Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Hönnunarsprettir á Vettvangi (e. Design Sprints): Styttri þróunartími og minni áhætta

Hönnunarsprettir (e. design sprints), eru þrautreynd aðferðafræði sem upprunnin er hjá Google og byggir á „Design thinking“. Með því að safna saman lykilfólki í stutta og markvissa vinnustofu er hægt að stytta þróunartíma, lágmarka áhættu og tryggja að lausnir mæti raunverulegum þörfum notenda.

Fyrirtæki jafnt sem opinberir aðilar nota þessa aðferð til að prófa hugmyndir hratt og fá áþreifanlegar niðurstöður áður en farið er út í umfangsmikla hönnun og forritun.

Á Vettvangi höfum við aðlagað hönnunarspretti að íslenskum aðstæðum og notum þá í vef- og appverkefnum fyrir viðskiptavini á borð við Domino’s, Lyfju, VR, KSÍ og Lífeyrissjóð verzlunarmanna.


Honnunarsprettir Vinnustofa

Notendamiðuð hönnun (Design Thinking) í forgrunni

Allt byrjar hjá notandanum. Með notendamiðaðri hönnun tryggjum við að þarfir, óskir og upplifun notenda ráði för í öllum verkefnum. 

En endirinn liggur líka hjá notandanum. Það er hann sem sker úr um hvort lausnin skilar því sem hún á að gera. Falli lausnin á prófi notandans hefur hún mislukkast.

Aðferðafræði Google Design Sprints

Við styðjumst við aðferðafræði sem þróuð var hjá Google Ventures og byggir á sex stigum:

  • Skilningur
  • Afmörkun
  • Uppkast
  • Ákvörðun
  • Prótótýpa
  • Staðfesting

Honnunarsprettur Grafik

Aðferðafræði Google við þróun lausna

Hönnunarsprettir í anda „Google Design Sprints“ eru framkvæmdir á  hönnunarstofum um allan heim - og líka á Vettvangi.

Skrefin í hönnunarspretti með Vettvangi

Við aðlögum sprettina að hverju verkefni fyrir sig en ferlið er yfirleitt svona:

1: Skilningur og afmörkun - sjónarmið hagmunaaðila og notenda

Fyrsta skrefið er að öðlast sameiginlegan skilning helstu hagsmunaaðila á viðfangsefninu. Til þess þarf að fá öll möguleg sjónarmið, væntingar og skoðanir verkefnisteymis upp á yfirborðið í frjálsu flæði.

Mikilvægt er að notandinn og sjónarmið hans hafi sæti við borðið frá upphafi. 

Í þessari vinnu notum við aðferðir eins og:

  • Viðtöl og kannanir meðal notenda
  • „How Might We”
  • “Blue Sky Thinking”
  • Notendasögur

Þessum hluta lýkur á samantekt og úrvinnslu þeirra gagna sem urðu til í vinnunni.

Google hönnunarsprettir útskýrðir

Hér er stutt kynningarmyndband frá Interaction Design Foundation þar sem farið er yfir aðferðafræði Google, skref fyrir skref.

2: Uppkast að lausn - hugmyndavinna og teikningar

Í þessum fasa spreyta þátttekndur sig á því að teikna upp tillögur að viðmóti fyrir lausn sem byggir á þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin. 

Við vinnum með annars með þessar leiðir:

  • Crazy 8’s - átta teikningar á átta mínútum!
  • Tekið að láni - skoðum lausnir úr öðrum geirum og aðlögum að okkar vanda
  • Forsenduprófanir
  • Kynningar á lausnum og kosningar

Þegar farið hefur yfir allar tillögur er ein kosin til að þróa áfram.

Hönnunarspretturinn með Vettvangi gekk gríðarlega vel, góð samskipti og hröð vinnubrögð einkenndi þeirra starf. Þar að auki var vefurinn sem þau smíðuðu mjög vel heppnaður. Ég mæli hiklaust með þeim sem samstarfsaðila í litlum sem stórum verkefnum.

