Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Leiguheimili í sjálfsafgreiðslu

Bjarg er óhagnaðardrifið félag um rekstur og leigu þúsunda heimila um land allt. Við tókum höndum saman um þróun á umhverfi þar sem markmiðið var að gera flókna ferla einfalda með góðu samspili notendamiðaðrar hönnunar og framsækinnar tækni. 

Skráning, umsókn og úthlutun.

Við lifum á upplýsingatækniöld. Sem nýr aðili á markaðnum kom Bjarg auga á tækifærin sem felast í sjálfvirkni í ferlum, sem gerir notendum kleift að vinna sínar umsóknir þegar þeim hentar.

Skráning

Skráning

Notendur skrá sig inn í umhverfið með rafrænu auðkenni til að tryggja örugga undirritun einstaklinga. Notendur skila því næst inn nánari upplýsingum um persónuhagi og íbúðarþörf ásamt því að greiða staðfestingargjald. Notandi hefur þá formlega verið skráður á biðlista og fær númer því til staðfestingar.

Umsókn

Umsókn

Sem skráður notandi getur þú nú sótt um þær íbúðir sem opnar eru til úthlutunar. Kerfið sendir út tilkynningar þegar nýjar íbúðir koma til úthlutunar.

Úthlutun

Úthlutun

Notendur fá úthlutanir samkvæmt biðlistanúmeri og að teknu tilliti reglna um forgang. 

Flæðið frumgert

Þegar um flókin ferli er að ræða er gott að frumgera. Frumgerð Bjargs sýndi skref fyrir skref hvernig notandinn fer um vefinn, hvaða aðgerðir voru honum aðgengilegar og hvernig væntanlegt viðmót myndi birtast honum. Notendur og hagsmunaaðilar fengu tækifæri til að prófa vöruna og að endingu samþykkja frumgerðina.

Flæðið frumgert