Umbraco er fyrsta val á Vettvangi

Til eru fjölmörg vefumsjónarkerfi, sem öll hafa sín sérkenni, styrkleika og veikleika. Forritarar Vettvangs hafa reynslu af flestum vefumsjónarkerfum á markaði, en fyrsta val Vettvangs við smíði á nýjum lausnum er langoftast Umbraco.

Af hverju velur Vettvangur Umbraco fyrir viðskiptavini sína, sem er þó ekki endilega meðal þekktustu vefumsjónarkerfa á markaðnum? Könnum málið.

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Umbraco?

Til eru fjölmörg vefumsjónarkerfi, sem öll hafa sín sérkenni, styrkleika og veikleika. Sum eru fremur ætluð einyrkjum eða byrjendum sem þurfa aðeins einfalda upplýsingasíðu og vilja geta sett hana upp sjálfir. Wix er gott dæmi um þau. 

Önnur eru sérhæfð fyrir netverslanir eins og Shopify og Magento. Algengasta umsjónarkerfið er þó Wordpress, enda vinsælt meðal bloggara og smæstu fyrirtækja, þar sem fjöldi vefsíðna er mestur.

Forritarar Vettvangs hafa reynslu af öllum þessum lausnum, en fyrsta val Vettvangs við smíði á nýjum lausnum er langoftast Umbraco.

Af hverju velur Vettvangur Umbraco fyrir viðskiptavini sína, sem er þó ekki endilega meðal þekktustu vefumsjónarkerfa á markaðnum?

Stutt kynningarmyndband um Umbraco

Umbraco er opið (e. open-source) vefumsjónarkerfi sem gerir mögulegt að smíða vefi, öpp eða aðrar veflausnir nákvæmlega eftir þörfum hverju sinni. Þar sem kerfið er opið er það ókeypis til niðurhals og notkunar hverjum sem er og án leyfisgjalda. 

Vettvangur hefur mikla reynslu og sérhæfingu í Umbraco, sem er eitt öflugasta vefkerfi sem völ er á. Kerfið er opið, einfalt og heldur utan um margar af stærstu og vinsælustu vefsíðum í heimi. 

Umbraco var þróað í Danmörku og eru höfuðstöðvarnar enn í dag í Óðinsvéum þar sem kerfið er þróað stöðugt áfram. Nú vinna einnig þúsundir forritara um allan heim í kerfinu, meðal annars á Íslandi.

Hreinn strigi fyrir meistaraverkið

Umbraco aðgreinir sig frá flestum öðrum stórum vefkerfum að því leyti að það er ekki yfirhlaðið af fyrirfram skilgreindri virkni og er í raun frekar tómlegt þegar smíði hefst á nýjum vef.  Við byrjum alltaf með hreint blað. 

Þetta er reyndar einn helsti styrkleikur Umbraco. 

Máttur Umbraco kemur einmitt betur í ljós eftir því sem meiri vinna er lögð í kerfið. Þegar smíði á nýrri lausn hefst kemur fljótt í ljós að það er hannað með þarfir forritara í huga, ekki hins venjulega vefumsjónaraðila. 

Kerfið er viljandi hannað þannig að ýmsir eiginleikar eru ekki til staðar sem finna má í dæmigerðu vefumsjónarkerfi - af því gert er ráð fyrir að hver smíðuð lausn búi aðeins yfir þeirri virkni og eiginleikum sem óskað er eftir til þæginda og einföldunar fyrir endanlegan notanda.

Virkni kerfisins er klæðskerasaumuð í hvert sinn. 

Þessi eiginleiki gerir það að verkum að hver vefur er algerlega einstakur og sérsniðinn að þörfum og kröfum hverju sinni. Afurðin er því ávallt kerfi sem viðskiptavinurinn þekkir, kann á og finnst þægilegt að nota.

Í nákvæmlega þessu liggur sérstaða Umbraco: Kerfið er fullkomlega sveigjanlegt og sett upp nákvæmlega eins og verkefnin kalla á í hverju tilfelli.

Veldu vefviðmót eftir þörfum

Ein sérstaða Umbraco felst í því að þér er frjálst að nota hvaða haus eða framendalausn sem þú kýst, sem tengd er við kerfið með API.

Með „hauslausri“ nálgun geturðu stýrt efni þínu miðlægt yfir margs konar hausa. Þannig geturðu til dæmis uppfært upplýsingar og efni miðlægt fyrir app, vef og vefverslun úr sama vefumsjónartólinu.

Hvenær sem er er svo hægt að bæta við fleiri viðmótum eða framendalausnum, sem verður sífellt mikilvægara í heildrænni upplifun viðskiptavina (e. omni-channel experience).

Öruggar og öflugar tengingar

Öruggar og öflugar tengingar

API högun Umbraco er þannig smíðuð að auðvelt er að víkka hana út. Þegar búið er að setja upp API er einfalt að tengja saman önnur kerfi þín og lausnir, hvort sem það eru snjallsímaöpp, CRM kerfi eða tölvupóstskerfi. 

Umbraco var reyndar þróað upphaflega einmitt með þetta að markmiði.

Einföld efnisumsjón er einn helsti styrkleiki Umbraco

Framúrskarandi efnisstjórnun

Markmið Umbraco er alltaf að gera lífið léttara, sérstaklega fyrir ritstjóra. Efnisumsjón í kerfinu er sérlega sveigjanleg og notendavæn sem auðvelda mjög birtingu hvers kyns efni; allt frá bloggfærslum til lendingarsíða netherferða.

  1. Forskoðun fyrir öll tæki

    Það er mjög mikilvægt að veflausnir birtist rétt í öllum tækjum. Í Umbraco er mjög einfalt og þægilegt að skoða nákvæmlega jafnóðum hvernig efnið muni birtast notendum í ólíkum tækjum.

  2. Birtu efnið þegar þér hentar

    Umbraco auðveldar tímasetningu birtingar efnis, sem getur verið þægilegt til dæmis þegar farið er í frí eða unnið á ólíkum tímasvæðum. Einnig er hægt að tímasetja hvenær efni skuli tekið úr birtingu. Skrifaðu drög og birtu síðar.

  3. Mörg tungumál er engin fyrirstaða

    Alþjóðleg fyrirtæki þurfa oft að birta efni á mörgum málum, en margir íslenskir aðilar kjósa að birta efni sitt á íslensku, ensku og pólsku. Umbraco gerir vefstjórum auðvelt að halda utan um allar útgáfur í sama útgáfuverkefninu, sem gerir það auðvelt að hafa uppfæra og hafa yfirsýn yfir efni á öllum tungum.

  4. Allt birt efni er geymt

    Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að efni sem þú hefur birt týnist eða glatist. Allt birt efni er skráð í útgáfuröð, þannig að hægt er að fletta aftur í tímann í nokkurs konar tímavél og velja þá útgáfu sem þú vilt til að nota aftur eða breyta. Ekkert efni tapast.

  5. Þægilegt skipulag myndefnis

    Skipulag myndefnis er mjög þægilegt. Hægt er að hlaða upp efni á ýmiss konar sniði og auðvelt er að búa til möppur til að halda skipulega utan um efnið.

Vinnsla með myndefni er einföld

Skipulag myndefnis er mjög þægilegt. Hægt er að hlaða upp ýmiss konar efnissniðum og auðvelt er að búa til möppur til að halda skipulega utan um efnið.

Byggir á .NET tækni Microsoft

Einn helsti styrkleiki Umbraco er tæknileg geta þess en kerfið byggir á .NET tækni Microsoft. Það hentar því vel þar sem gerðar eru miklar kröfur um sveigjanleika, skalanleika og stöðugleika. Af sömu ástæðum þykir Umbraco sérlega öruggt.

Kerfið hentar jafnframt vel til samþættingar við önnur kerfi s.s. Microsoft Sharepoint, Microsoft Navision, SalesForce eða DK. 

Af þessum sökum er Umbraco vinsælasta vefumsjónarkerfi sem byggir á Microsoft tæknistakknum.

Við vissum frá upphafi að það þýddi ekkert að bjóða okkur staðlaða vefverslunarlausn. Við erum með viðskiptavini með mjög ólíkar þarfir og við vildum þess vegna hafa þann kost að geta aðlagað og þróað lausnina áfram að okkar aðstæðum, en ekki vera föst í einhverju boxi.

Hallur Húmi Blumenstein

Tæknistjóri Tandurs hf.

Hverjir nota Umbraco?

Umbraco er í notkun hjá yfir 730 þúsund fyrirtækjum og stofnunum í dag um allan heim. Hið vinsamlega og virka samfélag Umbraco notenda, sem deilir þekkingu og veitir aðstoð, telur yfir 220 þúsund manns.

Umbraco fyrir þá kröfuhörðustu

Mörg af stærstu og þekktustu vörumerkjum heims velja Umbraco fyrir veflausnir sínar. Meðal þeirra má nefna ólíka aðila eins og

..og íslensk fyrir tæki veðja líka á Umbraco:

Umbraco fyrir opinbera geirann

Umbraco er mikið notað af opinberum aðilum, stórum og smáum, um allan heim. Meðal fjölbreyttra alþjóðlegra, opinberra aðila má nefna,

En leiðandi stofnanir og ríkisfyrirtæki meðal viðskiptavina Vettvangs hafa einnig valið Umbraco, eins og

..og félagasamtök eins og 

 

Stefna stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað

Krafan um hagkvæmni og frelsi vefkerfa verður ætíð háværari.

Í stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað sem samþykkt var í ríkisstjórn Íslands í mars 2008 kemur meðal annars fram að “leitast verði við að velja hugbúnað sem byggi á opnum stöðlum” og að “stefnt verði að því að opinberir aðilar verði ekki of háðir einstökum hugbúnaðarframleiðendum og þjónustuaðilum”.

Með vali á Umbraco er stafrænt frelsi tryggt. Notkun Umbraco er auk þess gjaldfrjáls öllum og aðeins er greitt fyrir það viðbótarvirði sem fagstuðningur og verkfæri veita, allt eftir þínum þörfum.

Þetta frelsi veitir þjónustuaðilum vissulega mikið og jákvætt aðhald til að veita sem allra bestu þjónustu, enda er tiltöluega einfalt að skipta um þjónustuaðila.

 

Vettvangur er samstarfsaðili Umbraco

Vettvangur hefur sett upp tugi veflausna í Umbraco síðustu ár og hefur í leiðinni öðlast mikla reynslu og sérhæfingu í kerfinu.

Vettvangur er skráður samstarfsaðili Umbraco („Registered Umbraco Partner“) og höfum við nú á að skipa fjórum vottuðum Umbraco sérfræðingum. 

 

Viltu vita enn meira um Umbraco?

Á yfirlitssíðu Umbraco má finna ítarlegri upplýsingar um allt sem fjallað er um hér að ofan og miklu meira til:

Discover the features of Umbraco

Lestu áfram: CMS skorkort: Svona velurðu rétta vefumsjónarkerfið

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur