Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Nýir tímar í tryggingum

Viðskiptavinir Sjóvár nýta sér vef félagsins í auknum mæli ár frá ári. Hvort sem þeir eru að fylla út tjónaskýrslur, ráðstafa Stofnendurgreiðslum eða leita tilboða eða ráðgjafar. Vefurinn er orðinn einn stærsti þátturinn í daglegum rekstri og einn mikilvægasti snertipunktur félagsins við viðskiptavini. 

  • ViðskiptavinurSjóvá
  • SamstarfsaðiliKosmos og Kaos
  • Vefursjova.is

Sjóvá velur stafrænt frelsi

Í sem fæstum orðum er Umbraco eitt öflugasta vefkerfi sem völ er á. Það er opið, öruggt og einfalt í notkun og hefur á seinustu árum sópað að sér fyrirtækjum og stofnunum. Ekki nema von, enda kerfið án allra leyfisgjalda og óbundið þjónustuaðilum. En það er ekki allt. Kerfið byggir á tækni Microsoft og fellur því eins og flís við rass þar sem gerðar eru miklar kröfur um öryggi, samþættingahæfni og skalanleika.

Hraðinn í fyrirrúmi

Hraðinn í fyrirrúmi

Það er nokkuð ljóst að vanda þarf til verka við uppsetningu slíkra vefja. Minnstu truflanir á umhverfi geta haft mikil áhrif. Vönduð vinnubrögð og góður frágangur hefur skilað honum í hæsta gæðflokk í hraðaprófunum og nær hnökralaus upplifun notenda er eitthvað sem við erum virkilega hreykin af.

Okkar hlutverk

Það er alltaf ánægjulegt að eiga samstarf um krefjandi vefi. Enda af nógu að taka. Fögur og flæðandi hönnun vefsins kemur frá Kosmos-inu og innleidum við og aðlöguðum handverk þeirra að kerfinu. Við blésum lífi í virkni á vefnum, samþættum við fyrirliggjandi kerfi auk þess að leggja til uppsetninguna á vefumsjónarkerfinu sjálfu. Við höfum staðið vaktina með Sjóvá frá fyrsta degi samstarfsins og gerum enn.

Einfalt og skilvirkt

Einfalt og skilvirkt

Áhersla var lögð á að einfalda framsetningu efnis og gera það aðgengilegra á vef félagsins með það fyrir augum að bæta þjónustu og auka hagkvæmni í rekstri.

Stöðug þróun

Þó vefurinn hafi sannarlega slegið í gegn og unnið til margvíslegra verðlauna þá má lengi gera betur. Hér eru nokkur dæmi um verkefni sem við höfum þróað í samvinnu við Sjóvá.

Bætt aðgengi

Aðgengismál eru nauðsynleg fyrir marga en gagnast öllum. 

Workplace GDPR stuðningur

Öryggisúttekt

Tvenn vefverðlaun

Vefurinn vann til tvennra verðlauna á árlegum vefverðlaunum SVEF. Vefurinn vann í flokki fyrirtækja 50+ en einnig hlaut hann verðlaun sem val fólksins.

Tvenn vefverðlaun

Ómissandi samstarfsaðili

Þegar við lögðum af stað í það risaverkefni að endurhanna vefinn okkar, skipta um vefumsjónarkerfi og yfirfara og endurskrifa allt efni þar inni, vissum við að okkar biði mikil vinna. Við fengum Vettvang með okkur í lið til þess að setja upp vefumsjónarkerfið og til að þróa með okkur veflausnir til að tala við kerfin okkar. Sú vinna sem öflugt teymi Vettvangs skilaði af sér fór fram úr okkar björtustu vonum og hafa þeir verið ómissandi samstarfsaðili í þessu verkefni.

Fannar Ásgrímsson, vef- og nýmiðlastjóri Sjóvár