Efnisvinnsla og -ráðgjöf
Góður og söluvænlegur vefur er notendavænn og skýr, snarpur og aðlaðandi. En það er alls ekki nóg. Til að vefurinn þjóni tilgangi sínum sem öflug framlenging af vörumerki þínu og skilvirkt sölutæki í harðri samkeppni þarf allt innihald og efni að vera framúrskarandi.
Við skrifum og vinnum áhrifaríkt efni, hámarkað fyrir leitarvélar, sem svarar spurningum sem brenna á vörum þeirra sem leita að lausnum eins og þær sem þú býður.
Vönduð orð til alls fyrst
Góður og söluvænlegur vefur er notendavænn og skýr, snarpur og aðlaðandi. En það er alls ekki nóg. Til að vefurinn þjóni tilgangi sínum sem öflug framlenging af vörumerki þínu og skilvirkt sölutæki í harðri samkeppni þarf allt innihald og efni að vera framúrskarandi.
Vandað vefefni styrkir fyrirtæki þitt sem leiðtoga á markaði, eykur trúverðugleika og traust, og varpar ljósi á þau gildi sem þú stendur fyrir.
Við vinnum fyrir þig áhrifaríkt efni, hámarkað fyrir leitarvélar, sem svarar spurningum sem brenna á vörum þeirra sem leita að lausnum eins og þú hefur að bjóða.
Ráðgjöf og stefna
Áður en ráðist er í metnaðarfulla efnisvinnslu er mikilvægt að greina núverandi stöðu og setja niður stefnu. Efnisvinna sem byggir ekki á vönduðum grunni er nánast tíma- og peningasóun. Það til dæmis nauðsynlegt að skilja persónur og leikendur í kaupferlinu - eða kauppersónurnar (e. buyer personas), sem stundum eru kallaðar - áskoranir þeirra, spurningar og efasemdir.
Staðfærsla og óskaviðskiptavinir
Hvernig lítur óskaviðskiptavinur þinn út (e. ideal customer profile)? Hvaða sérstaka vanda leysir þú betur en aðrir fyrir hann? Við hjálpum þér að skilgreina þá kaupendur sem þú hjálpar mest og gefa þér mestan ávinning.
Þróun kauppersóna
Það eru ekki aðeins viðskiptavinir (þ.e. fyrirtæki og stofnanir) sem eru að kljást við áskoranir og vandamál, heldur einnig þeir lykileinstaklingar sem taka ákvörðun um viðskipti eða hafa áhrif á hana. Skilningur og lýsing á helstu persónum (e. buyer personas) sem þú þarft að tala til er forsenda þess að hægt sé að vinna upplýsandi efni sem leiðir til viðskipta.
Efnisúttekt
Margir vefir eru hlaðnir af ýmis konar efni sem er mjög misjafnlega viðeigandi, verðmætt og gagnlegt. Sumt er úrelt eða inniheldur rangar upplýsingar og bilaða tengla. Annað efni er hins vegar sígrænt og laðar stöðugt að umferð. Það er skynsamlegt að gera úttekt á efni vefsins; hverju skal halda, hvers kyns efni virkar vel í leitarniðurstöðum, hvað þarf að laga og hverju má henda út.
Birtingaráætlun efnis
Ef birting og dreifing efnis fylgir ekki ákveðinni áætlun er hætta á að efnismarkaðssetningin verði marklaus og flosni upp. Það sem ekki hefur ákveðinn tíma og skilgreindan ábyrgðaraðila er líklegt til að færast aftast í verkefnalistann, trekk í trekk. Birtingaráætlun lýsir atriðum eins og efnistökum, dagsetningu birtingar, miðli, formati efnis og ábyrgðaraðila.
