Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Leiðandi í stafrænni þjónustu

Innnes hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að tæknivæddri þjónustu í matvörugeiranum. Fyrirtækið hefur markvisst fjárfest í sjálfvirkni, veflausnum og hátæknivöruhúsi sem saman mynda eina heildstæða, stafræna þjónustukeðju.

Nýjasta varðan í tæknivæðingu þjónustunnar er Innnes appið - nýtt pöntunarforrit sem gerir viðskiptavinum kleift að sinna innkaupum sínum á einfaldan, fljótlegan og notendavænan hátt. Lausnin var þróuð í nánu samstarfi Vettvangs og systurfyrirtækisins Apparatus.

Hátæknivöruhús og öflug vefverslun

Þegar Innnes opnaði hátæknivöruhús sitt árið 2020 varð ákveðin bylting í þjónustu við matvörugeirann. Þar vinna sjálfvirk kerfi og stafræn ferlastýring saman að því að tryggja skilvirkni, nákvæmni og hraða í afhendingu.

Vöruhúsið tengist beint við vefverslun Innnes, sem hefur vaxið gríðarlega frá því hún var opnuð árið 2018. Hlutfall netpantana hefur margfaldast á örfáum árum og er vefverslunin í dag lykilsölurás fyrirtækjasviðs Innnes.

Appið er næsta rökrétta skref í tæknivæðingu Innnes enda byggir það á sama tæknigrunni og knýr bæði vefverslunina og vöruhúsið. Það tengir saman pantanir, vörur og birgðastöðu í rauntíma, þannig að viðskiptavinir geti afgreitt sig sjálfir, hvar sem þeir eru staddir.


Innnes 1 New

Frá vefverslun til snjallapps

Eftir mikinn veltu vöxt í vefversluninni sá Innnes tækifæri til að færa þjónustuna enn nær daglegu starfsumhverfi viðskiptavina sinna. Margir þeirra pöntuðu þegar í gegnum síma, en með nýju appi var hægt að stíga næsta skref - að bjóða upp á meiri hraða, betra aðgengi og sérhannað viðmót fyrir símanotkun.

Appið nýtir sama tæknigrunn og vefverslunin, sem fyrr segir, byggir á sameiginlegum þjónustum og API-endapunktum, og fellur þannig náttúrulega inn í núverandi innviði Innnes. 

Hannað fyrir fagfólk sem hefur nóg að gera

Markmið verkefnisins var að skapa stöðugt og hraðvirkt app sem styður dagleg störf fagfólks í eldhúsum, mötuneytum og verslunum. Fyrsta flokks notendaupplifun var höfð að leiðarljósi í öllu ferlinu, frá prótótýpu til lokaútgáfu.


Innnes 2 New

Helstu eiginleikar appsins:

  • Yfirlit yfir pantanir og vörur - auðvelt að endurpanta og fylgjast með stöðu pantana
  • Snjöll og hraðvirk leit - finnur réttu vöruna á svipstundu
  • Vörulistar - vista reglulegar pantanir og flokka eftir deildum eða tilefnum
  • Strikamerkjaskanni - pantar vörur beint úr hillunni með einu skanni
  • Tilkynningar - tryggja að notendur séu alltaf með nýjustu upplýsingar

Tæknin í þágu fyrsta flokks þjónustu

Appið er ný sölurás en jafnframt eðlilegt framhald af þeirri stefnu Innnes að bjóða viðskiptavinum sjálfsafgreiðslu og aðgengi að þjónustu hvenær sem er. Bætt pöntunarflæði og þægilegt viðmót flýtir fyrir og auðveldar viðskiptavinum að klára sín erindi fljótt og vel.

Stór varða á stafrænni vegferð

Innnes appið er nýjasta skrefið í langtímastefnu fyrirtækisins um að þróa lausnir sem spara tíma, auka yfirsýn og bæta þjónustu. Með appinu styrkir Innnes stöðu sína sem tæknileiðtogi á matvælamarkaði og leggur grunninn að enn frekari sjálfvirkni og snjalllausnum á komandi árum.

Það var virkilega spennandi fyrir okkur hjá Apparatus að fá að taka þátt í þessu verkefni, hjálpa Innnes að taka þjónustuna á enn hærra stig með þessu glæsilega appi. Við finnum sterkt fyrir því að B2B markaðurinn er tæknivæðast hratt, fyrirtæki vilja bjóða fyrsta flokks þjónustu í gegnum stafrænar lausnir. Við hlökkum til framhaldsins.

Brynjar Gauti 1

Brynjar Gauti

Tæknistjóri Apparatus

Systurfyrirtæki Vettvangs, Apparatus, þróar framúrskarandi öpp og snjallar lausnir fyrir fólk og fyrirtæki, vítt og breitt.

Taktu þjónustuna á nýtt stig með nýju appi - skoðaðu verkefni Apparatus og frábæra samstarfsaðila 👇👇

https://www.apparatus.is/