Stafrænar lausnir fyrir B2B

Vettvangur hefur á undanförnum árum byggt upp mikla reynslu og sérhæfingu í þróun stafrænna lausna fyrir fyrirtæki í B2B umhverfi. Við höfum leyst ólíkar tækniflækjur fyrir mörg af fremstu vörumerkjum landsins á sínum markaði.

Öflugur vefur og hnökralaus tenging við innri kerfi veitir ekki samkeppnisforskot í dag - það er einfaldlega forsenda þess að vera með í leiknum.

Vefverslanir og þjónustuvefir

Við bjóðum háþróaðar og notendavænar tæknilausnir fyrir kröfuhörðustu fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði - vefverslanir, þjónustuvefi, Azure skýjalausnir og samþættingu kerfa.

B2B er að breytast hratt

Covid-19 faraldurinn breytti leikreglum hratt í flestum geirum og greinum. Flug lagðist af, sölusýningar sömuleiðis og sölumenn hættu að mæta í persónu til að kynna vörur og þjónustu. Stafrænni umbreytingu í sölu og þjónustu í gegnum vefþjónustur hefur verið flýtt um nokkur ár - á nokkrum mánuðum.

Krafan á fyrirtækjamarkaði í dag, eins og á neytendamarkaði, er að viðskiptavinir njóti framúrskarandi notendaupplifunar í vefverslunum og þjónustusvæðum birgja sinna.

Við, á Vettvangi, höfum sannarlega fundið fyrir þessari tæknibyltingu.

Mikil reynsla og sérhæfing í B2B

Vettvangur hefur á undanförnum árum byggt upp mikla reynslu og sérhæfingu í þróun stafrænna lausna fyrir fyrirtæki í B2B umhverfi. Við höfum leyst ólíkar tækniflækjur fyrir mörg af fremstu vörumerkjum landsins á sínum markaði.

Hvert og eitt verkefni er einstakt og ólíkar áskoranir sem þarf að leysa. Öll fyrirtækin eiga hins vegar sameiginlegt að skilja mikilvægi vandaðra, stafrænna lausna í nútíma viðskiptaumhverfi.

Öflugur vefur og hnökralaus tenging við innri kerfi veitir ekki samkeppnisforskot í dag - það er einfaldlega forsenda þess að vera með í leiknum.

Okkar nálgun

Við nálgumst hvern viðskiptavin á sínum eigin forsendum. Það þýðir meðal annars að við leggjum okkur fram um að skilja tækniáskoranir og markað hvers og eins. Hvert verkefni er einstakt og kallar á einstaka útfærslu.

Nálgun okkar felst í nánu samtali og þéttu samstarfi þar sem keppt er að sameiginlegu markmiði. Mælikvarðinn á árangur er ávallt árangur viðskiptavinarins til skemmri og lengri tíma.

Tandur á tækniflandri: Nýr vefur og sérsmíðuð B2B vefverslun

Tandur ákvað fyrir nokkru að leggja í metnaðarfulla stafræna vegferð þar sem áhersla yrði lögð á að straumlínulaga og sjálfvirknivæða ýmsa ferla í starfseminni. Stór liður í þeirri vinnu var að uppfæra vef Tandurs og innleiða nýja og nútímalega B2B vefverslun. Lestu allt um verkefnið hér.

Sérstaða okkar

Sérhver lausn er einstök en þær eiga þó ýmsa eiginleika sameiginlega eins og fyrsta flokks þjónustuvefi viðskiptavina og öfluga sjálfsafgreiðslu.

Þær eru líka allar sérsmíðaðar fyrir hvern viðskiptavin og þarfir hans, þótt þær byggi á sama grunni.

 1. Klæðskerasniðið fyrir þínar áskoranir

  Vegna þess að við byggjum á eigin kerfi, en ekki staðlaðri pakkalausn eins og Shopify eða Magento, getum við sniðið lausnina nákvæmlega að þörfum þínum og viðskiptaumhverfi, og þróað áfram þegar og ef aðstæður breytast.

 2. Nútímalegar vefverslanalausnir

  Viðskiptavinir á fyrirtækjamarkaði vilja sömu notendaupplifun og þeir hafa vanist á neytendamarkaði. Það þýðir framúrskarandi notendaupplifun sem felst í miklum hleðsluhraða, aðgengilegu viðmóti og skýru flæði.

 3. Þjónustuvefir („mínar síður“) og sjálfsafgreiðsla fyrir nýja tíma

  Krafan í dag er að viðskiptavinir geti auðveldlega gengið að yfirlit yfir viðskipti og kjör, klárað pantanir á eigin spýtur, og stofnað notendur sem geta afgreitt sig sjálfir. Þessi þjónusta hefur fyrir löngu rutt sér til rúms á neytendamarkaði og nú er röðin einfaldlega komin að B2B.

 4. Sérsmíðuð leitarvél finnur allt strax

  Sérsmíðuð leitarvél okkar auðveldar mjög leit í stórum vöruflokkum þar sem hundruðir, jafnvel þúsundir vara eru í boði. Úr leitinni er svo hægt að velja vörur beint til að bæta við körfu.

 5. Samþætting við innri kerfi og gagnagrunna

  Við höfum mikla reynslu af bakendavinnu í B2B umhverfi, enda mikilvægt að B2B veflausnir vinni vel saman með innri kerfum, sérstaklega birgða- og viðskiptamannakerfum. Þessi samþætting er reyndar forsenda fyrir skilvirkri sjálfsafgreiðslu og öflugu þjónustusvæði viðskiptavina.

Tæknin

Af því hvert og eitt fyrirtæki er einstakt veljum við tól og lausnir sem best henta best verkefninu hverju sinni. Við bindum okkur ekki við einstök tungumál eða kerfi heldur látum verkefnið og þarfir þess ráða ferðinni.

Að því sögðu höfum við unnið meira með sumar lausnir en aðrar, einfaldlega af því við treystum þeim best og þær hafa skilað viðskiptavinum okkar miklum ávinningi.

Umbraco

Vettvangur hefur verið Umbraco Gold Partner til margra ára. Sem slíkur býður Vettvangur mikla sérhæfingu í vefumsjónarkerfi Umbraco en það byggir á .NET tækni Microsoft og er gefið út undir skilmálum um frjálsan og opinn hugbúnað. 

Það þýðir að notkun á kerfinu er gjaldfrjáls og hafa notendur sömuleiðis algert frelsi til að velja þjónustuaðila, sem gefur okkur mikið aðhald til að veita sem besta þjónustu. 

Umbraco er sérlega notendavænt og einfalt í notkun, sem léttir líf vefstjóra jafnt sem annarra sem þurfa að uppfæra efni á vefjum sínum.

Vettvangur hefur þróað eigin vefverslunarlausn ofan á Umbraco, í samstarfi við fjölmarga viðskiptavini sína á B2B markaði.

Azure skýjalausnir- samstarf við Well Advised

Í tengslum við veflausnir og tengingar þeirra við innri kerfi og bakvinnslu aðstoðum við viðskiptavini okkar við að færa gögn og kerfi í Azure skýjaumhverfið, sem er hluti af Microsoft vistkerfinu, líkt og Umbraco.

Þessi liður í þjónustu okkar hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri, og fyrir skemmstu var stofnað sérstakt systurfyrirtæki Vettvangs, Well Advised, sem sérhæfir sig í Azure skýjalausnum.

Öflugir forritunarferlar og samþætting með GitHub og Azure DevOps

Okkar helstu lausnir eru byggðar með forritunarferlum (DevOps) og stöðugri samþættingu (e. continuous integration), sem lágmarkar villur án þess að hægja á þróun. Þannig höfum við aðgang að þróunarumhverfum sem herma eftir raunaðstæðum með besta móti á hverju stigi þróunarferlisins.

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

 • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
 • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
 • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
 • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur