerfi (e. composable / modular solutions) eru - eins og heitið bendir til - sett saman úr hlaðborði bestu lausna fyrir sértækar þarfir og aðstæður.

Borg siðmenningin - góð hugmynd sem var tekin of langt?

Í sumum tilvikum getur verið klók strategía og samlegðaráhrif að safna þekkingu, tólum og tækni undir einn hatt. Stemningin getur þó súrnað ef gengið er of langt. Mynd: DALL-E.

Það er tilhneiging tæknifyrirtækja sem gengur vel að víkka út þjónustuframboð sitt og/eða stækka lausnir sínar, ýmist með eigin þróun eða yfirtöku á smærri aðilum.

Þannig verða til stór kerfi og „heildarlausnir“ sem reyna að leysa sífellt fleiri verkefni hjá viðskiptavinum sínum.

Man einhver eftir Borg siðmenningunni í Star Trek? Sameiningarferli með góðan ásetning geta endað með leiðindum.

Það getur verið freistandi við vissar aðstæður að kaupa slíkar pakkalausnir og vissulega einhverjir kostir, svo sem minni vinna fyrir UT deildir og þróunarteymi - jafnvel minni kostnaður í einhverjum tilfellum.

Einingakerfi (e. modular/composable DXP) eru hins vegar, sett saman úr smáþjónustum (e. micro-services) sem tengdar eru saman með API.

Slík kerfi hafa flóknari strúktúr, sem hefur áhrif vinnu forritara og vinnuflæði notenda, þar sem viðmót er ólíkt milli lausna.

Samsett kerfi vs. pakkalausnir

Samsett einingakerfi eru safn þjónusta sem raðað er sundur og saman eins og LEGO kubbum. Í pakkalausnum - monolith kerfum - eru margar lausnir fastar saman í sömu órjúfanlegu einingunni. Mynd frá Umbraco.

10 atriði til að hafa í huga við val á DXP kerfi

Þegar val stendur um einingakerfi eða pakkalausnir þarf að líta til ýmissa atriða. Hér eru 10 slík:

 1. Hvaða tengimöguleikar eru fyrir hendi?

  Einingakerfi:

  Það sem skilgreinir einingakerfi er að þau eru sett saman úr ólíkum lausnum og því ættu slík kerfi að hafa mun meiri sveigjanleika og aðlögunarhæfni.

  Pakkalausnir:

  Yfirleitt eru einstakar þjónustur og vörur í pakkalausnum ekki þróaðar innanhúss heldur keyptar með yfirtökum eða samruna. Nýtt viðmót og flæði er svo hannað til að bjóða heildræna upplifun. Það þýðir sjaldnast að ytri tengingar séu einfaldar, þvert á móti.

 2. Hversu auðvelt er að byrja að nota?

  Einingakerfi:

  Það sem skilgreinir einingakerfi er að þau eru sett saman úr ólíkum lausnum og því ættu slík kerfi að hafa mun meiri sveigjanleika og aðlögunarhæfni.

  Pakkalausnir:

  Það getur virkað einfalt að gangsetja pakkalausn, en að þjálfa marga starfsmenn í nýju kerfi getur tekið mánuði. Breyta þarf jafnvel ferlum og skipulagi starfseininga með tilheyrandi óþægindum.

 3. Hversu notendavænt er viðmótið?

  Einingakerfi:

  Viðmót einstakra lausna í kerfinu er vissulega ólíkt, en það er þó alltaf viðmót sem tengist því sérhæfða hlutverki sem lausnin hefur og starfsmenn þekkja.

  Pakkalausnir:

  Stærsti kostur pakkalausna er samræmt viðmót og útlit innan kerfisins. Þegar færni er náð í einum hluta kerfins er yfirleitt auðvelt að læra á aðra hluta.

 4. Passar lausnin í högun innviða sem fyrir eru?

  Einingakerfi:

  Hægt er að innleiða samsett kerfi og tengja við núverandi strúktur. Yfirleitt þarf einhverja forritunarvinnu við tengingar og stundum getur verið snúið að deila gögnum milli kerfa.

