Traustur og stöðugur vefur tryggingarisa

Með glæsilega uppfærða ímynd og vasa fulla af metnaðarfullum markmiðum var kominn tími á að uppfæra. Allt heila klabbið.

sjova-aukamynd.png (1)

Viðskiptavinir Sjóvár nýta sér vef fyrirtækisins í sífellt auknum mæli ár frá ári. Hvort sem þeir eru að fylla út tjónaskýrslur, ráðstafa Stofnendurgreiðslum eða óska eftir tilboði í tryggingar. Það er því ljóst að vefurinn er stór þáttur í daglegum rekstri og mikilvægur snertipunktur félagsins við viðskiptavini sína. 

Það var því nokkuð ljóst að vanda þyrfti til verka, því minnstu truflanir á vefumhverfi geta haft áhrif á upplifun viðskiptavina á vefnum.

Að því sögðu tóku Sjóvá ákvörðun um að nýr ytri vefur þeirra yrði unninn í Umbraco en það var skýlaus krafa félagsins að unnið yrði í opnu .NET umhverfi.

Snemma árs 2016 lögðumst við svo í sæng með Sjóvá sem hluti af enn stærra stórskotaliði. Í því voru líka snillingarnir í Kosmos og Kaos, sem höfðu verið fengnir fyrr í ferlinu til að hanna og vefa hinar nýju lausnir.

Okkar framlag

Ráðgjöf, verkumsjón og rýni

Í ferli sem þessu er af nægu að taka. Við stóðum (og stöndum enn!) þétt að baki Sjóvá, ræddum og rýndum vandamál og fundum lausnir, miðluðum reynslu okkar og vorum virk í endurgjöf.

Uppsetning á vef- og þróunarumhverfi

Vefteymi Sjóvár hefur fullt aðgengi að öllum öngum vefsins með nútímalegri og öflugri ritstýringu. Allar breytingar milli þróunar, prófunar- og raunumhverfa fljúga í gegn á hraða ljóssins sem gerir viðhald og framþróun að leik einum.

Innleiðing á vefun og virkni samstarfsaðila

Í góðu samstarfi við reynsluboltana hjá Kosmos og Kaos innleiddum við af virðingu fallega hönnun og snyrtilegan framendakóða þeirra og blésum lífi í virkni vefsins.

Kóðun kerfiseininga og samþætting þjónusta

Í hverjum krók og kima eru gáttir sem tengjast hinum ýmsu fyrirliggjandi kerfum Sjóvár. Aukinn úrvinnsluhraði, meiri sjálfvirkni og minni hætta á rangri upplýsingagjöf eru meðal þeirra atriða sem virkniþættir vefsins leysa eða styðja við.

Prófanir og frágangur

Lausnunum var að endingu komið fyrir í öruggu umhverfi kerfismanna Sjóvár þaðan sem lokaprófanir á vef og virkni voru gerðar og endanlegur frágangur vegna samþættinga við þjónustur voru unnar fyrir formlega útgáfu.

Áframhaldandi þjónusta og þróun

Í traustu og metnaðarfullu samstarfi við Sjóvá leitumst við stöðugt eftir því að besta vefinn og betrumbæta, hækka þjónustustig og gera upplifun notanda enn betri.

Niðurstaða

Vefnum var sleppt lausum í október 2016 eftir frábært samstarf og útkoman eftir því. Hann fékk strax afbragðsgóðar móttökur notenda hans — og gilti þá einu hvort um var að ræða viðskiptavini eða starfsmenn.

Mikil ánægja var með það mikla vald sem vefstjórn og vefteymi hefur til að eiga við kerfið og einingar þess. Það eitt og sér færir Sjóvá mikinn rekstrarlegan ávinning en fyrir utan það þá er kerfið laust við öll leyfisgjöld. Hamingja viðskiptavina verður líklega ekki talinn í krónum og aurum en nokkuð ljóst er að ánægður viðskiptavinur er betri viðskipavinur.

Það er okkar trú að þessi fallegi vefur muni færa Sjóvá nýja og glæsta sigra á tryggingamarkaði!

Hér getur þú skoðað vef Sjóvá

Traustur og stöðugur

Vönduð vinnubrögð frá fyrsta kóðabroti hafa skilað okkur vef sem vinnur eins og hestur. Góður frágangur hefur skilað honum í hæsta gæðflokk í hraðaprófunum og nær hnökralaus upplifun notenda er eitthvað sem við erum virkilega hreykin af.

Opinn og sveigjanlegur

Mikil ánægja var með það mikla frelsi og þá ótakmörkuðu stjórn sem vefteymið hefur til að framkvæma sjálft. Það, eitt og sér, færir Sjóvá rekstrarlegan ávinning en þess fyrir utan er kerfið laust við öll leyfisgjöld og fastann kostnað.

„Þegar við lögðum af stað í það risaverkefni að endurhanna vefinn okkar, skipta um vefumsjónarkerfi og yfirfara og endurskrifa allt efni þar inni, vissum við að okkar biði mikil vinna. Við fengum Vettvang með okkur í lið til þess að setja upp vefumsjónarkerfið og til að þróa með okkur veflausnir til að tala við kerfin okkar. Sú vinna sem öflugt teymi Vettvangs skilaði af sér fór fram úr okkar björtustu vonum og hafa þeir verið ómissandi samstarfsaðili í þessu verkefni.“
Fannar Ásgrímsson, vef- og nýmiðlastjóri Sjóvár
Fannar Ásgrímsson, vef- og nýmiðlastjóri Sjóvár