Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Endurbættur upplýsingavefur

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er stærsta hreyfing launafólks á Íslandi. Vefurinn var kominn til ára sinna og rík krafa uppi um nútímalegri, einfaldari og aðgengilegri vef.

  • ViðskiptavinurASÍ
  • Vefurasi.is
  • SamstarfsaðiliFúnksjón vefráðgjöf

Farsælt samstarf

Vefurinn var unninn í góðu samstarfi en stýrihópur ASÍ skilgreindi markmið fyrir vinnuna í samstarfi við Fúnksjón vefráðgjöf og Vettvang. Gera átti vefinn nútímalegri, einfaldari og aðgengilegri. Styrkja átti leitarvirkni á vefnum, auka vægi hagnýtra upplýsinga og taka til í efni vefsins.

Læsileg hönnun

Vefur ASÍ er fyrst og fremst upplýsingaveita. Það var haft að leiðarljósi við endurhönnun á vefnum. Hann fékk nýtt letur, letur var stækkað til muna og of breiðum textadálkum var útrýmt. Tenglar og textaskýringar fengu meira vægi auk þess sem framsetning fyrir margar einingar á vefnum var hönnuð sérstaklega.

Gamla forsíðan var talin of óróleg. Dregið var úr áherslu á fréttir en flýtileiðum á mikilvægt efni bætt við.
Uppbygging efnis á vefnum var endurskoðun. Yfirflokkum var fækkað úr fimm í þrjá og efni fært til og flokkað upp á nýtt eftir flokkunaræfingu.
Bætt leitarvirkni

Bætt leitarvirkni

Vefurinn fékk nýja leitarvél. Leitarvélin er ritstýrð og ráðgefandi. Hún sýnir algeng leitarorð og birtir niðurstöður um leið og skrifað er (e. auto-complete). Leitin tekur auk þess tillit til samheita, innsláttarvillna og þekkir mismunandi beygingarmyndir orða. Auk almennu leitarvélarinnar var sérstakri leitarvél bætt við í fréttasafn síðunnar.

Fjölbreyttar leiðir til að ferðast um vefinn

Vefurinn er efnismikill og mikilvægt að það sé auðvelt að finna það sem leitað er að. Því var ekki bara lögð áhersla á góða leit. Vefurinn er með brauðmola, valmynd í hliðarrein og einingar sem eru settar inn víðsvegar um vefinn til að færa þig á réttan stað í samhengi við efni síðunnar sem þú ert á hverju sinni.

Fjölbreyttar leiðir til að ferðast um vefinn

Var efnið hjálplegt?

Vefurinn birtir „var efnið hjálplegt“ box neðst á hverri síðu. Vefumsjónarkerfið heldur utan um tölfræði sem auðveldar vefstjóra að fylgjast með síðum sem þarf að laga.

Var efnið hjálplegt?

Innri vefur

Innri vefur ASÍ er einnig rekinn í Umbraco. Hann fékk yfirhalningu í samræmi við útlitsbreytingar á ytri vefnum.

Innri vefur

Aðgengismál í 100% lagi

Aðgengismál voru höfð að leiðarljósi við gerð vefs ASÍ. Við hönnun var horft til litaskerpu, leturstærðar og skipulags á efni til að tryggja að vefurinn sé auðveldur í notkun fyrir sjóndapra. Við forritun var passað upp á að uppsetning kóða geri skjálesurum og þeim sem ferðast um vefinn með lyklaborði auðvelt fyrir. Áherslan á aðgengismál skilaði sér enda fær vefurinn 100 stig af 100 mögulegum í Lighthouse, aðgengisprófi Google.

Aðgengismál í 100% lagi

Uppfærsla á vefumsjónarkerfi

Gamli vefur ASÍ var nú þegar í Umbraco en samhliða útlitsbreytingunni var Umbraco uppfært. Uppfært Umbraco uppfyllir kröfur ASÍ um þægindi við innsetningu á efni, stöðugleika og öryggi.

Allir á sömu blaðsíðu og árangurinn eftir því

Þegar vinna hófst við að stokka algerlega upp vef Alþýðusambandsins var strax tekin ákvörðun um að vanda sig í hverju skrefi. Við fengum fólk innanhúss og utan, sérfræðinga og óbreytta notendur vefsins á hugarflug með okkur. Við vörðum 2 mánuðum í nokkuð ítarlega greiningu á okkar vef og öðrum sem við töldum til fyrirmyndar þannig að við vissum nákvæmlega hvert við vildum fara þegar við hófum okkar vegferð. Í þessu ferli voru léku Vettvangur og Fúnksjón (Sigurjón Ólafsson) lykilhlutverk. Eftir góða undirbúningsvinnu var verkið í framhaldinu þægilegt viðureignar enda allir að róa í sömu átt. Allir á sömu blaðsíðu og árangurinn eftir því.

Snorri Már Skúlason,
upplýsinga- og kynningarstjóri ASÍ