Samstarfsaðilar
Nespresso
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
- Mínar síður
- API samþætting
- Vefverslun
- Hýsing og rekstur
Nespresso hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem leiðandi vörumerki á kaffimarkaði á Íslandi – bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Með nýjum vef leggur fyrirtækið áherslu á að styrkja þessa stöðu enn frekar með framúrskarandi notendaupplifun, skýrri mörkun vörumerkja og öflugum sölumöguleikum fyrir bæði neytenda- og fyrirtækjamarkað.
Verkefnið felur einnig í sér undirbúning og þróun vefs fyrir finnskan markað, þar sem áhersla er lögð á að skapa sameiginlegan tæknilegan grunn sem styður vöxt og skilvirkan rekstur á báðum mörkuðum.
Varan í fyrirrúmi
Við gerum hverri vöru hátt undir höfði og fá þær að njóta sín á tvískiptri opnu sem kallast á við alþjóðlega mörkunarstefnu Nespresso. Fyrir neðan opnuna má kynna sér eiginleika hverrar vöru, nálgast notkunarleiðbeiningar auk fróðleiks og tengdra vara.
Sama upplifun allstaðar
Mikið var lagt uppúr að upplifun notenda af vefnum yrði sú sama óháð því tæki eða skjástærð sem vefurinn er skoðaður í. Mikilvægt var að huga vel að skölun einstaka viðmótseininga, birtingu valmyndar og að kaupferli væri bæði einfalt og aðgengilegt.
Yfirlit á Mínum síðum
Viðskiptavinir Nespresso geta nú nálgast yfirlit yfir öll viðskipti sín á Mínum síðum í gegnum rafræna innskráningu. Þar má finna upplýsingar um pantanir, viðskiptasögu, reikninga sem og öfluga notendastýringu fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Betri leið til að versla
Kaupferli var endurhannað samkvæmt nákvæmri þarfagreiningu sem byggði á endurgjöf viðskiptavina. Hugað var að endurgjöf til notenda með einfaldri samantekt, skýrri birtingu á vörum í körfu og aðgengilegu kaupflæði.