Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Öruggari, hraðari og betri Domino’s

Með nýtingu stafrænnar tækni til fulls hefur Domino’s náð árangri á netinu sem flestir geta aðeins leyft sér að dreyma um. Félagið hefur náð undraverðum árangri í sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla sem leysa síendurtekin og tímafrek verkefni, aftur og aftur.

Umbraco valið til verkanna

Vefur Domino’s var færður í funheitan Umbraco-ofn Vettvangs snemma árs 2017. Umbraco uppfyllir kröfur Domino’s um stöðugleika, öryggi og samþættingarhæfni en seinast en ekki síst er það ótakmarkandi þegar kemur að frekari þróun. 

Nýtt viðmót

Þegar við hófum störf var til staðar hönnun og flæði sem virkaði að mörgu leyti vel. Grunnmarkmið viðmótsuppfærslu Domino’s var því fremur öllu að bæta og uppfæra frekar en að kollvarpa. Við höfum póliserað allt heildarlookið, stórbættum pöntunarferlið og bættum við hlutum sem gera líf notenda einfaldara.

Við höfum lagt mikið kapp á að vefurinn virki fyrir sem breiðastan hóp en vefur og virkni er í samræmi við ráðleggingar W3C um aðgengilega vefi.

Matseðill landsmanna

Matseðill landsmanna

Viðskiptavinir Domino’s eru hvergi bangnir við að ganga frá sínum pöntunum í gegnum vefinn. Árið 2018 fóru yfir 350 þúsund pantanir í gegnum vef félagsins, dominos.is.

Breyta og bæta þinni pizzu? Ekkert mál!

Breyta og bæta þinni pizzu? Ekkert mál!

Það hefur aldrei verið auðveldara að hanna sína eigin pizzu, nú eða breyta matseðilspizzu. 

Skiptí helming? Ekkert mál!

Skiptí helming? Ekkert mál!

Getið þið aldrei verið sammála? Ekkert mál, Domino's sér um sína. Þið bara fáið sitthvorn helminginn. 

Fjölgun netgreiðslna

Eitt af stóru áherslu málum Domino's var að fjölga viðskiptavinum sem greiða á vefnum. Við tókum snúning eftir snúning og árangurinn hefur ekki látið á sér standa en velta um vefinn í gegnum greiðslukort og farsímagreiðslur jókst um 80% á milli ára 2018 og 2019 og fer vaxandi.

80%

Vöxtur í netgreiðslum

Áframhaldandi vöxtur í stafrænni sölu

Góður og öflugur vefur er lykilatriði fyrir fyrirtæki eins og Domino‘s og hefur verið ein helsta ástæða fyrir vexti félagsins síðustu ára. Tekjur af sölu í gegnum vefinn haldið áfram að aukast og er svo komið að ríflega 77% tekna Domino‘s koma í gegnum stafræna sölu, vef og app.

77%

Stafræn sala

Hærra conversion

Eftir að nýtt viðmót fór í loftið hefur conversion rate aukist til muna og er í dag um 41% fyrir desktop og um 22% á mobile. 

41%

Conversion rate desktop

Tæknin

Viðmótið er smíðað í React og er svokallað vefapp (e. single page application). Það gerum við til að tryggja hámarksafkastagetu og óaðfinnanlega upplifun notenda en að því sögðu þá getur pizzupöntun getur verið furðu flókin. Margar samsetningar eru skilyrtar öðrum þáttum svo sem heimsendingu, matseðli, botnum o.sfrv. en viðmótið tekur vel á þessu og hjálpar notandanum að komast leiðar sinnar. 

Skilyrðingar á skilyrðingum ofan

Skilyrðingar á skilyrðingum ofan

Margar samsetningar eru skilyrtar öðrum þáttum svo sem heimsendingu, matseðlum, botnum o.sfrv. en viðmótið tekur vel á þessu og hjálpar notandanum alltaf að komast leiðar sinnar.

