Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Sérhæfing í hugbúnaðarþróun með Umbraco!

Í sem fæstum orðum er Umbraco eitt öflugasta vefkerfi sem völ er á. Kerfið er opið, öruggt og einfalt í notkun og heldur utan um margar af stærstu síðum heims. Kerfið hefur á seinustu árum sópað að sér íslenskum notendum og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrirtæki eða opinbera aðila. Og ekki að ástæðulausu.

Hvað er Umbraco?

Umbraco er frjálst og opið veftól byggt á .NET tækni Microsoft. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun seinustu tvo áratugi og er stutt af stórum hópi virkra notenda hvaðan af úr heiminum. Á bakvið kerfið er jafnframt traust fyrirtæki sem fer fyrir þróuninni en þannig hefur Umbraco náð að skapa sína einstöku opnu, öruggu og sveigjanlegu lausn sem keyrir yfir 500 þúsund virkar uppsetningar um allan heim. Það er því með sanni hægt að segja að kerfið sé reynt og prófað við allar aðstæður. 

Kostir Umbraco

Traust

Einn af meginstyrkleikum Umbraco er að kerfið byggir á .NET tækni Microsoft og er því afar hentugt þar sem gerðar eru kröfur um öryggi og samþættingarhæfni. 

Einfalt

Kerfið kemur svo með einstaklega notendavænu, einföldu og fallegu viðmóti, öflugri aðgengis-og ritstýringu og í raun öllu því sem þykir æskilegt í nútíma vefumsjón.

Sveigjanlegt

Umbraco gefur okkur það frelsi sem við þurfum til þróunar, enda lausnir samstarfsaðila okkar um margt ólíkar og því klæðskerasniðnar eftir þörfum hvers og eins. 

Frjálst og opið!

Krafan um frelsi vefkerfa verður ætíð háværari og með vali á Umbraco getur þú tryggt þitt. Notendur kerfisins eru ekki bundnir þjónustuaðilum, greiða ekki leyfisgjöld og eiga einir loka afurðina. Einungis er greitt fyrir þau verðmæti sem fagstuðningur veitir. Sú staðreynd að þú sért frjáls til að velja veitir okkur að aðhald sem við þurfum við að þjónusta þig eins og best verður á kosið. 

Vottaður þjónustuaðili Umbraco

Vottaður þjónustuaðili Umbraco

Vettvangur er fyrsti og eini vottaði þjónustaðili Umbraco á Íslandi. Með vottuninni staðfestist að forritarahópur Vettvangs hefur á að skipa sérfræðingum í vefumsjónarkerfinu.