Mín líðan - verkefnasaga
Með því að nýta veftækni hefur Mín líðan - Sálfræðingar getað boðið notendum sínum árangursrík meðferðarúrræði á netinu. Það eina sem notandinn þarf er tölva eða snjalltæki tengt neti. Hægt er að hefja meðferð strax og sinna henni hvar og hvenær sem er. Verkefnið er unnið í samstarfi við velferðarráðuneytið og landlæknisembættið.
Veftæknin bætir líðan og róar hugann
Með því að nýta veftækni hefur Mín líðan getað boðið notendum sínum árangursrík meðferðarúrræði á netinu. Það eina sem notandinn þarf er tölva eða snjalltæki tengt neti.
Hægt er að hefja meðferð strax og sinna henni hvar og hvenær sem er. Verkefnið er unnið í samstarfi við velferðarráðuneytið og landlæknisembættið.
Úrræði við þunglyndi og félagskvíða
Báðum meðferðarleiðum er skipt upp í 10 tíma sem innihalda fræðslu, verkefni og æfingar þar sem skjólstæðingur lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig eigi að beita þeim í daglegu lífi.
Sálfræðingur gefur endurgjöf á verkefni skjólstæðings auk þess að vera honum alltaf til halds og trausts í gegnum samskiptasvæði vefsins.

Ýmsar tegundir meðferða
Ef þú ert með depurðareinkenni gæti þunglyndismeðferð átt erindi við þig. Í meðferðinni lærir þú að draga úr neikvæðum hugsunarhætti og auka virkni í daglegu lífi. Markmiðið er að þú náir tökum á eigin líðan.

Er ég með einkenni?
Áður en notandi hefur meðferð getur hann framkvæmt mat á einkennum. Notandi svarar þannig stöðluðum spurningalista sem gefur vísbendingar um hvort einkenni þunglyndis eða kvíða séu til staðar. Séu einkenni til staðar getur notandi skráð sig í frían prufutíma.

Frítt að prófa - ávinningur fyrir alla
Það er gott að leyfa notendum að prófa vöruna áður en þeir taka kaupákvörðun. Þannig vita þeir nákvæmlega að hverju þeir ganga. Stjórnendur kerfisins fá jafnframt verðmætar markaðslegar upplýsingar um áhugasama kaupendur að kerfinu sem þeir geta fylgt eftir.

Virk endurgjöf á æfingar og verkefni
Skjólstæðingar vinna bæði æfingar og verkefni meðan á meðferð stendur. Æfingar eru oftast gagnvirkar og skila skjólstæðingi sjálfvirkri endurgjöf. Sálfræðingur veitir hins vegar endurgjöf á verkefni og er skjólstæðingi til stuðnings í gegnum ferlið.
Ennfremur sendir kerfið skjólstæðingi sjálfvirkar áminningar og hvatningu hafi notkun greinst mjög lítil.

Samskipti við sálfræðing
Sálfræðingur er skjólstæðingi ávallt innan handa í gegnum kerfið. Hann getur sent sálfræðingi skilaboð í gegnum spjallið á meðan á meðferð stendur og þannig fengið þá aðstoð og stuðning sem hentar.
Öryggið á oddinn
Við þróun vefsins var sérstök áhersla lögð á öryggismál. Vefurinn er unninn og rekinn undir handleiðslu okkar helsta sérfræðings í öryggismálum. Vefurinn hefur enda fengið jákvæða úttekt hjá helstu öryggissérfræðingum landsins auk þess að hafa fengið samþykki embættis landlæknis til reksturs.
Rafræn auðkenning
Rafræn skilríki eru tveggja þátta auðkenning sem notuð er í hinum stafræna heimi til auðkenningar á notendum.
Öflugar vafravarnirnar
Við beitum margþættum lausnum til að verjast XSS árásum. Einnig hámörkum við öryggi við HTTPS samskipti, takmörkum dulkóðunaralgrímin í boði og stillum HSTS hausa af kostgæfni.
Stöðug dulkóðun
Við notumst við öflugustu útfærslu af gagnagrunnsdulkóðun fyrir MSSQL til þess að tryggja að gögn séu bæði dulkóðuð á diski og þegar þau eru lesin í minni.
Sértæk hýsing
Vefurinn er rekinn á eigin sýndarþjóni í öruggu og ISO27001 vottuðu umhverfi í hýsingarsal Þekkingar.
Gagnaöryggisstefna
Starfsmenn vefsins hafa sett upp og framfylgja öflugri gagnaöryggisstefnu.
Vefkerfi ársins 2018
Kerfið hlaut íslensku vefverðlaunin 2018 og er jafnframt fyrsta lausn sinnar tegundar sem fær leyfi til rekstur frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Við erum bæði stolt og ánægð að hafa tekið þátt í slíku brautryðjandaverkefni.
Frá upphafi hefur Vettvangur verið órjúfanlegur hluti af okkar litla fyrirtæki
"Þegar Mín líðan var enn bara hugmynd þá óraði okkur ekki fyrir hversu stórt og krefjandi verkefnið yrði fyrir vefstofuna sem tæki það að sér. Að færa sálfræðimeðferð úr hefðbundinni samtalsmeðferð og nær alfarið á veraldarvefinn reyndist vera mun stærri og flóknari vegferð en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi.
Við hittum margar vefstofur, forritara og hönnuði og fundum aldrei neinn sem skildi almennilega okkar þarfir. Þegar við loksins hittum teymið hjá Vettvangi þá small eitthvað frá fyrsta fundi og við fundum strax að við yrðum í góðum höndum. Vafalaust væri Mín líðan enn bara hugmynd ef við hefðum ekki gerst svo heppin að fá ábendingu um Vettvang vefstofu.
Frá upphafi hefur Vettvangur ekki bara verið samstarfsaðili okkar heldur órjúfanlegur hluti af okkar litla fyrirtæki og það skín í gegn í allri þeirra vinnu að þeir líta samstarfið sömu augum og við. Þjónustan er persónuleg og fylgir Vettvangur þörfum viðskiptavina sinna."
Sveinn Óskar & Tanja Dögg, stofnendur Mín líðan.

Elmar Gunnarsson
Viðskipti og ráðgjöf
Viltu kíkja í spjall?
Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.