Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Þinn Vettvangur til góðra vefja

Við höfum verið þeirrar ánægju aðnjótandi að eiga traust og náið samstarf um marga af metnaðarfyllstu vefjum landsins. Við nálgumst hvert verkefni með langtímasamstarf í huga og viljum samstarfsaðilum okkar vel — núna og í framtíðinni.

 • Domino’s

  Með nýtingu stafrænnar tækni til fulls hefur Domino’s náð árangri á netinu sem flestir geta aðeins leyft sér að dreyma um. Félagið hefur náð undraverðum árangri í sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla sem leysa síendurtekin og tímafrek verkefni, aftur og aftur.

  Nánar um verkefnið
 • 66°Norður

  Vettvangur, 66°Norður og ráðgjafar tóku höndum saman um að renna styrkari stoðum undir lausnir félagsins sem hafa, líkt og viðskipti á vefnum, margfaldast í umfangi seinustu misseri.

  Nánar um verkefnið
 • Epli

  Skakkiturn er dreifingaraðili Apple á Íslandi og starfar því bæði á smá-og heildsölu markaði. Félagið rekur tvær verslanir ásamt því að hald úti öflugri stafrænni verslun og þjónustuumhverfi þar sem  viðskiptavinir geta gengið frá kaupum eða sótt þjónustu á öruggan og þægilegan hátt.

  Nánar um verkefnið
 • Mín líðan

  Með því að nýta veftækni hefur Mín líðan getað boðið notendum sínum árangursrík meðferðarúrræði á netinu. Eina sem notandi þarf er tölva eða snjalltæki tengt neti. Hægt er að hefja meðferð strax og sinna henni hvar og hvenær sem er. Verkefnið er unnið í samstarfi við Velferðaráðuneytið og Embætti Landlæknis.

  Nánar um verkefnið
 • Innnes er ein stærsta heildverslun á Íslandi með matvörur. Innnes vildu stórbæta þjónustu við viðskiptavini og gera þeim kleift að eiga nær öll samskipti við félagið í gegnum stafrænar lausnir. Við tókum slaginn með Innnes og höfum saman þróað vandlega samþætta verslunar-og þjónustulausn sem svarar kallinu.

  Nánar um verkefnið
 • Sjóvá

  Viðskiptavinir Sjóvár nýta sér vef félagsins í auknum mæli ár frá ári. Hvort sem þeir eru að fylla út tjónaskýrslur, ráðstafa Stofnendurgreiðslum eða leita tilboða eða ráðgjafar. Vefurinn er orðinn einn stærsti þátturinn í daglegum rekstri og einn mikilvægasti snertipunktur félagsins við viðskiptavini.

  Nánar um verkefnið
 • Marel

  Marel hefur skapað sér gott orðspor á heimsvísu fyrir nýsköpun og framúrskarandi vöruþróun. Þróun á nýjum alþjóðlegum vef félagsins var fyrsti áfangi í metnaðarfullri stafrænni vegferð sem ætlað er að auðvelda líf starfsmanna og viðskiptavina nær og fjær.

  Nánar um verkefnið
 • Bjarg er óhagnaðardrifið félag um rekstur og leigu þúsunda heimila um land allt. Við tókum höndum saman um þróun á umhverfi þar sem markmiðið var að gera flókna ferla einfalda með góðu samspili notendamiðaðrar hönnunar og framsækinnar tækni.

  Nánar um verkefnið
 • Eimskip

  Eimskipafélag Íslands og Vettvangur tóku höndum saman um að þróa heildstæðar lausnir sem virka í kviku alþjóðlegu umhverfi. Fókusinn var settur á sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu notenda en jafnframt var gengið úr skugga um að félagið hefði sveigjanleika til staðfærslu á mismunandi markaðssvæðum.

 • VR

  VR er stærsta stéttarfélag á landinu og í gegnum árin hefur mikilvægi vef félagsins farið vaxandi. Nú er það svo að hann er mikilvægasti einstaki snertipunktur VR við félagsmenn sína. Á vefnum er að finna hafsjó af upplýsingum sem varða starfsemina en á mínum síðum félagsins geta félagsmenn, á einfaldan og öruggan hátt, sinnt öllum helstu erindum við félagið.

 • Heilsuvera

  Í samstarfi við Heilsugæsluna höfum við útfært nýjar leiðir í heilbrigðisþjónustu. Vefur Heilsuveru er sá fyrsti á Íslandi sem bíður heilbrigðisþjónustu í gegnum vefviðmót með netspjalli. Jafnframt tengist vefurinn innri Heilsuveru, upplýsingagátt heilbrigðisþjónustunar, þar sem notendur geta sótt upplýsingar úr sjúkraskrá o.fl.

 • Hreyfing

  Straumlínulögun á viðskiptum og þjónustu með bætta upplifun viðskiptavina að markmiði, saman höfum við styrkt alla helstu stafrænu vöðvahópa Hreyfingar!

 • HS Veitur

  HS Veitur er þjónustufyrirtæki sem annast dreifingu á vatni og raforku til tugþúsunda viðskiptavina. Í góðu samstarfi höfum við útfært lausnir sem eru vandlega samþættar við fyrirliggjandi kerfi, notendum og starfsmönnum til mikillar einföldunar.

 • ASÍ

  Vefurasi.is

  Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er stærsta hreyfing launafólks á Íslandi. Vefurinn var kominn til ára sinna og rík krafa uppi um nútímalegri, einfaldari og aðgengilegri vef.

Af teikniborðinu

Það sem við erum að vinna í

Verðlaunavefir

Vettvangur hefur komið að mörgum verðlauna verkefnum og enn fleiri verkefnum sem hafa verið tilnefnd til verðlauna.

Hafðu samband

Eigum við að rýna og ræða? Vinna við að þróa árangursríkan vef hefst alltaf á góðu spjalli. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Elmar Gunnarssonframkvæmdastjóri Vettvangs