Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Vefurinn settur á vinnslulínuna

Marel hefur skapað sér gott orðspor á heimsvísu fyrir nýsköpun og framúrskarandi vöruþróun. Þróun á nýjum alþjóðlegum vef félagsins var fyrsti áfangi í metnaðarfullri stafrænni vegferð sem ætlað er að auðvelda líf starfsmanna og viðskiptavina nær og fjær.

  • ViðskiptavinurMarel
  • SamstarfsaðiliKolibri
  • Vefurmarel.com

Samstarf um útgáfu

Vettvangur var fenginn til samstarfs um þróun á vef Marels, sem byggður var með Umbraco. Vefurinn kemur úr smiðju Kolibri og við áttum gott og náið samstarf um þróun og útgáfu vefsins. Líkt og góðum vef sæmir hefur hann verið í stöðugri þróun frá útgáfu. Við höldum ótrauð áfram að bæta upplifun notenda og gera upplifun af vefnum eins ánægjulega og hægt er.

Góð heildræn upplifun

Góð heildræn upplifun

Hraði og góð upplifun eru eins og lög gera ráð fyrir. Notendur koma víða að og hraði nettenginga eftir því. Tækjaflóran er einnig jafn fjölbreytt og notendurnir og vitaskuld skalast vefurinn fyrir allar skjágerðir og tryggir þannig bestu mögulegu upplifun.

Umfram allt alþjóðlegur

Umfram allt alþjóðlegur

Marel er með starfsemi sex heimsálfum. Áhersla hefur verið lögð á að helsta efni og upplýsingar séu aðgengilegar viðskiptavinum á þeirra tungumáli. 

Stöðug þróun

Fjárfestavefur

Apríl 2019

Nýir markaðir, nýjar leikreglur. Fjárfestahluti vefsins fékk algjöra yfirhalningu eftir skráningu Marel í hollensku kauphöllina.

Einfaldari og öflugri leit

Júní 2019

Leitarvélin gekk í endurnýjum lífdaga. Hún var einfölduð til muna og fékk öll bætingarefni sem hún þurfti. Hún leitar í öllum gögnum, á öllum tungumálum og flokkar niðurstöður eftir efnisflokkum. 

Vefverðlaun 2018

Við erum stolt og ánægð en vefurinn þótti standa öðrum framar og vann til íslensku vefverðlaunana 2018 í flokki hönnunar og viðmóts. 

Vefverðlaun 2018

Engin vandamál, bara lausnir á háu gæðastigi.

Vettvangur kom inn í endursmíði heimasíðu Marel þegar verkefnið var búið að vera í gangi í tæpt ár. Helsta eftirsjáin er að hafa ekki fengið þá fyrr inn með okkur, þar sem þeirra sýn skerpti mjög á hvað var hægt að gera og hver var besta leiðin að því.

Sérfræðiþekking á Umbraco, vefkerfinu sem við vorum búin að velja, kom sér afar vel. Hjá Vettvangi starfa aðilar sem þekkja kerfið inn og út, sem gerði okkur kleift að fullnýta það sem hafði verið smíðað á þeim tímapunkti, endurnýta í gegnum vefinn og smíða snjallari viðbætur.

Einn mikilvægasti þátturinn í árangursríku samstarfi hefur verið "can-do attitude" sem við upplifum frá Vettvangi. Engin vandamál, bara lausnir á háu gæðastigi.

Björgvin Brynjólfsson, Digital Marketing Manager @ Marel.