  Pakkalausnir:

  Nei. Þegar ný pakkalausn er keypt þarf yfirleitt að innleiða glænýja kerfishögun sem tefur fyrir árangri sem sóst er eftir.

 5. Fylgir áhætta kerfinu?

  Einingakerfi:

  Samsettu einingakerfi fylgir minni áhætta en pakkalausn, en því getur fylgt meiri þróunarvinna. Þjónustuaðilar smærri lausna geta líka horfið af markaði þannig að leita þarf nýrra lausna.

  Pakkalausnir:

  Kostnaður við kaup og innleiðingu stórra pakkalausna getur verið mikill og innleiðing tekið marga mánuði. Stórir birgjar geta hins vegar betur ábyrgst rekstur til lengri tíma.

 6. Þjónustugeta við stóra kúnna?

  Einingakerfi:

  Stundum eru það smærri aðilar sem vinna með einingakerfi. Mikilvægt er að velja vottaða og trausta þjónustuaðila sem geta sett saman kerfi sem hentar misjöfnum þörfum.

  Pakkalausnir:

  Pakkalausnir eru oft með stærri viðskiptavini í huga, þannig að afhendingaröryggi er gott. Með stórum pakkalausnum koma hins vegar eiginleikar og virkni sem greitt er fyrir en jafnvel enginn notar í fyrirtækinu.

 7. Hversu tíðar eru uppfærslur í kerfinu?

  Einingakerfi:

  Uppfærslur geta komið hvenær sem er þar sem hver þjónustuaðili einblínir á sína eigin lausn. Opinn hugbúnað er hægt að uppfæra eftir eigin hentisemi og þróun er ekki háð þjónustuaðila.

  Pakkalausnir:

  Eiginleikar og virkni í lausninni eru skipulögð af einum aðila og ýmsar nýjungar, sem þegar eru í boði hjá sérhæfðari aðilum, getur tekið langan tíma að þróa - ef þær koma nokkurn tíma.

 8. Hver er ávinningur kerfis yfir tíma?

  Einingakerfi:

  Samsett kerfi geta haft áhrif á reksturinn mikið fyrr en pakkalausnir. Þróun er hraðari og er ekki innbyrðis háð milli lausna. Þannig er hægt að hanna samsett kerfi sem hentar nákvæmlega markmiðum í rekstri eins og þau þróast yfir tíma.

  Pakkalausnir:

  Innleiðing og þjálfun getur tekið marga mánuði. Þegar lausnin hefur verið innleidd að fullu er möguleiki að ná fram ávinningi í formi kostnaðar, skilvirkni og vaxtar.

 9. Hver er kostnaður á móti ávinningi?

  Einingakerfi:

  Kostnaður er yfirleitt lægri þar sem aðeins er greitt fyrir þjónustur sem raunverulega eru í notkun og nýtast í rekstrinum eins og hann er í dag. Kostnaður við að skipta út lausnum er yfirleitt líka lágur eða enginn.

  Pakkalausnir:

  Pakkalausnir eru oft dýrar, en stórir þjónustupakkar þó geta falið í sér hagstæð kjör. Kostnaður við að skipta getur verið svo hár að stærri fyrirtæki velja að nota áfram óhagkvæm og úrelt kerfi. Lausnir sem fylgja með „í pakkanum“ en þú notar ekki keyra einnig upp kostnað.

 10. Hversu örugg er lausnin heilt yfir?

  Einingakerfi:

  Hægt er að uppfæra öryggisviðbætur óháð þróun í vörunni sjálfri og án þess að það hafi áhrif á aðrar lausnir innan kerfisins.

  Pakkalausnir:

  Öryggisuppfærslur eru í umsjá stórra, sérhæfra deilda sem vaka stöðugt yfir göllum og veikleikum. En ef öryggisgalli uppgötvast getur það haft áhrif á allt kerfið, ekki bara hluta þess.

Hver er þá niðurstaðan?

Það sama hentar ekki öllum, aðstæður fyrirtækja og stofnana eru misjafnar. 

