Gartner spáir því að vefumferð vegna lífrænnar leitar á netinu muni minnka um 50% 2028 frá því sem er í dag (2024) vegna leitar í AI lausnum. Ef það reynist rétt er eins gott fyrir markaðsfólk að opna augun og fylgjast vel með.
Stór hluti alls efnis á netinu er samið fyrir þá sem leita að svörum og úrlausnum við vanda sínum og vangaveltum. Allt rekstrarmódel og tilvistargrundvöllur tæknirisans Google byggir á þessu vistkerfi. Alþjóðlegt markaðsstarf í gegnum netið gerir það einnig.
Síðustu misseri hafa sprottið fram spunagreindarlausnir eins og ChatGPT, Microsoft Copilot og Google Gemini sem sinna sama hlutverki - að gefa ráð og svör um allt milli himins og jarðar. Þessar lausnir bjóða oft töluvert betri notendaupplifun en Google leitarvélin - a.m.k. ennþá.