Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Af hverju þjónustusamningar skipta máli - helstu atriði:

Þjónustusamningar

  • tryggja aðgang að sérfræðingum sem þekkja lausnina og geta brugðist hratt við
  • halda stafrænni lausn lifandi og samkeppnishæfri með reglulegum umbótum
  • fyrirbyggja tækniskuldir og draga úr líkum á kostnaðarsömum lagfæringum síðar
  • skapa fyrirsjáanleika í rekstri - bæði fyrir viðskiptavininn og þjónustuaðila
  • tryggja betri kjör á tímagjaldi og samfellu í þjónustu

Margir af mikilvægustu innviðunum eru stafrænir

Stafrænar lausnir gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í rekstri og starfsemi langflestra fyrirtækja og stofnana í dag. Öflugur vefur getur skilið algerlega á milli feigs og ófeigs hvað varðar samkeppnihæfni.

Notendur og skjólstæðingar fyrirtækja og stofnana gera ráð fyrir fyrsta flokks aðgengi að upplýsingum og þjónustu í gegnum þessar lausnir.

Ef hún virkar ekki 100% eins og notendur ætlast til kemur það fjótt niður á tekjum og þjónustustigi.

Stafrænar lausnir eru lykilinnviðir sem þarf að viðhalda

Það er því mjög mikilvægt að líta á smíði nýrra lausna sem innviðafjárfestingu (fremur en til dæmis markaðskostnað), sem þarf að hlúa að og halda við, rétt eins og um verðmæta fasteign væri að ræða.

Fyrirtæki gera nákvæmar áætlanir um rekstur og viðhald húseigna og tækja - ef verðmætum eignum er ekki haldið við grotna þær niður og bitna á endanum á rekstrar- og samkeppnishæfni.

Stafrænar lausnir grotna ekki niður með sama hætti og steypa og stál, en uppfæra þarf vefinn reglulega með auknum kröfum notenda, og bæta við eða breyta lausnum eftir því sem fyrirtæki útvíkka starfsemi sína.

Tækniskuldir - ósýnilegur kostnaður sem hægt er að forðast

Það getur verið mjög kostnaðarsamt að spara um of við sig í tækniþróun, safna upp tækniskuldum sem þarf fyrr eða síðar að vinda ofan af, sérstaklega þegar tækniþróun er jafn gríðarlega hröð og hún er í dag. 

Slíka skuldaklafa getur verið erfitt að vinna niður. Miklu skynsamlegra er að byggja á nútímalegum og opnum veflausnum sem auðvelt er að tengja við aðrar lausnir og uppfæra jafnt og þétt.

Róm var ekki byggð á einum degi, og engin stafræn lausn er í raun fullsmíðuð.

Þróunin heldur stöðugt áfram.


Vettvangur Thjonustusamningur Hero

Tryggt aðgengi að sérfræðingum

Tími sérfræðinga okkar - frekar en hjá öðrum hugbúnaðarfyrirtækjum - er ekki lagervara sem liggur lausu. Þjónustusamningur tryggir fastan aðgang að tíma hönnuða, forritara og annara sérfræðinga og mun hraðari viðhalds- og þróunarvinnu.

Tryggur aðgangur að sérfræðiþekkingu

Tími sérfræðinga okkar - frekar en hjá öðrum - er ekki lagervara sem liggur lausu. Allir okkar sérfræðingar eru á kafi í verkefnum alla daga. Það er því alls ekki víst að hægt sé að ganga í ný verkefni eða umbætur með skömmum fyrirvara ef ekki er fyrir hendi þjónustusamningur.

Þjónustusamningur tryggir fastan aðgang að tíma hjá okkar fólki og mun hraðari viðhalds- og þróunarvinnu.

Náið samstarf skilar betri árangri

Því reglulegri sem samskiptin eru því betur lærum við á þarfir og áskoranir viðskiptavina okkar. Reglulegir fundir gefa tækifæri til að ræða áskoranir, bregðast við breytingum á markaði og skoða saman hugmyndir að nýjungum til að ráðast í næst.

Fyrirsjáanleiki og hagræði fyrir báða aðila

Fyrirsjáanleiki í rekstri er alltaf mikill kostur. Samningur um fasta, mánaðarlega fjárfestingu við þróun og rekstur umhverfa, er ávinningur fyrir jafnt markaðsstjórann, vefstjórann eða fjármálastjórann.  Það er á sama hátt mjög mikilvægt fyrir áætlanagerð og skipulag okkar á Vettvangi.  

Fyrirsjáanleiki þjónustusamninga og hagræði sem þeir skapa gefur okkur á móti svigrúm til bjóða viðskiptavinum okkar umtalsvert betri kjör á tímavinnu.

Allir græða.

Tryggur aðgangur að sérfræðiþekkingu

Fastur þjónustusamningur tryggir aðgang viðskiptavina að sérfræðingum okkar á hagstæðum kjörum.

Nánara samstarf

Reglulegir stöðufundir þar sem farið er yfir verkefnin sem framundan eru gríðarlega mikilvægir.

Engin hætta á tækniskuldum

Það er varasamt og dýrt að safna tækniskuldum. Þjónustusamningur er ávísun á stöðuga þróun á stafrænum lausnum. 

Þjónustustig eftir þörfum

Þótt samið hafi verið um tiltekið þjónustustig, til dæmis, í formi fastra tíma á mánuði er slíkt samkomulag ekki meitlað í stein. Það geta komið tímar þar sem ástæða þykir til að stækka samninginn - fjölga tímunum - og fækka aftur þegar stórum uppfærslum er lokið.

Umsamda tíma þarf ekki heldur að nota innan mánaðar - ef þeir nýtast ekki þann mánuðinn flytjast þeir áfram og nýtast síðar.

Samantekt - stöðug þróun, ekki stöðnun

Í nútímaumhverfi hraðra tæknibreytinga og harðrar samkeppni á öllum sviðum er skynsamlegt að sinna stafrænum lausnum í samstarfi við sérfræðinga á því sviði. 

Þjónustusamningar veita aðgang að sérfræðingum okkar á hagstæðum kjörum og tryggja að stafrænar lausnir viðskiptavina eru ávallt uppfærðar miðað við nýjustu tækni og þróun á markaði.

Spurt og svarað um þjónustusamninga

Q: Af hverju ættu fyrirtæki að gera þjónustusamninga um þróun stafrænna lausna?

A: Af því þeir tryggja að lausnir haldist öruggar, uppfærðar og í takt við nýjustu tækni. Þeir veita einnig forgang og stöðugan aðgang að sérfræðingum þegar þörf krefur.

Q: Er ekki nóg að kalla bara eftir þjónustu þegar eitthvað bilar?

A: Það getur gengið til skamms tíma, en þannig safnast upp tækniskuldir. Reglulegt viðhald og umbætur eru ódýrari og öruggari en stórar lagfæringar með löngu millibili

Q: Hver er helstu ávinningur fyrir viðskiptavini?

A: Aukið öryggi, fyrirsjáanleiki í kostnaði, skjótari viðbrögð og betri þjónusta. Lausnin þróast í takt við þarfir í stað þess að dragast aftur úr.

Q: Hversu stórir þurfa þjónustusamningar að vera?

A: Þjónustusamningar eru sveigjanlegir – hægt er að fjölga eða fækka tímum tímabundið eftir álagi. Ónotaðir tímar flytjast yfir í næsta mánuð.