Hönnunarsprettir á Vettvangi

Til að lágmarka áhættu og stytta þróunartíma nýrra lausna bjóðum við viðskiptavinum okkar kröftuga hönnunarspretti. Markmið með hönnunarsprettum er meðal annars að draga fram áþreifanleg tækifæri eða áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir og ekki síður að greina þarfir og óskir endanlegra notenda og viðskiptavina.

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Hönnunarsprettir flýta vöruþróun og minnka áhættu

Vel heppnaðar vef- og applausnir skapa samkeppnisforskot fyrir fyrirtæki og stórbæta þjónustu opinberra aðila. En það er ekki sjálfgefið að allar lausnir heppnist eins og vonir stóðu til.

Til að lágmarka áhættu og stytta þróunartíma býður Vettvangur viðskiptavinum sínum kröftuga hönnunarspretti.

Markmið með hönnunarsprettum er að:

 • draga fram áþreifanleg tækifæri eða áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir
 • greina þarfir og óskir endanlegra notenda og viðskiptavina
 • vinna drög að útfærðri lausn sem uppfyllir þarfir og rekstrarleg markmið

Upphaf og endir er hjá notandanum

Upphafið og endirinn er hjá notendunum, þeim sem er ætlað að nota lausnina. Verkefnið snýst um að leysa vandamál eða uppfylla þarfir þeirra. Þar er upphafið

En endirinn liggur líka hjá notandanum. Það er hann sem sker úr um hvort lausnin skilar því sem hún á að gera. Falli lausnin á prófi notandans hefur hún mislukkast.

Vettvangur beitir notendamiðaðri hönnun (e. Design thinking) í öllum verkefnum sínum, þar sem þarfir og óskir notandans eru í forgrunni.

Þrautreynd aðferðafræði

Hvert verkefni er einstakt og því þarf að sníða nálgunina að hverju verkefni, en sprettir okkar byggja á aðferðafræði sem Google notar við þróun lausna sinna („Google Design Sprints”), sem samanstendur af eftirfarandi liðum :

 • Skilningur
 • Afmörkun
 • Uppkast
 • Ákvörðun
 • Prótótýpa
 • Staðfesting

Aðferðafræði Google við þróun lausna

Hönnunarsprettir í anda „Google Design Sprints“ eru framkvæmdir á  hönnunarstofum um allan heim - og líka á Vettvangi.

Dæmigerður sprettur fyrir nýja tæknilausn gæti litið út sem svo:

Fasi 1: Skilningur og afmörkun

Fyrsta skrefið er að öðlast sameiginlegan skilning helstu hagsmunaaðila á viðfangsefninu. Til þess þarf að fá öll möguleg sjónarmið, væntingar og skoðanir verkefnisteymis upp á yfirborðið í frjálsu flæði.

Mikilvægt er að notandinn og sjónarmið hans hafi sæti við borðið frá upphafi. 

Í þessari vinnu notum við aðferðir eins og:

 • Viðtöl og kannanir meðal notenda
 • „How Might We”
 • “Blue Sky Thinking”
 • Notendasögur

Fasanum lýkur á samantekt og úrvinnslu þeirra gagna sem urðu til í vinnunni.

Google hönnunarsprettir útskýrðir

Hér er stutt kynningarmyndband frá Interaction Design Foundation þar sem farið er yfir aðferðafræði Google, skref fyrir skref.

Fasi 2: Uppkast að lausn

Í þessum fasa fær hver þátttakandi í vinnustofunni, að spreyta sig á því að teikna upp tillögur að viðmóti fyrir lausn sem byggir á þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin. 

Við vinnum með annars með þessar leiðir:

 • Crazy 8’s - átta teikningar á átta mínútum!
 • Tekið að láni - skoðum lausnir úr öðrum geirum og aðlögum að okkar vanda
 • Forsenduprófanir
 • Kynningar á lausnum og kosningar

Þegar farið hefur yfir allar tillögur er ein kosin til að þróa áfram.

Hönnunarspretturinn með Vettvangi gekk gríðarlega vel, góð samskipti og hröð vinnubrögð einkenndi þeirra starf. Þar að auki var vefurinn sem þau smíðuðu mjög vel heppnaður. Ég mæli hiklaust með þeim sem samstarfsaðila í litlum sem stórum verkefnum.

Guðjón Elmar Guðjónsson

Markaðsstjóri Netgíró

Fasi 3: Prótótýpa unnin

Hér kemur til kasta hönnuða Vettvangs sem taka við keflinu og nýta þá hugmyndavinnu sem þegar hefur farið fram. Prótótýpa er hönnuð og sett upp á vinnusvæði í Figma sem verkefnisteymi fær aðgang að og getur veitt endurgjöf þar beint í gegn.

Yfirleitt er smíðuð tillaga að fullhannaðri lausn, sem hægt er að vafra um líkt um eiginlegan vef væri að ræða.

 • Hönnuðir Vettvangs taka boltann og hanna frumgerð að endanlegri lausn
 • Verkefnisteymi fær aðgang að vinnusvæði Figma og veitir endurgjöf eftir samkomulagi

Ég mæli hiklaust með hönnunarsprettinum hjá Vettvangi. Vinnan er faglega unnin frá A-ö og það er vel hlustað á allar ábendingar og athugasemdir á meðan á ferlinu stendur. Hönnunarspretturinn auðveldar áframhaldandi vinnu og flýtir fyrir þessari grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað áður en stofnanir láta forrita nýja heimasíðu.

Maria Neves

Samskiptastjóri Borgarbyggðar

Fasi 4: Endurgjöf 

Áður en eiginleg lokahönnun og forritun hefst er mikilvægt að yfirfara prótótýpu rækilega með helstu hagsmunaaðilum og notendahópum. Það getur verið kostnaðarsamt að hlaupa hratt yfir þennan fasa og uppgötva fyrst þegar lausnin hefur verið gefin út að ekki hefur verið hlustað á allar raddir.

Meðal verkþátta í þessum fasa:

 • Endurgjöf frá helstu hagsmunaaðilum.
 • Prófanir á völdum notendum.
 • Prótótýpa uppfærð samkvæmt endurgjöf.
 • Samþykkt prótótýpa er afhent viðskiptavini til eignar.

Þróun lausna á Vettvangi

Hönnunarspretti lýkur með fullmótaðri útfærslu á endanlegri lausn. En þá er verkefnið rétt að hefjast. Við tekur eiginleg smíði lausnarinnar, sem felur í sér lokahönnun á öllum eigindum, fram- og bakendaforritun og tengingum milli kerfa.

Vettvangur hefur á að skipa reynslumiklum forriturum sem hafa smíðað nokkrar af öflugustu veflausnum landsins fyrir samstarfsaðila eins og Domino’s, Lyfju, VR, Heilsuveru, Innnes, HS Orku - og lengi mætti telja.

 

Hans Júlíus Þórðarson

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

 • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
 • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
 • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur