Innnes er leiðandi aðili á matvörumarkaði og hefur verið leiðandi á sínum markaði í áratugi. Stefna Innnes er að bjóða allt á einum stað fyrir heildsala, smásölukeðjur, veitingahús, mötuneyti og stóreldhús.
Lykilþáttur í góðum árangri Innnes undanfarin ár er markviss fjárfesting í tækniþróun og lausnum til sjálfsafgreiðslu viðskiptavina í gegnum hátæknivætt vöruhús og vandaðar veflausnir.
Vefverslun Innnes hefur til dæmis vaxið gríðarlega síðan hún var opnuð fyrst 2018.
Tinna Harðardóttir er upplýsingatæknistjóri Innnes og hefur borið hitann og þungann af stafrænni umbreytingu fyrirtækisins undanfarin ár. Hún segir okkur hér frá helstu verkefnum, vörum og árangri.