Gudjon Elmarpng

Guðjón Elmar Guðjónsson

Markaðsstjóri Netgíró

3: Prótótýpa unnin - frumgerð unnin í Figma

Hér kemur til kasta hönnuða Vettvangs sem taka við keflinu og nýta þá hugmyndavinnu sem þegar hefur farið fram. Prótótýpa er hönnuð og sett upp á vinnusvæði í Figma sem verkefnisteymi fær aðgang að og getur veitt endurgjöf þar beint í gegn.

Yfirleitt er smíðuð tillaga að fullhannaðri lausn, sem hægt er að vafra um líkt um eiginlegan vef væri að ræða.

  • Hönnuðir Vettvangs taka boltann og hanna frumgerð að endanlegri lausn
  • Verkefnisteymi fær aðgang að vinnusvæði Figma og veitir endurgjöf eftir samkomulagi

Ég mæli hiklaust með hönnunarsprettinum hjá Vettvangi. Vinnan er faglega unnin frá A-ö og það er vel hlustað á allar ábendingar og athugasemdir á meðan á ferlinu stendur. Hönnunarspretturinn auðveldar áframhaldandi vinnu og flýtir fyrir þessari grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað áður en stofnanir láta forrita nýja heimasíðu.

Maria

Maria Neves

Samskiptastjóri Borgarbyggðar

4: Endurgjöf og prófanir - hagsmunaaðilar og notendur gefa álit áður en forritun hefst

Áður en eiginleg lokahönnun og forritun hefst er mikilvægt að yfirfara prótótýpu rækilega með helstu hagsmunaaðilum og notendahópum. Það getur verið kostnaðarsamt að hlaupa hratt yfir þennan fasa og uppgötva fyrst þegar lausnin hefur verið gefin út að ekki hefur verið hlustað á allar raddir.

Meðal verkþátta í þessum fasa:

  • Endurgjöf frá helstu hagsmunaaðilum.
  • Prófanir á völdum notendum.
  • Prótótýpa uppfærð samkvæmt endurgjöf.
  • Samþykkt prótótýpa er afhent viðskiptavini til eignar.

Ávinningur fyrir fyrirtæki og opinbera aðila

Með hönnunarsprettum sparast tími, áhætta minnkar og niðurstöður verða sýnilegar mun fyrr. Þetta nýtist jafnt fyrirtækjum sem vilja auka samkeppnishæfni sem opinberum aðilum sem þurfa að veita skilvirka og notendavæna þjónustu.

Þróun lausna á Vettvangi

Hönnunarspretti lýkur með fullmótaðri útfærslu á endanlegri lausn. En þá er verkefnið rétt að hefjast. Við tekur eiginleg smíði lausnarinnar, sem felur í sér lokahönnun á öllum eigindum, fram- og bakendaforritun og tengingum milli kerfa.

Vettvangur hefur á að skipa reynslumiklum forriturum sem hafa smíðað nokkrar af öflugustu veflausnum landsins fyrir samstarfsaðila eins og Domino’s, Lyfju, VR, Heilsuveru, Innnes, HS Orku - og lengi mætti telja.

Spurt og svarað um hönnunarspretti

Q: Hvað er hönnunarsprettur (e. design sprint)?

A: Hönnunarsprettur er stutt, áköf vinnustofa þar sem hagsmunaaðilar prófa hugmyndir í frjálsu flæði. Vinnustofu er fylgt eftir með smíði prótótýpu til að formgera hugmyndirnar.

Q: Hvað tekur hönnunarsprettur langan tíma?

A: Okkar útfærsla af hönnunarsprettum felur í sér vinnustofu í hálfan dag, en hönnun prótótýpu tekur nokkra í framhaldi af henni.

Q: Hverjir taka þátt í vinnustofum?

A: Yfirleitt eru það 6 -10 lykilstarfsmenn fyrirtækisins, sem hafa tengingu við úrlausnarefnið, ásamt 2-3 sérfræðingum Vettvangs

Q: Eru hönnunarsprettir aðeins fyrir fyrirtæki í einkageiranum?

A: Nei. Aðferðin nýtist jafnt fyrirtækjum sem opinberum aðilum sem þurfa að þróa nýjar, stafrænar lausir.

Q: Hvaðan kemur hugtakið „Design Sprint“?

A: Aðferðafræðin var þróuð hjá Google af Jake Knapp og hefur síðan verið innleidd í fyrirtækjum um allan heim.