CMS skorkort: Svona velurðu rétta vefumsjónarkerfið

Vefumsjónarkerfi eru fjölmörg og hafa ólíka eiginleika, enda eru þarfir notenda mjög misjafnar. Það getur því verið flókið að velja rétta vefumsjónarkerfið sem hentar nákvæmlega þínum aðstæðum, en það eru þó leiðir til að nálgast hlutlægt og faglegt mat.

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Svona velurðu besta vefumsjónarkerfið fyrir þig

Vefumsjónarkerfi eru fjölmörg og hafa ólíka eiginleika, enda eru þarfir notenda mjög misjafnar. Það getur því verið flókið að velja rétta vefumsjónarkerfið sem hentar nákvæmlega þínum aðstæðum, en það eru þó leiðir til að nálgast hlutlægt og faglegt mat.

Ein þeirra er að nota skorkort þar sem eiginleikar og kostir nokkurra kerfa eru vegnir saman. Kortið gefur svo hverju kerfi einkunn miðað við gefnar forsendur.

Það er ekkert leyndarmál að Vettvangur hefur mikla sérhæfingu í Umbraco og mælir með því við flesta nýja viðskiptavini, en það hentar ekki endilega öllum. Best er að gera eigin úttekt til að komast að réttri niðurstöðu.

Hér kynnum við skorkort sem hjálpar þér við valið. Skorkortið er á „Google sheets“ formati og er ritvarið þannig að nauðsynlegt að afrita það á eigin svæði (Skrá ➝ Taka afrit).

CMS skorkort

Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú notar kortið:

Flokkaðu og raðaðu þörfum þínum og kröfum

Þetta kann að virðast augljóst er það er mikilvægt að skilgreina og flokka hvaða eiginleikar vefumsjónarkerfisins skipta þig mestu máli.

Í ofangreindu skorkorti eru skilgreindar eiginleikar á dálki A sem eiga við mörg fyrirtæki og stofnanir, en ekki endilega þitt. Farðu vel yfir þá með þínu teymi og skiptu þeim út sem ekki eiga við ykkar þarfir.

Þegar eiginleikarnir liggja fyrir er næsta skref að gefa þeim vægi frá 1-10 (þar sem 10 er mikilvægast). Það er mikilvægt að hugsa þennan þátt vel. Vægið er fært í dálk B í sniðinu.

Skorkort auðvelda samanburð

Skorkort sem þetta geta auðveldað samanburð á nokkrum lausnum með því að reikna út vegið skor sem byggir á þínum áherslum og þörfum.

Veldu vefumsjónarkerfi til að bera saman

Þegar þarfagreining og mikilvægustu eiginleikar til skoðunar liggja fyrir er næsta skref að velja kerfi til að bera saman. Þetta er hægara sagt er gert, þar sem úr mörgum kerfum er að velja.

Meðal algengra kerfa á Íslandi sem annars staðar má nefna Drupal, Sitecore, Wordpress og Umbraco. En þau eru miklu fleiri.

Ein leið gæti verið að hafa samband við helstu vefstofur markaðnum og kanna hvaða kerfum þær sérhæfa sig í eða mæla með fyrir fyrirtæki eins og þitt. Önnur leið er að finna yfirlit og umsagnir yfir helstu kerfi, t.d. á www.g2.com.

Kannski þarftu ekki að bera saman fjögur kerfi eins og stillt er upp hér í sniðinu. Ef til vill snýst valið um einungis tvö kerfi - þá er vinnan einfaldlega minni fyrir vikið.

Prófaðu hvert kerfi og gefðu því einkunn

Síðasta skrefið og þar sem mesta vinnan liggur, er að prófa hvert kerfi fyrir sig og gefa því einkunn fyrir hvern eiginleika eða matsbreytu.

Það fer þó eftir því hvaða kerfi þú velur til skoðunar hvaða möguleika þú hefur á ókeypis prófunum. Opinn hugbúnað eins og Umbraco er einfalt og ókeypis að hlaða niður og prófa, en fyrir önnur kerfi þarf stundum að skrá sig sem nýjan notanda fyrir prufuaðgang.

Þegar þú hefur prófað öll kerfin og gefið þeim einkunn fyrir allar matsbreytur gefur sniðið þér vegið lokaskor, sem auðveldar vonandi valið að besta kerfinu fyrir þig (athugið að aðeins eru settar einkunnir í bláu línurnar, hinar eru til að lista upp eiginleika til að hafa til hliðsjónar).

Sérfræðingar Vettvangs eru alltaf til reiðu að svara öllum spurningum um Umbraco og samanburð við önnur vefumsjónarkerfi.

Gangi þér vel! 

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur