Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Hvort sem um ræðir fyrirtæki í B2B geiranum, opinberar stofnanir, lífeyrissjóði eða stéttarfélög, þá hafa væntingar notenda stökkbreyst síðustu ár. Þeir búast við að geta afgreitt sig sjálfir hvar og hvenær sem er – á þjónustuvef eða „Mínum síðum“ – rétt eins og þeir hafa vanist sem neytendur. Samkeppni og aukin krafa um gagnsæi, skilvirkni og góða þjónustu gera slíkar lausnir að lykilþætti í stafrænni þjónustu. 

Hér reynum við að svara þremur lykilspurningum: 

  1. Hvað gerir þjónustuvefi í B2B geirum sérstaklega mikilvæga í dag?
  2. Hvað einkennir bestu þjónustuvefina?
  3. Hvernig nýtast þjónustuvefir til að auka veltu og tryggð viðskiptavina?

Helstu atriði til að taka með:

  • B2B viðskiptavinir búast við sömu notendaupplifun og á neytendamarkaði – fyrsta flokks viðmót og notendaupplifun er krafan í dag.
  • Samþætting við lykilkerfi (ERP, CRM, reikningakerfi o.fl.) er undirstaða áreiðanlegrar og framtíðartryggðrar lausnar.
  • Þjónustuvefir eru ekki bara hagræðingartæki heldur geta þeir verið öflug tæki til að auka veltu, markaðshlutdeild og tryggð.
  • Sveigjanlegur, sérsmíðaður vefur leggur grunn að nýtingu AI, sjálfvirkni og spálíkana til að mæta kröfum framtíðar.

Viðskiptavinir í B2B reikna með B2C notendaupplifun

Hver einasti viðskiptavinur í B2B viðskiptum er einnig neytandi, sem hefur reynslu af viðskiptum við háþróaðar vefverslanir, banka, flugbókunarsíður o.s.frv. Þar verða til væntingar fyrir viðskipti í B2B. 

Viðskiptavinir ætlast til þess að geta afgreitt sig auðveldlega sjálfir þegar þeim hentar og engin þolinmæði er fyrir þjónustuvefjum sem eru flóknir, gamaldags eða bjóða almennt lélega notendaupplifun. 

Fyrsta flokks UX/UI í stafrænni B2B þjónustu er ekkert flottræði eða „nice-to-have“. Það er einfaldlega krafa dagsins að viðmót sé aðlaðandi, skýrt og einfalt, rétt eins og á neytendamarkaði. 

Rannsóknir staðfesta þetta: 92% kaupenda í B2B kjósa frekar að kaupa í gegnum netið í gegnum sjálfsafgreiðslu og 80% ætlast til sömu upplifunar og þeir njóta í sínum B2C viðskiptum. 


Lyfja

Mínar síður Lyfju

Vef- og applausnir Lyfju hafa unnið til fjölmargra verðlauna enda leggur fyrirtækið mikla áherslu á framúrskarandi notendupplifun og auðvelda sjálfsafgreiðslu frá A-Ö. Það eru úrvalslausnir sem þessar á neytendamarkaði sem setja viðmið fyrir þjónustuupplifun í B2B. 

Öflug samþætting lykilatriði

Styrkur góðra þjónustuvefja liggur ekki síst undir húddinu. Notendur ætlast til að vefurinn sé áreiðanlegur og villulaus - að hann veiti réttar upplýsingar á réttum tíma. 

Það skiptir litlu máli hversu viðmótið er fágað ef tengingar eru ekki hnökralausar við viðskiptakerfi sem reksturinn byggir allt sitt á. 

Tengigeta við önnur kerfi er líka lykill að því að framtiðartryggja lausnina. Opinn arkitektúr og traustar API tengingar og gera kleift að tengja við nýjustu og bestu lausnir hverju sinni, án þess að rífa í sundur það sem fyrir er.

Slíkur sveigjanleiki er nauðsynlegur í B2B þar sem viðskiptaupplýsingar eru oft ítarlegar og þjónustuþarfir breytast yfir líftíma viðskiptasambands.


LSR

Þjónustuvefur LSR

LSR leggur mikla áherslu á stafræna þjónustu. Nýr þjónustuvefur LSR auðveldar sjóðfélögum mjög að afgreiða sig sjálfa með vel hönnuðu viðmóti og skipulagi upplýsinga.

Tæki til að vaxa - ekki bara hagræða

Oft er litið á þjónustuvefi sem hentugar lausnir til að minnka álag á þjónustu, fækka símtölum og tölvupóstum. Þetta er gott og gilt markmið og oft getur náðst umtalsverð hagræðing með þeim hætti.

En öflugur þjónustuvefur getur gert miklu meira gagn en það. Hann getur verið lykiltæki til að auka veltu og viðskiptatryggð.

Þegar viðskiptavinir skrá sig inn til að skoða stöðu pantana, sækja reikninga og sýsla með upplýsingar sínar er kjörið tækifæri til nálgast þá með tilboðum og tillögur að nýjum viðskiptum eða vörum.

Í stað þess að afgreiða pantanir á passífan hátt er þannig hægt að nýta slíkar lausnir markvisst til að auka veltu og viðskiptavild.


Epli

Vönduð notendastýring hjá Epli

Epli býður viðskiptavinum sínum, hvort sem er í B2C sem B2B viðskiptum, frábæra þjónustu í gegnum Mínar síður. Þar má meðal annars finna ítarlega notendastýringu sem auðveldar afgreiðslu og tryggir öryggi í viðskiptum.

Sérsmíðaðir þjónustuvefir bestir fyrir framtíðarþróun

Vandaður þjónustuvefur leggur grunninn að framtíðarþróun. Það er mikilvægt að auðvelt sé að þróa lausnina áfram eftir því sem tækninýjungar koma fram og þarfir notenda breytast. 

Framtíðin liggur meðal annars í spálíkönum um eftirspurn og AI erindrekum (e. agents) sem svara flóknum fyrirspurnum og annast alls kyns samskipti, pantanir og jafnvel samningagerð, án þess að manneskjur komi þar nærri.

Staðlaðar lausnir geta virst þægilegur kostur, en þær koma með dulinn kostnað sem er minni sveigjanleiki, minni stjórn og hætta á að læsast inni í óhentugu kerfi.  

Sérsmíðaður þjónustuvefur sem er hannaður til að tengjast nýjum lausnum er framtíðartryggður fyrir ófyrirséðum möguleikum. Þannig er hægt að bregðast hratt við aðgerðum samkeppnisaðila, breyttum kröfum notenda eða nýjum stöðlum og reglum. 

Þeir sem eru læstir inni í staðlaðri lausn - sem þeir hafa engin áhrif á - eiga mun erfiðara um vik.

Þjónustuvefir fyrir stofnanir og félagasamtök

Þjónustuvefir fyrir opinbera aðila, lífeyrissjóði eða félagasamtök fylgja sömu lögmálum og í B2B: notendur búast við einföldu, notendavænu viðmóti og greiðu aðgengi að upplýsingum og þjónustu. 

Með samþættingu við lykilkerfi – svo sem sjóðakerfi, félagsmannaskrár og greiðslukerfi – verður þjónustan áreiðanleg, skilvirk og gagnsæ. Þetta eykur traust og auðveldar notendum að klára sín mál sjálfir, hvar og hvenær sem þeim hentar.

Ávinningurinn birtist ekki aðeins í betri þjónustu heldur líka í hagræðingu með færri símtölum og einfaldari afgreiðslu, sem sparar tíma bæði fyrir notendur og starfsfólk, á sama tíma og stofnunin eða félagið fær betri yfirsýn og skilvirkari ferla.


VR

Mínar síður VR

VR veitir þjónustu til tugþúsunda Íslendinga á hverjum degi. Vandaður þjónustuvefur léttir mjög á álagi starfsmanna og mætir kröfum félaga um nútímalega, stafræna þjónustu.

Samantekt

Vel útfærður þjónustuvefur mætir væntingum notenda – hvort sem þeir eru viðskiptavinir, félagsmenn eða almennir borgarar. Hann sparar tíma, minnkar kostnað, auðveldar aðgengi að upplýsingum og styrkir traust í samskiptum. Með samþættingu við lykilkerfi og sveigjanlega tækni til áframhaldandi þróunar verður hann grunnur að nýsköpun og stafrænum umbótum.

Spurt og svarað um B2B þjónustuvefi

Q: Hver er helsti ávinningur af því að innleiða B2B þjónustuvef?
A: Hann eykur sjálfsafgreiðslu, minnkar álag á þjónustu og getur jafnframt aukið veltu með markvissum samskiptum við viðskiptavini.

Q: Af hverju er UX/UI jafn mikilvægt í B2B og B2C?
A: Vegna þess að B2B kaupendur bera saman upplifun sína við bestu neytendalausnir sem þeir nota daglega – og búast við sama einfaldleika og skýrleika.

Q: Hvers vegna skiptir samþætting kerfa á B2B þjónustuvefjum svona miklu máli?
A: Án traustra tenginga við viðskiptakerfi er hætta á villum, rangri upplýsingagjöf og minni notkun á vefnum. Samþætting er lykill að trausti og áreiðanleika.

Q: Er betra að nota staðlaða lausn frekar en láta smíða þjónustuvefinn frá grunni?
A: Staðlaðar lausnir geta hentað einföldum þörfum, en þær hafa minni sveigjanleika og læsa fyrirtæki inni í kerfi sem þróast ekki endilega með þeim. Sérsmíðaður þjónustuvefur býður upp á fulla stjórn, möguleika á samþættingu við lykilkerfi og frelsi til að tengjast nýrri tækni þegar hún kemur fram.

Q: Hvernig er þjónustuvefurinn best tryggður fyrir framtíðarþróun?
A: Með opnum arkitektúr, API tengingum og sveigjanleika til að bæta við nýrri tækni, eins og AI og sjálfvirkni, þegar hún verður aðgengileg.

Q: Hvernig nýtast þjónustuvefir - Mínar síður - opinberum aðilum eða félagasamtökum?
A: Þeir veita félagsmönnum eða notendum greiðan aðgang að upplýsingum, umsóknum og þjónustu allan sólarhringinn, spara tíma, minnka kostnað af þjónustuveri og auka gagnsæi í samskiptum.