Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Edda er tiltölulega nýlent á Vettvang, en hún ber meðal annars ábyrgð á spánýrri markaðsþjónustu sem snýr að ráðgjöf og rekstri í lausnum eins og Klaviyo, ClickDimension og Algolia

Starf hennar snýr því að því að hjálpa viðskiptavinum að ná enn meiri árangri í gegnum vefinn - og því er hún sannarlega engu minni „vefari“ en aðrir sem við höfum kynnt hingað til. 

Hlutverk: Leiðtogi markaðsþjónustu.
Menntun: MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá HÍ

Hver er bakgrunnur þinn og hvað gerir þú á Vettvangi?

Bakgrunnurinn minn er sálfræði, markaðsmál / verkefnastjórnun / viðskipti, og er núna að læra stjórnun og fjármál. Ég hef unnið undanfarin ár við markpóstaþjónustu, stillt upp spjallmennum, sett upp vefverslanir og viðhaldið vefverslunum. Einnig hef ég starfað sjálfstætt í ráðgjöf í markaðsmálum og séð um netverslanir.

Á Vettvangi sé ég um að allir hafi ógeðslega gaman, plana viðburði, vísindaferðir (allir velkomnir). Hef umsjón með nýju stafrænu markaðsþjónustunni þar sem Algolia, Klaviyo og ClickDimension eru mín aðal tól. Svo tek ég að mér alls konar verkefni því ég er svo „alt mulig“ manneskja og finnst alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. 

Hver eru vannýttustu tækifærin í dag til að virkja vefinn til árangurs - hverjir eiga skilið gula spjaldið?

Vá, þegar stórt er spurt. Það kom mér á óvart hversu mörg fyrirtæki eru í mikilli tækniskuld, sumir eru ekki einu sinni með póstlista (rautt spjald!). Það eru klárlega vannýtt tækifæri þar. Vefur í dag þarf að virka vel, vera auðveldur og fallegur. Þess vegna vinn ég hér því við framkvæmum allan pakkann! 

Hvernig er Vettvangur ólíkur öðrum vinnustöðum þar sem þú hefur starfað?

Vettvangur er frábær staður til að vinna á. Það er ekki bara frábært starfsfólk heldur góður starfsandi, mikill sveigjanleiki sem er lykilatriði í nútímasamfélagi, svo er í boði að fá sér eins marga banana og þú getur í þig látið - það er ekki sjálfgefið að fá millimál og drykki. 

Hver er besta hreyfingin fyrir þá sem sitja við skjá allan daginn?

Mitt mottó er að nota aldrei lyftuna í húsinu, heldur labba upp og niður stigana, það er góð byrjun áður en maður sest við skrifborðið. Svo er það að drekka nóg vatn til þess að þurfa að standa reglulega upp og koma blóðflæðinu af stað.


Bloggmyndir 940 X 705 (1)

Lest þú alla tölvupósta sem þú færð?

Vinnulega þá les ég og svara tölvupóstum eins fljótt og hægt er, því customer service er mikilvægt. En í mínu persónulega pósthólfi þá skrái ég mig sérstaklega á póstlista sem ég vil fá tölvupósta frá og væri til í að fá fleiri pósta. 

Til dæmis KSÍ, þar sem ég vil fá upplýsingar um hvenær miðasala hefst á landsleiki til að tryggja mér miða fyrir strákinn minn. Frá Nóa Siríus til að vita hvenær nýtt nammi  kemur á markað og hvar það fæst. Svo er það Fjarðarkaup - þau eru bara svo unique. 

Fólk vill vera matað af upplýsingum og því kjörið tækifæri að senda tölvupósta fyrir upplýsingar. Gott er líka að nýta póstlista til að minna fólk á fyrirtækið sitt, mynda tengsl og vera „top-of-mind“.

Ef þú mættir velja nýtt fag í dag - byrja upp á nýtt - hvað myndir þú velja?

Mig langaði alltaf að verða klínískur sálfræðingur en örlögin leiddu mig í markaðsmál. Svo finnst mér svo gaman að læra, þannig að stjórnun og fjármál urðu fyrir valinu til að styrkja mig fyrir framtíðina. Hef verið flugfreyja, þannig sá draumur er afgreiddur, hef verið atvinnukona í fótbolta, afgreitt. Eiginn rekstur, afgreitt. 

Held ég sé bara á þeirri vegferð sem mig langar að vera á. Án þess að þurfa að byrja upp á nýtt prófa ég nýja hluti á þeirri leið sem ég hef valið mér.  Ég hefði til dæmis aldrei orðið læknir því ég er svo viðkvæm!

Hvaða tól eða app geturðu ekki lifað án í vinnunni?

Hvað má nefna mörg? Tölvupósturinn augljóslega, dagatalið, Figma, Excel, Asana (hægt að lifa með því), Klaviyo og Algolia!

Hvað fær þig til að komast í flæði – kaffi, kaos eða deadline?

Það er með betri tilfinningum að detta í gott flæði. Rjúkandi bolli með dass af Oatly, passlegt deadline (dagar/vikur, frekar en klukkustundir) og gott podcast. Þegar maður er með góð tök á aðstæðum og verkefnastöðunni þá gengur allt svo smurt.

Hvernig heldurðu að gervigreind muni breyta markaðsstarfi næstu árin?

Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í stjórnunarnám er að ég er menntaður stjórnandi ef gervigreindin tekur af mér verkefnin! Gervigreindin flýtir fyrir markaðsaðgerðum, býður upp á fleiri tækifæri og tæknilegri framsetningar. Tækifærin verða miklu fleiri og fjölbreyttari - og síðast en ekki síst ódýrari!

Mig langaði alltaf að verða klínískur sálfræðingur en örlögin leiddu mig í markaðsmál. Svo finnst mér svo gaman að læra, þannig að stjórnun og fjármál urðu fyrir valinu til að styrkja mig fyrir framtíðina. Hef verið flugfreyja, þannig sá draumur er afgreiddur, hef verið atvinnukona í fótbolta, afgreitt. Eiginn rekstur, afgreitt. 

Edda María