Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Af hverju Azure?

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nýta sér skýjalausnir Azure. Af hverju? Því skýjið auðveldar fyrirtækjum að ná forskoti á stafrænum tímum. Vinnsla í Azure skýjinu eykur kostnaðarhagkvæmni og veitir fyrirtækjum þann sveigjanleika sem þau þurfa til að geta hámarkað stafræna getu sína. 

Styrkar stoðir

Ef þú vilt ekki verða skilinn eftir verður stefna þín upplýsingatækni að vera í samræmi við viðskiptastefnuna. Það þýðir að þú þarft kerfi sem eru nógu öflug fyrir vinnuálag dagsins í dag og nógu sveigjanleg fyrir vinnuálag framtíðarinnar. Azure gæti verið lausnin fyrir þig. 

Sjálvirk skölun

Öll fyrirtæki upplifa að það er mismikil umferð um veflausnir þeirra. Azure getur skalað vefþjóninn þinn sjálfvirkt í samræmi við sveiflur svo álag skapi ekki vandamál og vefsvæðið fari niður. Aðeins er greitt fyrir notaðar mínutur þannig að þegar hægist um þá greiðiru ekki fyrir eitthvað sem þú ert ekki að nota. Nokkuð gott, ha?

Útgáfustjórn

Prófaðu útgáfurnar þínar í prófunarumhverfi. Azure kemur með skilvirku umhverfi til að stýra flæði breytinga milli þróunarsvæða og raunvefs. Þú getur framkvæmt allar þær prófanir sem þú vilt og hindrað þannig að notendur lendi í villum eða göllum sem geta valdið neikvæðri upplifun.

Hraði, hraði, hraði.

Við lifum á stafrænni öld og allir vilja það besta - eins fljótt og auðið er. Azure hefur gríðarstórt efnisdreifingarkerfi svo það hefur bolmagn til að draga úr hleðslutímum, spara bandvídd og auka viðbragðsflýti sem þýðir að allir notendur þínir fá sömu upplifun, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. 

Uppitími

Hin mikla hnattræna dreifing á þjónustum Azure þýðir að þeir geta boðið uppitíma sem fáir geta keppt við. Azure býður samninga til viðskiptavina sinna um 99,95% uppitíma. Einnig býður Azure upp á að hægt sé að keyra út nýjar uppfærslur án þess að vefurinn verði fyrir nokkrum niðritíma.

Microsoft öryggi

Microsoft ábyrgist að öll gögn sem geymd eru í Azure skýinu njóti besta mögulega öryggis og verndar. Þrepaskipt vörn, fjölmargar gæðavottanir, netöryggisstýringar og aðferðir til að berjast gegn netváum hjá Microsoft Azure tryggja hærra öryggisstig í skýjaumhverfinu.

Gagnaöryggi

Í mörgum tilfellum er það vefsvæði fyrirtækisins sem skapar flest sölutækifæri, veitir viðskiptavinum upplýsingar, tekur við pöntunum í gegnum vefverslun og margt fleira.
Hvað myndi þá gerast ef svæðið hyrfi? Azure gerir þér kleift að taka afrit af vefsvæðinu þínu og endurgera það þannig að þú getur farið í eldri útgáfu af því ef þú þarft á einfaldan máta.

Azure + DevOps = Himnesk blanda

Þróun

Development

Kóðaðu hraðar og betur með Visual Studio og Visual Studio Code. Notastu við sjálfvirkar prófanir og samfellda samþætting í skýjið með Azure ferlum. Nýttu sjálfvirk vinnuflæði, allt frá hugmynd yfir á raunvef með GitHub Actions. Það er meira segja rúm fyrir Jenkins vinnuflæði í Azure. 

Afhending

Delivery

Settu upp verkefnaferla í kringum afhendingu hugbúnaðar, hægt er að setja upp sjálfvirka ferla sem gera prófanir og setja upp umhverfi. Það flýtir fyrir og kemur í veg fyrir villur í afhendingu. Azure býður upp á sitt eigið afhendingar tól, Azure pipelines, og stuðning fyrir Jenkins og Spinnaker.

Rekstur

Operate

Viðmót Azure hjálpar þér að sjá raun álag á vefnum hverju sinni og þróun álags yfir lengri tíma. Þú getur komið á fullu eftirliti sem sendir viðvaranir í rauntíma ef vandamál koma upp. Upplýsingar úr leiðarbókum (e. logs) og mælingum eru alltaf aðgenginlegar og rekjanleiki vandamála því mikill. 

DevOps ferlarnir

Vettvangur hefur að skipa reynslumikla sérfræðinga í uppsetningu DevOps ferla með azure en með DevOps ferlum getum við gert hvern hluta útgáfuferilsins sjálfvirkan, frá kóða og upp í skýjið með samfelldri samþættingu (CI) eða afhendingu (CD). 

Með því að taka inn DevOps ferla og tækni fá teymi betri verkfæri og möguleika til að verða við þörfum notenda og ná settum viðskiptalegum markmiðum hraðar.  

 

Þannig sköpum við umhverfi, til framtíðar, þar sem sífelldar endurbætur geta átt sér stað. 

Hafðu samband

Eigum við að rýna og ræða? Vinna við að þróa árangursríkan vef hefst alltaf á góðu spjalli. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Elmar Gunnarssonframkvæmdastjóri Vettvangs