Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Fjárfest í stafrænu umhverfi

Vettvangur, 66°Norður og ráðgjafar tóku höndum saman um að renna styrkari stoðum undir lausnir félagsins sem hafa, líkt og viðskipti á vefnum, margfaldast í umfangi seinustu misseri.

  • Viðskiptavinur66°Norður
  • SamstarfsaðiliMagnús Bergsson
  • Vefur66north.com

Byrjað á byrjuninni

Umhverfin skipulögð til að geta stutt við alþjóðlegan vöxt

Við hönnun og uppbyggingu umhverfisins var öryggi og skalanleiki í fyrirrúmi enda kerfið byggt til að styðja við alþjóðlegan vöxt félagsins til lengri tíma. Umbraco Cloud þótti svara kallinu best en það byggir á traustri Azure þjónustu Microsoft. Lausninni fylgir skilvirkt umhverfi til að stýra flæði breytinga milli þróunarsvæða og vefs.

Hannaður með notendur í huga

Þarfir notandans eru forgangsatriði á vef 66°Norður. Hönnunin á að vera einföld, skilvirk og flækjast ekki fyrir. Síður vefsins eiga að fylla innblæstri með stórum ímyndar- og vörumyndum ásamt því að koma nauðsynlegum upplýsingum til skila.

Forsíða

Forsíða

Vöruspjald

Vöruspjald

Greiðsluferli

Greiðsluferli

Góð upplifun í öllum tækjum

Það ætti ekki að koma á óvart að stór hluti umferðar um vefinn er með snjalltækjum. Því er órjúfanlegur þáttur við gerð á góðum vef að efni hans fái að njóta sín í öllum skjágerðum.

Markaðssvæði við hæfi

Viðskiptavinir félagsins koma víða að og þótti því bæði skynsamlegt og arðvænlegt að staðfæra vefinn helstu mörkuðum til að gera upplifun notenda betri. Við komu á vefinn er notandi færður á viðeigandi markaðssvæði sem hefur það tungumál, gjaldmiðla og greiðslumöguleika sem henta best.

Bandaríkjamarkaður verslar í dollurum og ber traust til PayPal.
Markaðssvæðin eru fjögur. Hvert land tilheyrir markaðssvæði sem hefur sendingarmáta, gjaldeyri og tungumál sem henta best hverju sinni.

Stöðug þróun

Vörumyndbönd

Desember 2018

Myndbönd, sérstaklega vörumyndbönd, geta haft mikil áhrif á kauphegðun. Talið er að notendur séu mun líklegri til að kaupa vöru eftir að hafa séð myndband af henni.

Google Enhanced Ecommerce

Febrúar 2019

Gögn, gögn, gögn. Fyrir stóran söluvef er ekkert mikilvægara. Með uppsetningu á Google Enhanced Ecommerce viðbótinni við Google Analytics gerðum við 66°Norður kleift að fá mun nákvæmari mælingar á upplifun og kaupferli viðskiptavinar.

Krosssala

Mars 2019

66°Norður getur boðið vörur, t.d. þegar viðskiptavinur skoðar körfuna sína, byggt á þeim vörum sem hafa þegar verið valdar. Þannig tekst að hækka meðalupphæð hverrar pöntunar enda þekkt að viðskiptavinur sem kaupir eina vöru sé líklegri en aðrir til að kaupa fleiri.

Öruggari og hraðari í öllum heimshornum

Við notum þjónustu Cloudflare til að tryggja hraða og öryggi vefsins. Þjónustan þjappar og geymir gögn vefsins á dreifineti sínu sem skilar notendum, hvaðan sem er í heiminum, betri upplifun af vefnum. Cloudflare nemur jafnframt óeðlilegt magn fyrirspurna og hindrar
þannig mögulegar árásir á vefkerfið.

Innleiðing sem vekur athygli

Innleiðing á vefkerfi 66°Norður í Umbraco Cloud vakti verðskuldaða athygli áhugafólks um skýjalausnir Umbraco. Í raun svo mikla að við vorum fengin til að halda um það fyrirlestur á árlegri ráðstefnu Umbraco, Codegarden.

Innleiðing sem vekur athygli

Einarður áhugi fyrir verkefnunum

Við höfum starfað með Vettvangi frá því árið 2014 og hefur samstarfið verið ánægjulegt og gefandi. Eins og í öllu koma bæði skin og skúrir en með því að eiga í góðu samstarfi höfum við náð að yfirstíga hindranir og þróa nýjar lausnir. Samskiptin eru góð og gott viðbragð og einarður áhugi fyrir verkefnunum skipta þar mestu.

Þórunn Edwald, vefstjóri 66°Norður