Veldu einingakerfi ef þú:

 • kýst lágan stofnkostnað
 • vilt nýta kerfi og lausnir sem þegar eru í notkun og starfsmenn þekkja
 • þarft sveigjanleika og skalanleika eftir því sem starfsemin þróast
 • vilt kerfi sem fljótlegt er að innleiða og virkja
 • vilt leysa fljótt og vel skilgreind markmið í rekstrinum

Veldu pakkalausn ef þú:

 • hefur ríflegt fjármagn í stofnkostnað
 • þarft heildstætt kerfi sem verður grunnur fyrir stafræna framtíð þína
 • hefur litlar áhyggjur af því að læsast í stóru kerfi sem erfitt gæti verið að komast úr
 • þarft nauðsynlega úrval lausna sem deila með sér gögnum, sama viðmóti og vinnuflæði fyrir notendur

Samantekið má segja að samsett kerfi henti þeim sem leggja áherslu á sveigjanleika og óvissa framtíðarþróun. Pakkalausnir gætu hentað betur mjög stórum fyrirtækjum í stöðugu umhverfi, þar sem hröð þróun í stafrænni tækni hefur ekki úrslitaáhrif.

Spurningin eru þó alltaf þessi: Hvaða starfsemi verður ósnert af stafrænni umbreytingu eftir 5 eða 10 ár? Líklega engin.

Hvað býður Umbraco fyrir stafræna framtíð?

Umbraco býður fyrirtækjum og stofnunum opið (e. open-source) og endurgjaldslaust vefumsjónarkerfi, sem byggir á .NET tækni Microsoft. 

Rauður þráður í vörustefnu Umbraco er að bjóða samsetta DXP einingalausn sem er sérstaklega ætluð þeim sem eiga allt undir samkeppnishæfni á stafrænum miðlum - þar sem stafræn umbreyting er í forgrunni.

Í Umbraco er mjög auðvelt er að tengja við hvers kyns lausnir þriðju aðila, hvort sem um er að ræða ólíka hausa eins og öpp eða vefverslanir, eða markaðslausnir eins og markpóstakerfi, þýðingarlausnir eða AI meðmælakerfi. 

Þetta er algjört lykilatriði hjá Umbraco og skýrir að miklu leyti velgengni og vinsældir kerfisins undanfarin ár. Með hinu opna kerfi Umbraco er stafræn umbreyting tryggð til óvissrar framtíðar.

Virðisloforð Umbraco má einmitt orða svo: „Við veitum þér frelsi til að hanna það upplifunarkerfi sem best hentar þínum viðskiptaþörfum hverju sinni“. Þarfirnar breytast með væntingum notenda og nýrri tækni sem stöðugt kemur fram.

Umbraco er líka mjög stöðugt og öruggt, enda byggir það á hinni öflugu .NET tækni frá Microsoft. .NET þekkja margir forritarar og geta hafist strax handa við þróun og breytingar, þótt nýir séu í starfi.

Umbraco er hannað til að tengja

Viðmót í Umbraco vefumsjónarkerfinu. Umbraco byggir á .NET tækni Microsoft og er hannað með tengimöguleika við lausnir 3ju aðila í huga, sem skiptir öllu máli í samsettu DXP kerfi.

Umbraco - leynivopnið í stafrænni umbreytingu

Það sem nútímafyrirtæki þurfa til að standast hraðar breytingar á markaði er markaðstæknistakkur sem heldur öllum hurðum opnum og auðvelt er að stokka upp eftir því sem aðstæður breytast.

Til að tryggja árangursríka stafræna umbreytingu, sem felur í sér nauðsynlega aðlögunarhæfni, þróunarmöguleika til framtíðar, öryggi og stuðning eru lausnir eins og Umbraco lífsnauðsynlegar. 

Eftir því sem þarfir fyrirtækis þíns breytast eru kerfi eins og Umbraco lykiltæki í sókninni áfram og vegvísir áfram inn óvissa og síbreytilega stafræna framtíð.

 

Lestu meira um stafræna umbreytingu og Umbraco:

Stafræn umbreyting: Tækifæri og áskoranir 2024

Umbraco er fyrsta val á Vettvangi

 

Hans Júlíus Þórðarson

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

 • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
 • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
 • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur