Leiðandi í stafrænni þjónustu
Innnes hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að tæknivæddri þjónustu í matvörugeiranum. Fyrirtækið hefur markvisst fjárfest í sjálfvirkni, veflausnum og hátæknivöruhúsi sem saman mynda eina heildstæða, stafræna þjónustukeðju.
Nýjasta varðan í tæknivæðingu þjónustunnar er Innnes appið - nýtt pöntunarforrit sem gerir viðskiptavinum kleift að sinna innkaupum sínum á einfaldan, fljótlegan og notendavænan hátt. Lausnin var þróuð í nánu samstarfi Vettvangs og systurfyrirtækisins Apparatus.