Nýr vefur Eimskips markar ný viðmið í hleðsluhraða

Eimskip er leiðandi í flutningaþjónustu á Norður-Atlantshafi. Eimskip og Vettvangur tóku höndum saman um að þróa heildstæðar lausnir sem virka í kviku alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Áhersla var lögð á sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu notenda en jafnframt var gengið úr skugga um að félagið hefði sveigjanleika til staðfærslu á mismunandi markaðssvæðum.

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Nýtt viðmót skerpir þjónustuleiðir

Leiðarkerfi var einfaldað þar sem lögð var áhersla á að draga betur og skýrar fram fjölbreyttar þjónustuleiðir, sem áður voru lítt sýnilegar á undirsíðum. Sjálfsafgreiðsla viðskiptavina var einnig auðvelduð með betra flæði og endurhönnun reiknivéla. 

Þá var fjárfestahluti vefsins einnig endurhannaður með það í huga að auðvelda aðgengi að lykilupplýsingum um rekstur samstæðunnar.

Uppfærð tækni - ný viðmið í vinnsluhraða

Sérfræðingar Vettvangs hafa undanfarið unnið að því að endurhanna kóðagrunn fyrir öll verkefni til að bæta gæði og skipulag kóðans. Sú vinna hefur einnig skilað sér í stórauknum vinnsluhraða veflausna okkar. 

Veflausn Eimskips var nýtt sem pilot-verkefni fyrir þessa þróunarvinnu og er óhætt að fullyrða að nýjum viðmiðum hafi verið náð hvað varðar vinnsluhraða. Sem dæmi má nefna að hleðsluhraði síðna Eimkips sem hýstar eru á Azure er 0.136 sekúndur (með „cache“) en meðatalshleðsluhraði vefsíðna er um 3,2 sekúndur.

Veflausnir færðar í sameinað Azure umhverfi

Í samræmi við umfangsmikinn rekstur Eimskip samstæðunnar er kerfisreksturinn flókinn. Í tengslum við nýja uppfærslu á vef fyrirtæksins var tekin ákvörðun um að endurskipuleggja, einfalda og nútímavæða kerfisreksturinn og færa allar veflausnir í sameiginlegt Azure umhverfi.

Þann þátt verkefnisins annaðist Well Advised, systurfyrirtæki Vettvangs. 

Þessi uppfærsla var töluvert umfangsmikil og flókin en fólst hún meðal annars í eftirfarandi verkþáttum:

  • Teikna og setja upp nútímalegt, samræmt hýsingarumhverfi í Azure fyrir allar lausnir Eimskip samstæðunnar
  • Setja upp þjónustur, skilgreina afritunarreglur og yfirfara áskriftir til að lækka kostnað
  • Fara yfir og samræma allar öryggisstillingar
  • Setja upp DevOps þróunarferla til að auðvelda framtíðarþróun lausna

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur