Innnes - verkefnasaga

Innnes er ein stærsta heildverslun á Íslandi með matvörur. Innnes vildi stórbæta þjónustu við viðskiptavini og gera þeim kleift að eiga nær öll samskipti við fyrirtækið í gegnum stafrænar lausnir. Við tókum slaginn með Innnes og höfum saman þróað vandlega samþætta verslunar-og þjónustulausn sem svarar kallinu. 

Elmar Gunnarsson

Elmar Gunnarsson

Framkvæmdastjóri Vettvangs

elmar@vettvangur.is

Færri handtök með aukinni sjálfvirkni

Innnes er ein stærsta heildverslun á Íslandi með matvörur. Innnes vildi stórbæta þjónustu við viðskiptavini og gera þeim kleift að eiga nær öll samskipti við fyrirtækið í gegnum stafrænar lausnir.

Við tókum slaginn með Innnes og höfum saman þróað vandlega samþætta verslunar-og þjónustulausn sem svarar kallinu. 

Fullkomlega sjálfvirkt

Með öflugri, sjálfvirkri samþættingu við Dynamic AX er byggt upp vörutré með birgðum nokkrum sinnum á sólarhring. Við birtum auðkenndum notendum á öruggan hátt viðskiptagögn frá sama kerfi. 

Þannig hafa notendur aðgang að vörulistanum í heild sinni á sínum forskilgreindum viðskiptakjörum. Einnig hafa þeir yfirlit reikninga, yfirlit eldri pantana og fleira sem einfaldar líf þeirra. 

Vörumyndir og upplýsingar koma frá þriðja kerfinu, DataDwell. Þessi gögn eru pöruð sjálfvirkt við gögnin úr AX svo úr verður heildstæð vefverslun. 

Með þessu stórlega fækkum við handtökum og einföldum líf notenda til muna.

Flóknir hlutir gerðir einfaldir

Með sjálfvirknina að vopni sendum við pöntunina beina leið í samantekt á lager á aðeins örfáum millisekúndum. Þaðan fer pöntunin beint út í bíl til flutnings - einfalt og þægilegt.

Ítarleg greiningarvinna

Í upphafi verkefnisins var unnin ítarleg undirbúningsvinna með Innnes þar sem þarfir voru greindar, kerfið teiknað upp og verkefninu skipt í áfanga. Mikil vinna var lögð í að flokka og skilgreina vörutré svo upplifun notenda af kerfinu yrði sem best.

Hönnun er notendamiðuð, stílhrein og aðgengileg og er ætlað að auðvelda notendum lífið - ekki flækja það.

Einfaldleikinn í fyrirrúmi

Einfaldleikinn var hafður í fyrirrúmi við hönnun vefsins. Valmyndin var hugsuð með þá vöruflokka sem mest eru skoðaðir á vefnum í huga og eru þeir alltaf nálægir notendanum.

Vöruspjaldið

Vöruspjaldið heldur utan um allar upplýsingar tengdar vörunni. Þar má finna bæði listaverð og reiknuð afsláttarverð til viðskiptavina, upplýsingar um magn í kassa og kassaverð. Vöruspjaldið birtir jafnframt tæknilegar upplýsingar, svo sem innihaldslýsingar og ofnæmisvalda og fleira sem flutt er úr þriðja kerfi.

Gríðaröflug leit

Við skrifuðum gríðarlega öfluga leitarvél sem fer í gegnum hvern krók og kima vefsins. Við vissum að notendur þurfa oft og tíðum að geta unnið sínar pantanir á miklum hraða og því gerum við þeim kleift að bæta vörum beint í körfu úr leitinni.

Endurnýting pöntunar

Í mörgum tilfellum panta notendur að miklu leyti sömu hlutina aftur en þó með afbrigðum. Notendur geta með einum músarsmelli endurnýtt gamla pöntun í körfunni og haldið svo áfram að bæta við hana. Við pössum að sjálfsögðu að láta notendur vita ef einhver vara er ekki til á lager.

Pöntunarferlið

Við hönnuðum pöntunarferlið með skilvirkni, hraða og öryggi í huga. Pantanirnar geta verið stórar og því höfum við dregið samtöluna til hliðar, til einföldunar fyrir notendur.

Við höfum allar upplýsingar skráðar hjá okkur svo notendur þurfa ekkert að fylla út í ferlinu, einungis að ganga úr skugga um að allt sé til staðar. Svo er pöntunin send inn.

Fleiri flottir fítusar

 1. Staðkvæmdarvörur

  Ef svo illa fer að varan sem notandi leitar að er ekki til á lager þá kappkostum við að bjóða sambærilegar vörur í staðinn. Notendur geta því haldið ótrauðir áfram með sína pöntun.

 2. Uppáhaldsvörur

  Notendur geta merkt sínar uppáhaldsvörur og sett í lista sem er þeim alltaf aðgengilegur. Þannig geta þeir haldið utan um þær vörur sem vekja áhuga þeirra og flýtt fyrir vörukaupunum.

 3. Tæknilegar upplýsingar

  Í vefversluninni hafa notendur aðgengi að ítarlegri upplýsingum svo sem innihaldslýsingum, ofnæmisvöldum og fleira.

Notendur í skýjunum

Notendur hafa tekið vefversluninni ákaflega vel og sérstaklega minni og meðalstórir viðskiptavinir auk allra þeirra sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins.  Fjöldi pantana eykst stöðugt og svo dæmi sé tekið tók kerfið við 1600 pöntunum í janúar 2020 í samanburði við 600 í janúar ári áður. Af þessu erum við feykilega stolt!

Þróunin heldur áfram

Vettvangur trúir á stöðuga þróun. Góður árangur næst með stöðugri endurskoðun og beturumbótum. Vefverslun Innnes hefur því þróast statt og stöðugt frá fyrstu útgáfu. Þróunin hefur mótast af notkun kerfisins og þörfum Innnes.

 1. Viðmót fyrir sölumenn

  Eftir góðar viðtökur var ákveðið að sölumenn færu að nota kerfið líka. Þeir geta mætt með spjaldtölvu og hjálpað viðskiptavinum að setja saman pantanir.

 2. Hraðabestun

  Við unnum með upplýsingatækniteymi Innness að hraðabestun svo vefurinn geti sem best nýst fólki á ferðinni.

 3. Merkingar

  Nú er auðvelt að finna til vörur sem henta ákveðnum hópum. Vegan, lífrænt eða glútenfrítt;allt kemur þetta fram á vöruspjöldum og hægt er að birta einungis slíkar vörur, sé þess óskað.

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

 • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
 • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
 • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur