Undirbúningur efnis fyrir nýjan vef skiptir miklu máli
Undirbúningur og vinnsla vefefnis er eitt mikilvægasta skrefið þegar nýr vefur er í smíðum. Hvort sem um ræðir texta, myndir eða myndbönd er lykilatriði að byrja snemma og hafa efnið klárt áður en hönnun og forritun hefst.
Of oft tefjast verkefni af því að efni vantar eða er ekki tilbúið – sem kostar bæði tíma og fjármuni. Með góðri verkefnastjórnun, skýrri ábyrgð og markvissri úttekt á efninu geturðu tryggt að nýr vefur verði bæði upplýsandi, notendavænn og skili þeim árangri sem stefnt er að.