Fjárfest í stafrænum umhverfum

Vettvangur, 66°Norður og ráðgjafar tóku höndum saman um að renna styrkari stoðum undir lausnir félagsins sem hafa, líkt og viðskipti á vefnum, margfaldast í umfangi seinustu misseri.

  • Viðskiptavinur66°Norður
  • SamstarfsaðiliMagnús Bergsson
  • Vefur66north.com

Byrjað á byrjuninni

Umhverfin skipulögð til að geta stutt við alþjóðlegan vöxt

Við hönnun og uppbyggingu umhverfisins var öryggi og skalanleiki í fyrirrúmi enda kerfið byggt til að styðja við alþjóðlegan vöxt félagsins til lengri tíma. Cloud lausn Umbraco þótti svara kallinu best en hún er drifin áfram af Azure þjónustum Microsoft og kemur með skilvirkum umhverfum til að stýra flæði breytinga milli þróunarsvæða og vefs.

Hannaður með notendur í huga

Þarfir og markmið notandans eru alltaf í hæsta forgangi á vef 66°Norður. Hönnunin á að vera einföld, skilvirk og flækjast ekki fyrir notandanum. Síður vefsins eiga að fylla notendur innblæstri með stórum ímyndar- og vörumyndum ásamt því að koma öllum nauðsynlegum upplýsingum til skila á skýran hátt

Forsíða

Forsíða

Vöruspjald

Vöruspjald

Greiðsluferli

Greiðsluferli

Góð upplifun í öllum tækjum

Það ætti ekki að koma neinum á óvart í dag að stór hluti umferðar um vefinn er með hinum ýmsu snjalltækjum. Það er því óneitanlega mikilvægur þáttur notendaupplifunar á vefjum að efni þeirra fái að njóta sín í öllum skjágerðum. 

Markaðssvæði við hæfi

Viðskiptavinir félagsins koma víða að og þótti því bæði skynsamlegt og arðvænlegt að staðfæra vefinn helstu mörkuðum til að gera upplifun notenda betri. Við komu á vefinn er notandinn færður á viðeigandi markaðssvæði sem hefur það tungumál, gjaldmiðla og greiðslumöguleika sem henta best.

Bandaríkjamarkaður verslar í dollurum og ber traust til PayPal.

Markaðssvæðin eru fjögur. Hvert land tilheyrir markaðssvæði sem hefur sendingarmáta, gjaldeyri og tungumál sem henta best hverju sinni.

Stöðug þróun

Vörumyndbönd

Desember 2018

Google Enhanced Ecommerce

Febrúar 2019

Upsell

Mars 2019

Öruggari og hraðari í öllum heimshornum

Við notum þjónustu Cloudflare til að tryggja hraða og öryggi vefsins. Þjónustan þjappar og geymir gögn vefsins á dreifineti sínu sem skilar notendum, hvaðan sem er í heiminum, betri upplifun af vefnum. Cloudflare nemur jafnframt óeðlilegt magn fyrirspurna og hindrar
þannig mögulegar árásir á vefkerfið. 

Innleiðing sem vekur athygli

Innleiðing á vefkerfi 66°Norður í Umbraco Cloud-ið vakti verðskuldaða athygli áhugafólks um skýjalausnir Umbraco. Í raun svo mikla að við vorum fengin til að halda um það fyrirlestur á árlegri ráðstefnu Umbraco, Codegarden.

Hér getur þú horft á fyrirlesturinn.