Þar sem fimm vörumerki mætast í fallegum vef

Það var glatt á hjalla þegar við hófum samstarf með Bestseller á Íslandi. Markmið um stórbætta þjónustu við viðskiptavini yfir vefinn var eins og tónlist í okkar eyrum.

bestseller-auka@2x.png

Með vörumerki eins og Vero Moda, Jack & Jones, Selected og Vila undir beltinu á Bestseller tryggan hóp fylgjenda en félagið hefur í yfir 20 ár boðið Íslendingum hágæða tískufatnað á góðu verði.

En betur mátti ef duga skyldi þegar kom að stafrænni strategíu félagsins. Og fyrsta mál á dagskrá ― öflugur miðlægur punktur (lesist: vefur) sem myndi geta tengt saman hina ýmsu anga markaðsstarfsins. 

Markmiðin voru skýr af hálfu Bestseller: Að auka tekjustreymi félagsins með nýjum og bættum afgreiðsluleiðum, stórefla þjónustu við viðskiptavini með lítið notuðum eða ónotuðum rásum og skapa ímynd og vitund sem styðja við markmiðið að vera leiðandi á íslenskum markaði í fataverslun á netinu.

Við kolféllum fyrir þeim metnaði sem skein af Bestseller teyminu og áður en við vissum af vorum við byrjuð að vinna undirbúnings- og forvinnu að lausnunum. 

 

Nálgun

Vandlega unnin þarfagreining og gerð fýsilegra áætlana voru forsenda þess að við gátum skissað grind vefsins, flæði hans og sett fram sambandið þar á milli.

Okkar markmið var að gera upplifunina jafn ánægjulega og ef þú færir í eina af verlsunum þeirra.

Til að mæta þeim markmiðum setum við fókusinn á vörurnar og upplifun notendans af þeim. Vörumyndir eru í hæstu mögulegu gæðum, bæði á yfirlitssíðu og á vörusíðu, og birtast notendum eiturskarpar. Í langflestum tilfellum getur notandi bæði séð vöruna með eða án módels.

Við létum okkur einnig varða „litlu“ hlutina eins og efnasamsetningar, þvottaupplýsingar og stærðartöflur sem eru ætlaðar til að fylla notandann öryggi þegar hann verslar á vefnum. 

 

Karfan og kaupferlið voru okkur einnig sérstaklega hugleikin. Við lögðum áherslu á að ferlið væri skýrt, myndi fylla notandann trausti og öryggi auk þess sem hann kæmist hratt og örugglega í gegnum það. 

Kaupferlið er að sama skapi vandlega samþætt mínum síðum sem flýtir svo enn meira fyrir stór notendum. Við nýskráningu fá notendur, sjálfvirkt, 15% afsláttarkóða sem þeir geta notað við fyrstu pöntum.

Þess fyrir utan innleiddum við litla söluhvata í körfuna sjálfa.

Niðurstaða

Glæsilegum vef Bestseller á Íslandi var sleppt lausum í September 2016 en hann hefur fengið frábærar viðtökur og sú vinna sem var lögð í hann hefur borið ríkulegan ávöxt.