Skjalfesting efnisstefnu og markmið
Þegar staðan hefur verið tekin, óskafyrirtækin skilgreind og lýsingar á helstu persónum liggja fyrir, er vinnan tekin saman, skjalfest og markmið skilgreind. Það skiptir máli fyrir alla hagsmunaaðila; starfsmenn sem koma beint og óbeint að tengdum verkefnum en einnig gagnvart yfirmönnum sem vilja haldbær gögn í hendur um vinnu sem er í gangi.
Efnisvinnsla og -dreifing
Sérfræðingar Vettvangs hafa mikla reynslu af strategískri textavinnu fyrir stafræna miðla. Við skrifum efnið sem svarar spurningum leitenda, fræðir og styrkir þig sem leiðandi aðila á þínum markaði.
Blogg og rafblöðungar
Kjarninn í innlægri (e. inbound) markaðsnálgun er enn gamla góða bloggið. Það er enn áhrifaríkasta vefefnið til að styrkja vörumerkjavitund og auðveldara í framleiðslu en til dæmis vídeó. Við skrifum vandað efni sem byggir spurningum og vangaveltum sem brenna á vörum þeirra sem leita að lausnum á þínu sviði. Blogg er hægt að pakka saman og útfæra í rafblöðunga (e. e-books) til niðurhals eða ræktunar sölutækifæra.
Reynslusögur (e. case studies)
Reynslusögur eru áhrifaríkasta efnið þegar mikil óvissa fylgir kaupákvörðun, til dæmis þegar þjónusta eða lausn er flókin og dýr, þegar þarf að sérsníða og innleiða lausn að þörfum viðskiptavinar og þegar gengið er í samstarf til lengri tíma. Með áhrifaríkum reynslusögum breytir þú ánægðum viðskiptavinum í talsmenn fyrir vörumerki þín og þjónustu.
Textavinna fyrir vefi
Ólíkt bloggpóstum eða innleggjum á samfélagsmiðla er textinn á vefnum statískur. Veftextinn þarf að vera skýr, kjarnyrtur og hámarkaður gagnvart helstu lykilorðum á þínum markaði. Við yfirförum og endurskrifum veftexta, skrifum spánýjan texta fyrir nýja vefinn eða smellinn sölutexta fyrir lendingarsíður og herferðir.
Fréttabréf og markpóstur
Markpóstaherferðir eru gegna enn lykilhlutverki hjá mörgum fyrirtækjum, enda hagkvæm leið til að nálgast markhóp sem þegar er áhugasamur um þínar lausnir. Við hjálpum þér að skrifa efni í fréttabréf til að styrkja þessi tengsl og draga athygli að efni annars staðar á þínum miðlum.
Dreifing efnis
Gott efni getur ratað í leitarvélar, en til að hámarka virði efnisins og laða að fleiri lesendur og eða áhorfendur (og hlustendur!), skiptir miklu máli að koma því einnig markvisst á framfæri í gegnum samfélagsmiðla. Við getum aðstoðað við dreifingu efnis í gegnum helstu miðla eins og Facebook og LinkedIn.
Finnurðu ekki það sem þú leitar að?
Hafðu samband í síma s. 415-0018, sendu okkur línu á vettvangur@vettvangur.is eða sendu okkur skilaboð í gegnum LinkedIn. Við erum meira en til í að heyra allt um áskoranir þínar og vangaveltur varðandi efnismarkaðssetningu og efnisvinnslu!
Þú getur líka notað formið okkar góða hér til hliðar!
LinkedIn handbókin
Efnismarkaðssetning snýr ekki einungis að framleiðslu efnis og birtingu á eigin vef. Því þarf að koma á framfæri og dreifa í gegnum sem flesta miðla ef vel á að vera. LinkedIn gegnir lykilhlutverki hvað varðar dreifingu efnis fyrirtækja á B2B markaði.
Viltu læra meira um LinkedIn? Sæktu LinkedIn handbókina 2021 hérna!
Elmar Gunnarsson
Viðskipti og ráðgjöf
Viltu kíkja í spjall?
Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.