Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Stafræn markaðsþjónusta

Vottaðir samstarfsaðilar

Við erum stolt af því að vera vottaðir samstarfsaðilar Klaviyo og Algolia. Þetta samstarf gerir okkur kleift að bjóða upp á betri lausnir fyrir viðskiptavini okkar og auka árangur þeirra.

Náðu forskoti með gögnunum þínum

Stafræn markaðsþjónusta sem skilar árangri

Samtal og greining

Við kortleggjum markmið, markhópa og helstu mælikvarða. Gerum úttekt á núverandi gögnum, ferlum og efnisflæði til að greina hvar mesti ávinningurinn fæst fyrst, með réttum tólum.

Innleiðing ferla og flæða

Við stillum upp lausnum og kerfum frá grunni, tengjum  svo við þínar lausnir, hvort sem það er bókhaldskerfi, vefverslanir eða CRM kerfi. Við tryggjum áreiðanlega gagnasöfnun, persónuvernd (GDPR) og meðhöndlun lista.

Náið samstarf alla leið

Samvinna og náið samstarf er mikilvægt þegar unnið er í átt að settum markmiðum. Við þróum aðferðir og ferli sem hámarka árangur þinn til lengri tíma.

Gagnadrifinn árangur

Við erum gagnadrifin í nálgun okkar og keppumst við að finna bestu leiðirnar til að auka arðsemi og hjálpa þér að byggja upp skilvirkt samband við þína viðskiptavini. Með reglulegri endurgjöf og ítarlegum skýrslum hefur þú innsýn inn í árangurinn.

Þínir ferðafélagar

Tólin sem
við notum

Leifturhröð og snjöll leitarvél

Algolia er öflug leitarvél sem skilar niðurstöðum á augabragði og auðveldar notendum að finna það sem þeir leita að fljótt og vel. Sjálfvirk leiðrétting og rauntímaleit bætir upplifun notenda og styrkir frammistöðu veflausna.

Algolia Illustration 1
Algolia Illustration 2

Hvað bjóðum við uppá

Rétt leit á réttum tíma með Algolia

Algolia gerir leitina á vefnum þínum nákvæma og persónulega með því að finna rétta efnið á örfáum millisekúndum, þannig finna notendur á einfaldan hátt það sem þeir eru að leita að. Sjálfvirk villuleiðrétting, skalanleiki og persónutengdar ábendingar eykur bæði notendaupplifun og conversion rate.

Algolia er ekki bara leitarvél, Algolia gefur persónulega ráðleggingu, bendir á tengdar vörur eftir hegðun notandans ásamt því að sýna vinsælustu vörur í rauntíma. Algolia bíður uppá réttu vöruna á réttum tíma.

A/B prófanir með Algolia getur þú skoðað mismunandi ranking eða leitarskipulag sem birtist notandanum hverju sinni. Með A/B prófunum hefur þú innsýn inn í hvað virkar best.

Algolia fylgist með vinsælustu leitarorðunum og þeim leitarorðum sem skila engum niðurstöðum, þar liggja tækifærin. Algolia sýnir þér hvað leiðir til kaupa eða annarra aðgerða.

Rétt skilaboð á réttum tíma

Klaviyo sameinar markaðssetningu, þjónustu og gagnagreiningu í öflugri lausn. Með innbyggðri gervigreind og rauntímagögnum er auðveldara en nokkru sinni að persónusníða samskipti, taka betri ákvarðanir og skapa mælanlegan árangur.

Klaviyo Illustration 1
Klaviyo Illustration 2

Hvað bjóðum við uppá

Persónulegri samskipti með sjálfvirkum tölvupóst flæðum

Við setjum upp sjálfvirk póstflæði sem eru að vinna fyrir þig allan sólarhringinn. Flæðunum er stillt upp eftir stefnu og markmiðasetningu fyrirtækisins sem skilar meiri sölu og sterkara viðskiptasambandi. Dæmi um flæði eru velkomin á póstlistann, yfirgefnar körfur og þjónustukannanir.

Með gagnadrifinni nálgun er hægt að skilja betur hverjir eru viðskiptavinirnir, hvað þeir vilja, hversu oft þeir versla og hvenær þeir eru líklegastir til að kaupa.

Með mismunandi útgáfum, mismunandi fyrirsögnum og tímasetninum er auðvelt að skoða hvað virkar best. Þannig tryggjum við að hver útsending skili meiri árangri.

Við fylgjumst með helstu mælikvörðum: Opnun, smellir, CTA og AOV. Með því að taka saman helstu mælikvarða er eftirleikurinn auðveldur í átt að árangurs tengdu markmiði.

Markaðstól fyrir CRM kerfi Dynamics 365

Með ClickDimension færð þú rauntímagögn beint inn í CRM kerfið sem gerir þér kleift að taka upplýstar ákvarðanir og hámarka árangur í sölu- og markaðsstarfi. Með sjálfvirkni, greiningu og persónulegum samskiptum brúar Click bilið milli sölu og markaðsmála með einu CRM kerfi.

Click Illustration 1
Click Illustration 2

Hvað bjóðum við uppá

Tengir saman sölu og markaðsmál í einu CRM kerfi

Sjálfvirknivæddu markaðsferlana með því að byggja upp persónulegt samband við viðskiptavini með sjálfvirku markpóstaflæði. Í gegnum ferlið fara upplýsingar um viðskiptavininn beint inn í CRM kerfið. Söluteymið getur fylgst með rauntíma hegðun og stöðu viðskiptavinarins og fylgir því eftir með CTA. Færri handtök með sjálfvirkum ferlum, betri gögn og samstillt kerfi með ClickDimension.

Allt er unnið í gegnum CRM kerfið: Tölvupóstar, SMS, skráningarform, lendingarsíður og spurningakannanir. Þetta stuðlar að betri samvinnu milli deilda þar sem allir hafa aðgang að sömu upplýsingum og geta fylgst með viðskiptasögu viðskiptavina í rauntíma.

Sjálfvirku ferlarnir sjá til þess að viðskiptavinurinn fer í rétt flæði eftir hegðun eða viðskiptasögu. Viðskiptavinurinn fær því persónuleg og sérsniðin skilaboð til þess að byggja langtíma viðskiptavina samband (CLV).

Rauntímagögn ásamt ítarlegum skýrslum veitir söludeildinni góða innsýn yfir stöðu viðskiptavina og gefur markaðsdeildinni mælanlegan árangur fyrir næstu skref.

Breyttu gögnum í viðskipti

Google Analytics hjálpar þér að sjá hvaðan heimsóknir eru koma, skoða hegðun heimsókna og hvað fær notendur til að kaupa. Við sjáum um uppsetningu, tengingar við kerfi og greinum gögnin. Google Analytics kortleggur áhrif stafrænnar markaðssetningar til að hámarka nýtingu fjárfestingar.

Ga Illustration 1
Ga Illustration 2

Hvað bjóðum við uppá

Lykillinn að betri árangri á netinu

Allar heimsóknir eru mældar, hverjir eru að nota vefinn, hvaðan koma notendurnir og í gegnum hvernig tæki notandinn kemur inn á vefinn. Gefur innsýn í markhópa og hjálpar til við að móta markaðssetningu.

Umferðin inn á vefinn segir til um hvaða rásir skila mestum heimsóknum. Rásir eins og Google leitarniðurstöður, samfélagsmiðlar eða kostaðar auglýsingar. Uppruni heimsóknar og umferð gefur innsýn hvaða stafræna herferð virkar best.

Hvaða síður eða hvernig efni fær flestar heimsóknir, hvar eru notendur að detta út, hvað heldur þeim lengur inni og hvað fær notendur til að klára ferlið. Mikilvægar mælingar til að betrumbæta vefinn og efnið.

Hversu margir klára ferlið, eins og að skrá sig á póstlista, kaupa, hringja eða gera það sem er lagt upp með á vefnum. Gefur góða innsýn af því hvað skilar raunverulegum árangri.

Kíktu í kaffi

Gerum eitthvað
stórkostlegt saman

Edda
Leiðtogi markaðslausna
Edda María Birgisdóttir
edda@vettvangur.is

„Ég mæli 100% með Klaviyo. Kerfið hefur allt upp á að bjóða hvað varðar sjálfvirkni í markaðssamskiptum og er bæði þægilegt í notkun og skýrt í viðmóti. Samstarfið við Vettvang hefur gengið mjög vel og við hlökkum til að ná enn frekari árangri saman.“

Haraldur Hreyfing

Haraldur Hugosson

Forstöðumaður sölu-, markaðs- og tæknimála, hjá Hreyfingu