Hlutdeild netverslunar í smásölu eykst stöðugt, alls staðar. 2021 var netverslun 19% af heildarveltu í smásölu í heiminum. Spár gera ráð fyrir 10% vexti í netverslun milli 2022 og 2023 - árið 2026 fer um 25% heildarveltu í gegnum netið.
Samkeppnin er hörð og tækniþróun ör á þessum hrattstækkandi markaði. Íslendingar voru nokkuð seinir að taka við sér, neytendur sem söluaðilar, en hafa tekið hressilega við sér á síðustu árum.
Það er hins vegar mikilvægt að fylgjast náið með nýjungum, enda þekkir netverslun engin landamæri. Íslendingar nota mikið erlendar vefverslanir og gera kröfu um sambærilega upplifun í íslenskum verslunum og þeir hafa vanist í þróuðustu lausnum í heimi.
Hér eru teknar saman 8 helstu nýjungar í þróun vefverslana á heimsvísu 2024 og næstu misseri - það borgar sig víst lítið að spá lengra fram í tímann.