Margir hamir Domino's

Viðmót Domino’s vefsins getur brugðið sér í mörg líki en eins og alþjóð veit er Domino’s virkt í markaðsstarfinu og mismunandi herferðirnar taka á sig mismunandi líki og vefurinn fylgir að sjálfsögðu með.

Margir hamir Domino's

Herðferðir taka á sig mismunandi líki og vefurinn fylgir að sjálfsögðu með. Nokkur skemmtileg dæmi þess má sjá hér að ofan.

Önnur spennandi verkefni

Samskipti og samþætting við önnur kerfi

Flæði gagna milli vefs, afgreiðslukerfa og annarra kerfa er mikilvægasti hluti þjónustunnar en kerfið er með öllu sjálfvirkt. Pöntunin þín fer til bakarans, sem tekur brosandi á móti henni, á örfáum millisekúndum.

Prófanir og öryggi

Lausnin var prófuð í bak og fyrir til að tryggja hnökralausa upplifun notenda. Álagsprófanir gáfu góða raun og ræður vefurinn við þúsundir samtímanotenda (enda veitir ekki af í megaviku). Að endingu var öryggi vefsins prófað og eflt enn frekar í samstarfi við sérfræðinga á sviði netöryggis.

Nýjir markaðir

Nú geta ferðamenn og aðrir vinir Domino’s með útlensk símanúmer loksins pantað ljúffengar flatbökur og fengið SMS í gegnum vefinn. 

Mitt Domino’s

Með Mínu Domino’s er einfaldara og fljótlegra að panta pizzu! Upplýsingar viðskiptavina sem snúa aftur eru forútfylltar í greiðsluferlinu, vefurinn man hvar var pantað og stingur upp á síðustu stöðum sjálfkrafa. Stórnotendur geta vistað sínar pantanir og endurtekið þær með einum músarsmelli. Lífið verður ekki einfaldara!

Stöðug þróun

Í góðu samstarfi við Domino’s höfum við rætt og rýnt lausnirnar í þaula og kynnt nýjungar og betrumbætur jafnt og þétt.

Upsell

2019

Loksins, loksins. Vefurinn hættir aldrei að hjálpa þér. Nú er næstum því útilokað að gleyma hvítloksolíunni, kókinu eða brauðstöngum.

Nýjar greiðsluleiðir

2019

Síminn Pay, Aur og Kass eru dæmi um greiðslumöguleika sem Domino’s býður upp á til að svara kalli ört stækkandi hóps viðskiptavina.

Ofnæmisvaldar

2019

Ekki örvænta. Domino's er annt um viðskiptavini sína og vill síður sjá þá fá ofnæmisviðbrögð. Öllum matseðilspizzum fylgir nú sjálfvirk upplistun á ofnæmisvöldum og geta notendur því verið vissir um að allt sé eins og það eigi að vera.

Þróun vefsins og stafrænna lausna aldrei verið hraðari og betri

Samstarfið við Vettvang hefur verið gott og árangursríkt. Hjá Vettvangi starfar hæfileikaríkt fólk með mikinn metnað sem einstaklega gott er að vinna með. Við hófum samstarf snemma árs 2017 og hefur þróun vefsins og stafrænna lausna aldrei verið hraðari og betri. Við hjá Domino´s viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á eins góða þjónustu og hægt er og spila þar stafrænar lausnir lykilhlutverk. Teymið okkar hjá Vettvangi hefur reynst okkur mjög vel í þessari vegferð. Í sameiningu höfum við náð að yfirstíga tæknilegar áskoranir og þróað lausnir sem styðja við okkar viðskiptalegu markmið.

Egill Þorsteinsson, Head of digital Dominos Íslandi. 

Hafðu samband

Eigum við að rýna og ræða? Vinna við að þróa árangursríkan vef hefst alltaf á góðu spjalli. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Elmar Gunnarssonframkvæmdastjóri Vettvangs