Hönnunarsprettir á Vettvangi (e. Design Sprints): Styttri þróunartími og minni áhætta
Hönnunarsprettir (e. design sprints), eru þrautreynd aðferðafræði sem upprunnin er hjá Google og byggir á „Design thinking“. Með því að safna saman lykilfólki í stutta og markvissa vinnustofu er hægt að stytta þróunartíma, lágmarka áhættu og tryggja að lausnir mæti raunverulegum þörfum notenda.
Fyrirtæki jafnt sem opinberir aðilar nota þessa aðferð til að prófa hugmyndir hratt og fá áþreifanlegar niðurstöður áður en farið er út í umfangsmikla hönnun og forritun.
Á Vettvangi höfum við aðlagað hönnunarspretti að íslenskum aðstæðum og notum þá í vef- og appverkefnum fyrir viðskiptavini á borð við Domino’s, Lyfju, VR, KSÍ og Lífeyrissjóð verzlunarmanna.