Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Headless eða hefðbundið CMS?

Stóra spurningin sem brennur á mörgum þessa dagana. Á ég að velja hefðbundið - eða á ég að velja Headless? Til að svara þeirri spurningu skulum við aðeins skoða muninn á hefðbundnu og headless vefumsjónarkerfi.

Hvað er Headless?

Headless vefumsjónarkerfi er vefumsjónartól sem er ekki margt ólíkt vefumsjónarkerfum eins og við þekkjum þau. Nema hvað að þau koma ekki tengd við neinn framenda. Eina eiginlega markmið vefumsjónartólsins er því að halda utan um efnið fyrir vefstjórnendur.

Í hefðbundnum vefumsjónarkerfum höfum við bæði svokallað “body” og “head” sem reiða sig hvort á annað. Body-ið er þá sá hluti vefumsjónarkerfisins sem heldur utan um efnið en head-ið sá hluti sem birtir efnið í vefviðmótinu/framendanum. Head-ið og body-ið eru þannig tengd saman. Ef þú bætir við eða breytir efni í vefumsjóninni (body-inu) þá getur þú skoðað breytingarnar í framendanum (head-inu). Einfalt og gott, alveg eins og þú þekkir frá Umbraco, Wordpress eða öðrum vefumsjónarkerfum sem þú hefur unnið með.

En það er annað upp á teningnum þegar það kemur að Headless vefumsjónarkerfum, þar sem ekkert samband er á milli. Head-ið hefur verið klippt alveg út úr myndinni (hence, Headless) sem þýðir að eina sem stendur eftir er body-ið. Vefumsjónartólið.

Við tengjum því head, eða mörg head, við vefumsjónina. Það gerum við með svokölluðum vefþjónustum (API). Head-ið kallar svo í Body-ið (vefumsjónina) með vefþjónustunum og birtir efnið.

Dreifing á efni

Dreifing á efni

Headless dreifir efni og gögnum miðlægt yfir mismunandi snertipunkta þína við viðskiptavininn. Þú getur tengt eins marga hausa og þú vilt. 

Af hverju?

Ein af mörgum góðum ástæðum þess að velja Headless er að þú getur stýrt efninu þínu miðlægt yfir mörg mismunandi viðmót. Tökum sem dæmi að þú sért með vef, app og kiosk. Þá getur þú uppfært upplýsingar þvert yfir öll þessi viðmót úr einu umsjónartóli.

Þú getur svo bætt fleiri hausum við eftir þörfum. En við val á Headless ert þú ekki einungis að tryggja efninu þínu öruggan stað til framtíðar. Þú ert að gefa teyminu þínu frelsi til að nýta hverja þá tækni sem þykir best til að skrifa notendaviðmótin.

Oft á tíðum geta hefðbundin vefumsjónarkerfi haldið aftur af vinnslu hönnuða og forritara. Með því að skrifa hausinn sem sjálfstæða einingu og fæða hann svo af efni frá vefumsjónartólinu hafa viðmótsforritarar frelsi til að vinna sína vinnu óháða tækni sem annars gæti aftrað þeim. Mundu að góð notendaupplifun verður að miklu til í viðmótinu, svo það er til mikils að vinna.

Aukið frelsi í viðmóti

Frelsi til að hanna og útfæra viðmót sem annars gæti verið erfiðara að útfæra í hefðbundnu CMS. 

Miðlæg efnisvinnsla

Stýrðu efninu þínu miðlægt yfir mörg mismunandi viðmót og styddu við Omni hugsun félagsins.

Skothelt til framtíðar

Gerðu þig skotheldan fyrir framtíðina. Þú getur byrjað að útfæra viðmót fyrir hvað sem er, efnið kemur úr headless vefumsjóninni.

Headless eða hefðundið?

Þessari spurningu verður hvorki svarað hér né nú. Báðar lausnir hafa fullt af kostum. Við hjá Vettvangi vinnum með þau tól og þá tækni sem hentar best hverju sinni og leyfum tilgangi og markmiðum verðandi lausna að ráða þar mestu um. En til að skýra málin. Ef þú ert einfaldlega að hugsa um að búa til vefsíðu sem krefst ekki lausna utan þeirra sem hefðbundna vefumsjónarkerfið bíður þér, þá er þér líklega betur borgið í hefðbundnu vefumsjónakerfi. En ef þú ert með krefjandi hönnun, mikla virkni, löng flæði eða vilt tryggja þína omni samþættingu, þá gæti verið að Headless sé lausnin fyrir þig.

Hér á Vettvangi erum við bæði að vinna með aðstoð Prismic og Contenful. En við höfum líka notað Umbraco sem Headless. Það er einmitt þessi sami vefur og þú ert á í dag. Þá einfaldlega fjarlægðum við höfuðið og tengdum við nýtt sem byggir á React og Gatsby en höfum áfram gamla góða Umbraco vefumsjónartólið.

Headless hentar vel fyrir vef Vettvangs þar sem við þurftum aukið frelsi og sveigjanleika til að þróa lausn sem myndi vekja athygli, sem hann sannarlega hefur gert en hann hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar Awwwards fyrir afbragðs sköpunargáfu og aðra fyrir afbragðs útfærslu og hraða í snjalltækjum. Hann er jafnframt tilnefndur til vefverðlauna í flokki miðlungsstórra fyrirtækja.

Langar þér að ræða möguleikana? Við erum alltaf til í gott vefspjall.

Hafðu samband

Eigum við að rýna og ræða? Vinna við að þróa árangursríkan vef hefst alltaf á góðu spjalli. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Elmar Gunnarssonframkvæmdastjóri Vettvangs

Verðlaunavefir

Vettvangur hefur komið að mörgum verðlauna verkefnum og enn fleiri verkefnum sem hafa verið tilnefnd til verðlauna.